Færslur: Björgunarsveitin Þorbjörn

Íbúafundur í Grindavík annað kvöld um umbrotin
Boðað hefur verið til íbúafundar annað kvöld um jarðhræringarnar kringum bæinn. Ekkert lát er á þeim. Vísindráð Almannavarna fundaði í gær um ástandið á Reykjanesskaga.
Spegillinn
Björgunarsveitirnar eru stór keðja sem slitnar ekki
Undanfarnar vikur hefur sá dagur varla liðið að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar til í verkefni stór og smá. Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar segir umhugsunarefni hvort svo stór hluti af viðbragði almannavarna sé á herðum sjálfboðaliða en engu síður sé þetta sá háttur sem hér sé á og við höfum vanist. Otti, segir að af öllum þeim verkefnum sem hann hefur tekist á við í störfum sínum fyrir björgunarsveitirnar hafi eldgosið í Geldingadölum kannski verið erfiðast.
Annasamir dagar hjá björgunarsveitum
Björgunarsveitir landsins hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík er þar engin undantekning. Hún var kölluð út í kvöld vegna hárrar sjávarstöðu og báts sem var að slíta festar sínar í Grindavíkurhöfn. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu sveitarinnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gekk vel að tryggja bátinn.
08.02.2022 - 02:24
Lögregla hafði afskipti af fólki á gosstöðvunum
Ekki tóku allir jafn vel í tilmæli björgunarsveita þegar fólki var vísað frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga fyrr í dag. Lögregla hafði afskipti af einstaklingum sem sinntu ekki tilmælum björgunarsveita.
Leituðu villtra ferðamanna við gosstöðvarnar
Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út klukkan hálf ellefu í gærkvöldi vegna ferðamanna sem höfðu villst nærri gosstöðvunum á Fagradalsfjalli.
Eilíf útköll að gosstöðvunum vegna slysa
Talið er brýnt að auka stígagerð við gosstöðvarnar á Reykjanesi og auka öryggi á núverandi leiðum að gosinu. Fundað hefur verið um frekari stígagerð. Formaður Björgunarsveitanna líkir ástandinu við kvikmyndina Groundhog day, þar sem menn enda ávallt á byrjunarreit, sama hvað reynt er. Aðalvarðstjóri lögreglunnar segir eilíf útköll að gosstöðvunum vegna slysa.
„Ég var ekki viss um að ég myndi finnast á lífi“
„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir bandarískur ferðamaður sem fannst eftir umfangsmikla leit á Reykjanesi síðustu helgi. Hann segist hafa verið á síðustu metrunum þegar leitarfólkið birtist. Ekki hefði mátt tæpara standa.
Flest óhöpp verða þegar fólk fylgir ekki fyrirmælum
Tveir voru fluttir frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gærkvöld eftir að þeir fundu fyrir verkjum og óþægindum, líkast til af völdum gosmengunar. Báðir fengu hjálp björgunarsveitarfólks við að komast frá gosstöðvunum. 
Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Opna og loka síðar svo njóta megi gossins í myrkrinu
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að klukkan níu í kvöld hafi verið um 400 á bílastæðinu við Suðurstrandarveg. Enn er nokkur hópur fólks við gosstöðvarnar í Geldingadölum en í dag hafi verið jafnt streymi fólks þangað.
Sprunga opnaðist skammt frá tjaldi Þorbjörns
Gossprungurnar sem opnuðust í Geldingadölum er um 200 metra frá tjaldbúðum þeim sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið úti undanfarnar tvær vikur. Í Facebook-færslu fagna björgunarsveitarmenn því að nýja sprungan opnaðist ekki nær því þá hefði getað farið illa.
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Nýja gönguleiðin að gosinu að mestu tilbúin
Innan við tuttugu björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík voru á vakt við gosstöðvarnar í Geldingadölum í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar álítur að um 25 manns hafi verið á gossvæðinu. Það hafi nýtt sér nýju gönguleiðina.
Hafa lokið við að merkja gönguleið að eldstöðvunum
Síðdegis í dag fór tíu manna hópur frá björgunarsveitinni Þorbirni í stikuleiðangur upp á Fagradalsfjall í brjáluðu veðri og nú í kvöld lauk því verkefni. „Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar. Rauða línan á kortinu hér að neðan sýnir gönguleiðina.