Færslur: Björgunaraðgerðir

Mjaldri bjargað heilum á húfi úr Signu
Björgunarfólki í París tókst í nótt að bjarga mjaldri á land sem svamlað hefur um í ánni Signu undanfarna daga. Mjaldurinn var fangaður í net og hifður með krana og komið fyrir á sérstökum pramma.
10.08.2022 - 05:10
Bíll festist í Steinsholtsá
Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir sex í dag að Steinsholtsá eftir að vegfarendur tilkynntu um fastan bíl út í miðri á. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu.
10.07.2022 - 19:37
Myndband
Slökkviliðsstjórinn meðal þeirra sem fyrst sáu eldinn
Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ, var á akstri í morgun með syni sínum á leið að Hellisandi. Honum var litið á haf út og fylgdist þar með strandveiðibáti rétt úti fyrir landi. Skyndilega reis reykur upp af bátnum. „Þetta blossaði bara upp, var fyrst hvítur reykur en varð fljótt mjög dökkur.“
06.07.2022 - 16:44
Myndskeið
Með umfangsmestu aðgerðum á Vatnajökli
Fjórtán manns sem voru á leið niður af Hvannadalshnjúk síðdegis í gær, eru rétt ókomin til Hafnar, eftir átta tíma bið í slæmu veðri á Vatnajökli. Björgunarsveitarmaður segir björgunaraðgerðirnar með þeim umfangsmestu sem farið hafi fram á Vatnajökli.
17.06.2022 - 11:32
Enn leitað í rústum lúxushótels í Havana
Björgunarmenn héldu áfram í dag leit í rústum Saratoga-hótelsins í Havana höfuðborg Kúbu. Vitað er að 26 fórust eftir sprengingu sem talið er að megi rekja til gasleka.
Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Mannskæður jarðskjálfti á Súmötru
Að minnsta kosti átta fórust og tugir slösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir eyjuna Súmötru í Indónesíu á í gær. Skjálftinn var af stærðinni 6,2 og átti upptök á tólf kílómetra dýpi í tæplega sjötíu kílómetra fjarlægð frá borginni Bukittinggi.
Komu þremur brimbrettaköppum til bjargar
Tveir björgunarbátar frá Reykjavík og Kópavogi voru kallaðir út í dag til að bjarga þremur brimbrettaköppum sem urðu strandaglópar norðaustur af Engey. Þetta segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.
21.01.2022 - 18:37
Björgunarmenn kepptust við að afferma fiskflutningabíl
Þrjár björgunarsveitir stóðu í ströngu í dag við að afferma fiskflutningabíl sem fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gær.
17.01.2022 - 22:24
Sóttu slasaðan mann á Þingvelli
Um 30 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að bera slasaðan mann að sjúkrabíl á Þingvöllum í kvöld. Maðurinn slasaðist á fæti eftir fall, en hann var við klifur nálægt Öxará, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu. Mikil hálka er á Þingvöllum og 15 stiga frost og þurfti talsverðan viðbúnað við að flytja manninn af vettvangi og í sjúkrabíl.
04.01.2022 - 22:21
Þrettán látin í eldgosinu á Jövu
Þrettán eru nú látin af völdum eldgossins í Semeru fjalli á eyjunni Jövu í Indónesíu. Björgunarsveitir hafa bjargað minnst tíu manns úr húsarústum.
05.12.2021 - 03:41
Fannst heil á húfi eftir sjö tíma í frostinu
Lögreglan á Akureyri fann konu á áttræðisaldrei heila á húfi laust fyrir klukkan sjö í morgun eftir um fimm klukkustunda leit. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.
Bátsfólkið í Hörðalandi talið af
Kona og tveir karlar sem saknað hefur verið í Hörðalandsfylki í Vestur-Noregi eru talin af. Fólkið sem er frá Askey hugðist róa árabáti yfir Langvotnevatn en þungur straumur hreif bátinn með sér í straumharða Tokagjelsána.
