Færslur: Björgunaraðgerðir

Halda leit að skipverja áfram á morgun
Komið er myrkur og hefur leit því verið hætt að skipverja sem saknað er af fiskiskipi á Vopnafirði. Leit hefst að nýju á morgun.
19.05.2020 - 00:46
Draumaferðin breyttist í martröð
„Ferðalag sem átti að færa okkur gleði og góðar minningar breyttist í ferð sem skilur okkur eftir í áfalli og að fást við alvarleg eftirköst.“ Þetta segir Virginia Galvani, sem ásamt sonum sínum, Pedro 11 ára og Antonio 14 ára, eru meðal þeirra sem lentu í hrakningum í vélsleðaferð Mountaineers of Iceland við Langjökul á þriðjudag.
13.01.2020 - 08:35
Leit í dag bar ekki árangur
Um 150 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að Andris Kalvan á Snæfellsnesi í dag. Hann er enn ófundinn og ekki hefur tekist að þrengja leitarhringinn.
03.01.2020 - 19:46
Myndskeið
„Nú er þetta farið að snúast um fólkið“
„Nú þetta er farið að snúast um fólkið núna og innviðina í raforku og fjarskiptakerfinu. Þetta snýst auðvitað alltaf á endanum um fólk en fyrstu tilkynningarnar snerust um hluti sem voru að fjúka,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Nú þurfi einfaldlega að huga að fólki og húsdýrum.
12.12.2019 - 10:56
Leki kom að línubáti í Eyjafirði
Björgunarsveitir voru kallaðar út núna á níunda tímanum eftir að leki kom að fjórtán tonna línubáti um fjórar sjómílur norður af Hrólfskeri í utanverðum Eyjafirði. Tveir menn eru um borð.
31.10.2019 - 08:59
Myndir
Rak upp í fjöru í Aðalvík á Hornströndum
Björgunarsveitir frá Bolungarvík og Ísafirði voru kallaðar út í Aðalvík á Hornströndum í nótt. Bát með sex manns um borð hafði rekið upp í fjöru eftir að legufæri bátsins höfðu losnað.
10.09.2019 - 10:44
Vonarneisti kviknaði þegar sá fyrsti varð laus
Níutíu björgunarsveitarmönnum og sjálfboðaliðum tókst að bjarga þrjátíu dýrum úr grindhvalavöðunni sem strandaði í fjörunni neðan við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um tuttugu drápust og liggja hræ þeirra á víð og dreif um fjöruna, kýr, tarfar og nokkrir kálfar. Sum eru særð, virðast hafa barist mikið áður en yfir lauk. Aðgerðir stóðu yfir í alla nótt og sú sem stýrði þeim segir marga hafa verið orðna þreytta þegar loksins fór að flæða að. 
03.08.2019 - 12:30