Færslur: Björgunarsveit

Sjónvarpsfrétt
Tjón á björgunarsveitabíl eftir óveðrið fæst ekki bætt
Miklar skemmdir urðu á bíl björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnnafirði í aftakaveðri sem gekk yfir landið í upphafi vikunnar. Björgunarsveitarfólkið segist aldrei hafa lent í öðrum eins veðurofsa og tjónið hlaupi líklega á milljónum króna.
29.09.2022 - 23:20
Fjölda fólks leitað í fjalllendu héraði í Venesúela
Talsverður hópur fólks virðist gersamlega horfinn í Venesúela eftir að hann hélt til dvalar í búðum á vegum trúarsamtaka fyrir tveimur vikum. Skyldmenni fólksins taka nú þátt í leitinni.
07.09.2022 - 02:30
Vélarvana bát bjargað utarlega í Reyðarfirði
Björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði var kölluð út um korter í þrjú þegar slöngubátur varð vélarvana utarlega í Reyðarfirði. Þar voru á ferð hreindýraveiðimenn. Bátinn sem þeir voru rak í átt að landi þegar hann varð vélarvan svo að litlu mátti muna að illa færi. Annar bátur í grennd gat komið til aðstoðar og dregið veiðimennina til móts við björgunarbát sem dró þá í höfn á Eskifirði.
27.08.2022 - 18:53
Manni bjargað úr sjónum úti fyrir Garði
Karlmanni var bjargað úr sjónum úti fyrir Garði á Suðurnesjum síðdegis í dag. Lögregla og björgunarsveit komu að aðgerðum á vettvangi og er þeim nú lokið.
17.08.2022 - 15:31
Hvalur í vanda á Ísafjarðardjúpi
Hvalur, hnúfubakur að því talið er, flæktist í neti og bauju í Ísafjarðardjúpi í dag. Starfsmenn frá Hafró huguðu að hvalnum í dag samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofu hafa borist.
Umfangsmikil leit að sjósundsmanni við Akranes
Björgunarsveitir og þyrla landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út til að leita að sjósundsmanni í sjónum úti fyrir Langasandi við Akranes. Útkallið kom um tuttugu mínútur fyrir níu í kvöld.
09.08.2022 - 22:22
Leitað að erlendum ferðamanni á Flateyjardal
Hafin er leit að þýskum ferðamanni í eyðibyggðinni á Flateyjardal á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu er þar nú við leit.
Sóttu slasaðan göngumann suður af Hrafntinnuskeri
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan tólf á hádegi til að aðstoða slasaðan göngumann á hálendinu. Maðurinn hringdi sjálfur í neyðarlínuna en hann var staddur í tjaldi 3 kílómetra suður af Hrafntinnuskeri.
Linnulaus veðurtengd útköll hjá björgunarsveitum
Það hefur verið annasamt hjá björgunarsveitum í dag vegna aftakaveðurs víða um land. Annirnar hófust í morgun þegar tveimur konum var bjargað af Fimmvörðuhálsi, og að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar hefur síminn vart stöðvast síðan.
07.07.2022 - 16:31
Hundur lifði af 20 metra fall fram af þverhnípi
Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna hunds sem hafði fallið um tuttugu metra fram af kletti. Hundurinn rotaðist við höggið, en rankaði svo við sér nokkru síðar.
05.07.2022 - 22:49
Innlent · Landsbjörg · Björgunarsveit · Hundur · Dýr · Slys · Fall · Dýralæknir
Tvö slys við Glym í Hvalfirði
Tilkynnt var um tvö slys við fossinn Glym í Hvalfirði í dag. Slysin urðu með stuttu millibili. Björgunarsveitin var kölluð út í bæði skipti.
29.06.2022 - 17:02
Farþegaferjan Baldur vélarvana utan við Stykkishólm
Farþegaferjan Baldur liggur vélarvana rétt utan við hafnarmynnið á Stykkishólmi um 300 metrum frá landi. Um borð eru 102 farþegar.