26.10.2021 - 03:26
Noregur: Þriggja leitað í straumþungri á
Viðamikil leit að konu og tveimur körlum stendur nú yfir í Hörðalandsfylki í Vestur-Noregi en þau voru í árabáti sem saknað er við Langvotnevatn og Tokagjelsá í Kvam. Einnig var hundur með þeim um borð.
24.10.2021 - 21:33
Nokkur útköll á Snæfellsnesi vegna veðurs
Suðaustan hvassviðri hefur gengið yfir vesturhluta landsins í dag. Björgunarsveit Landsbjargar hefur nú þegar sinnt nokkrum útköllum í tengslum við veðrið í kvöld á Snæfellsnesi.
04.09.2021 - 22:53
Príluðu eftir berjatínslufólki í sjálfheldu í Hlíðardal
Björgunarsveitin Blakkur var kölluð út í gær til að aðstoða berjatínslufólk í Hlíðardal á Vestfjörðum. Fólkið hafði verið í berjamó en lent í sjálfheldu í brattlendi og lausu grjóti.
23.08.2021 - 11:18
Mjálm kattar kom öldruðum eiganda til bjargar
Fjölmennan hóp viðbragðsaðila þurfti til þess að koma konu á níræðisaldri úr hrakningum í Cornwall-héraði í Englandi á laugardag. Konan fannst eftir að kötturinn hennar mjálmaði eftir hjálp. 
16.08.2021 - 06:22
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Sækja göngufólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli
Björgunarsveitir á Norðurlandi vinna nú að því að koma göngufólki niður af Hafnarfjalli við Siglufjörð. Útkallið barst um klukkan fjögur í dag en fólkið er í sjálfheldu á fjallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
23.07.2021 - 17:31
Telja enn mögulegt að fólk finnist á lífi í Ask
Yfirvöld í Noregi telja að enn sé von um að fólk finnist á lífi eftir jarðfall í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin og þriggja er saknað. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá því að björgunarsveitir vinni hörðum höndum í kapp við tímann að því að finna fólkið. Leitað var til klukkan fimm í morgun að staðartíma. Ákveðið var að gera hlé á leitinni til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo að leitarhundar ættu auðveldara með að greina lykt. Leit var að hefjast á ný.
04.01.2021 - 09:08
Leit frestað um sinn í bænum Ask
Leit á hamfarasvæðinu í bænum Ask í Gjerdrum var frestað klukkan fimm í morgun að staðartíma. Frestunin er til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo leitarhundar eigi í framhaldinu auðveldara með að greina þá lykt sem þeir leita að.
04.01.2021 - 05:31
Einn fannst látinn í Ask
Einn fannst látinn í dag eftir skriður í bænum Ask í Noregi aðfaranótt miðvikudags. Björgunarsveitir frá Svíþjóð eru komnar til bæjarins til aðstoðar við leit að þeim tíu manneskjum sem hefur verið saknað eftir að land rann undan bænum í mikilli skriðu. Norskar björgunarsveitir með leitarhunda eru einnig komnar þangað og í dag er í fyrsta sinn leitað á jörðu niðri.
01.01.2021 - 14:36
Enn búist við að finna fólk á lífi í bænum Ask
Enn hafa þau tíu sem saknað er í bænum Ask ekki fundist. Þeirra á meðal eru tvö börn. Norska ríkisútvarpið hefur eftir Harald Wisløff, sem stjórnar aðgerðum, að enn sé gert ráð fyrir að fólk finnist á lífi enda lífslíkur miklar sé nægt súrefni til staðar.
01.01.2021 - 08:17
Litlar annir hjá björgunarsveitum í dag
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Suðurnesjum í kvöld þar sem þakklæðningar losnuðu og fuku.
26.11.2020 - 22:06
Tugir grafnir undir rústum íbúðahúss í útjaðri Mumbai
Að minnsta kosti tíu eru látin í Bhiwandi úthverfi borgarinnar Mumbai á Indlandi eftir að þriggja hæða íbúðablokk hrundi.
21.09.2020 - 04:52