Færslur: Björgunarstörf

Björguðu hesti sem festist í flórgati
Eitt útkall slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn fólst í því að bjarga hesti sem sat fastur í flórgati. Hesturinn var hálfur ofan í haughúsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Björgunin tókst vel og slapp hesturinn vel þrátt fyrir nokkurn stirðleika og bólgur í kroppi hestsins eftir uppákomuna. 
Konu bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í gærkvöld vegna göngukonu í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. Konan var stödd í þó nokkru brattlendi og treysti sér ekki áfram, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og var hún óslösuð.
27.08.2021 - 01:31
„Ekki gaman að ferðalaginu til Íslands fylgi fótbrot“
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur síðustu daga flutt sex slasaða einstaklinga niður af sama fjalli við gosstöðvarnar. Björgunarsveitin setti í gær 120 metra spotta til að aðstoða fólk á Langahrygg þar sem flestir slasa sig.
10.08.2021 - 10:10
Klæðning losnaði af verksmiðjuhúsi á Siglufirði
Um tíu björgunarsveitarmenn úr Strákum á Siglufirði unnu í gærkvöldi ásamt lögreglu við að festa upp klæðningu á gafli verksmiðjuhúss sem losnaði í miklum veðurham. Að sögn Ingvars Erlingssonar björgunarsveitarmanns var hávaðarok í bænum, með staðbundnum hvíðum og sviptivindum milli húsa.
28.02.2021 - 10:20
Veðri slotar með kvöldinu en innanlandsflugi aflýst
Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ voru kallaðar út í morgun þegar mikið hvassviðri gekk yfir suðvesturhluta landsins. Vindhraði náði allt að fjörutíu og þremur metrum á sekúndu í verstu hviðum. Þakklæðningar losnuðu og lausamunir tókust á loft. Þá var öllu innanlandsflugi Air Iceland Connect aflýst í dag en Norlandair flaug milli Bíldudals og Reykjavíkur.
27.12.2020 - 13:02