Færslur: Björgunarsveitin Eyvindur Flúðum

Ferðamanni bjargað af Bláfellshálsi
Sveit Björgunarfélagsins Eyvindar í Hrunamannahreppi kom í gærmorgun til bjargar erlendum ferðamanni sem hafði fest bíl í skafli á Kjalvegi. Ferðamaðurinn var á jepplingi sem hann hafði leigt og var kominn upp á Bláfellsháls, tæplega 30 kílómetrum ofan við Gullfoss. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er Kjalvegur ófær.