18.06.2022 - 10:27
Sjónvarpsfrétt
„Menn áttu í fullu fangi við að finna leiðina heim“
Afar blint og þungfært var þegar björgunarsveitarfólk kom fjórtán manna hópi til bjargar á Öræfajökli í nótt. „Nánast alla leiðina þá vorum með kannski tíu fimmtán metra skyggni. Þannig að ef næsti bíll fór of langt þá eiginlega týndist hann. Það var rosalega blautur snjór og svo á leiðinni til baka var búið að snjóa rosalega mikið í för og menn áttu í fullu fangi við að finna leiðina heim,“ segir Sigfinnur Mar Þrúðmarsson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar.
Myndskeið
Með umfangsmestu aðgerðum á Vatnajökli
Fjórtán manns sem voru á leið niður af Hvannadalshnjúk síðdegis í gær, eru rétt ókomin til Hafnar, eftir átta tíma bið í slæmu veðri á Vatnajökli. Björgunarsveitarmaður segir björgunaraðgerðirnar með þeim umfangsmestu sem farið hafi fram á Vatnajökli.
17.06.2022 - 11:32
Viðtal
Konan fannst heil á húfi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir konu rétt fyrir tvö í dag. Konan er með heilabilun en líkamlega hraust og hafði síðast sést til hennar fara frá Hrafnistu í Hafnarfirði um 8:30 í morgun.
12.06.2022 - 19:29
Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Aðgerðir á Þingvöllum ganga vel
Líki eins mannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fór í Þingvallavatn hefur verið komið upp úr vatninu. Unnið er að því að ná öðru líki upp. Stefnt er að því að ná öllum fjórum upp í dag. 
10.02.2022 - 16:08
Aðstæður skánað og kafarar búa sig við Þingvallavatn
Aðstæður til aðgerða á Þingvallavatni hafa batnað eftir því sem liðið hefur á daginn, og kafarar eru nú farnir að undirbúa sig við vatnið.
10.02.2022 - 13:47
Björgunarsveitir aðstoða vélarvana bát
Björgunarskipið Björg var kallað rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts sem var á veiðum 15 sjómílúr norður af Rifi. Skipverjar höfðu lent í vandræðum og gátu ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Áhöfn Bjargar er komin með bátinn í tog og gerir ráð fyrir að vera komin með hann í land um klukkan fimm.
29.01.2022 - 16:36
Sjónvarpsfrétt
Fengu gæsahúð við að sjá Pílu aftur á lífi
Border Collie tíkinni Pílu var bjargað af björgunarsveitum úr þverhníptri fjallshlíð í gærkvöld. Hvorki hafði heyrst né sést til hennar síðan hún fældist að heiman vegna flugelda fyrir þremur vikum.
27.01.2022 - 21:33
Hátt í hundrað útköll vegna illviðrisins í gær
Björgunarsveitiir sinntu hátt í eitt hundrað útköllum í vonskuveðrinu sem gekk yfir landið í gær, flestum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum.
26.01.2022 - 06:34
Þakplötur fuku og bíll fór út af vegi
Björgunarsveitir voru kallaðar út tvisvar í nótt, þegar í gildi voru gular veðurviðvaranir vegna suðvestanstorms sem gekk yfir landið.
12.01.2022 - 09:06
Aðstoða fólk í föstum bílum á Öxnadalsheiði
Björgunarsveitarfólk frá Akureyri er á leiðinni upp á Öxnadalsheiði að aðstoða ökumenn nokkurra bíla sem eru fastir.
01.01.2022 - 16:05
Enginn slasaðist þegar rúta lenti utan vegar
Björgunarsveitin á Hvammstanga sótti farþega rútu sem lenti utan vegar á Holtavörðuheiði í nótt og flutti í Staðarskála. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörgu en sveitin var kölluð út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
16.12.2021 - 07:11