Færslur: Björgunaraaðgerðir

Lík fimmtu manneskjunnar fundið í jarðfallinu
Björgunarfólk fann lík fimmtu manneskjunnar sem leitað hefur verið í jarðfallinu undir bænum Ask í Noregi, klukkan hálfátta í morgun að staðartíma. Enn er fimm saknað og fimm látin.
03.01.2021 - 06:48
„Þetta var kapphlaup við tímann“
Göngumaður sem leitað var í Móskarðshnjúkum síðdegis í dag fannst heill á húfi um klukkan hálf sjö ásamt hundi sínum sem var með í för. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar um fimmleytið, en þá óskaði maðurinn eftir hjálp þar sem hann hafði villst af leið og átti í erfiðleikum með að staðsetja sig vegna myrkurs.
28.11.2020 - 19:12
Reynt hvað hægt er að bjarga grindhvölum við Tasmaníu
Allt að níutíu grindhvalir hafa drepist og hundrað og áttatíu eru fastir við í afskekktum flóa á eynni Tasmaníu við Ástralíu.
22.09.2020 - 03:44
Trump vill að Repúblikanar styðji björgunarpakka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Repúblikana til styðja við nýjan björgunarpakka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það kallar á verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði.
Manni bjargað úr sjónum við Hörpu
Manni var bjargað úr sjónum við Hörpu á ellefta tímanum í kvöld. Tilkynning um atvikið barst rétt fyrir tíu.
Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút
Ekki heyrist lengur lífsmark undir rústum byggingar í Beirút sem hrundi í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn. Sérstakur nemi leitarmanna nam hjartslátt fyrir nokkrum dögum, en hann greinist ekki lengur.
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Útkall vegna vélarvana báts á Skjálfanda
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út rétt eftir hádegi vegna báts sem er vélarvana vestur af Flatey á Skjálfanda. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu er einn maður um borð í bátnum.
03.08.2020 - 13:56
Bjargað úr sjálfheldu í Hvítá
Síðdegis í dag voru straumvatnsbjörgunarhópar boðaðir út vegna manns sem var í sjálfheldu í Hvítá rétt neðan við Brúarhlöð.
25.07.2020 - 21:34
Sóttu slasaða göngukonu í Reykjadal
Björgunarsveitum í Árnessýslu barst tilkynning frá slasaðri göngukonu í Reykjadal á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og hlúðu að konunni.
05.07.2020 - 16:35
Flóttafólk við Sikiley flutt í annað skip
Ítölsk stjórnvöld hafa veitt 180 flóttamönnum sem bjargað var á Miðjarðarhafi síðustu vikuna í júní heimild til að yfirgefa skipið Ocean Viking. Það flyst um borð í sóttkvíarskip við Sikiley.
Sóttu slasaða göngukonu í Traðarvík
Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan tvö vegna göngukonu sem slasaðist á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í utanverðum Tálknafirði.
03.07.2020 - 15:49
Annasamasti mánuður í manna minnum
Að minnsta kosti sjötíu manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og aðhlynningu eftir að rúta með læknanemum valt skammt frá Blönduósi í gær. Þetta segir félagi í björgunarsveitinni Blöndu. Undanfarinn mánuður hafi verið sá annasamasti í manna minnum á þessum slóðum.
11.01.2020 - 16:05
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.
Myndband
Hjálpuðu barni í sjálfheldu á Esjunni
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir komu í dag til bjargar tíu ára stúlku sem var í sjálfheldu í gili í Esjunni. Stúlkan var á göngu með fjölskyldu sinni sem er hér á ferðalagi. Frímann Andrésson, sem er í aðgerðarstjórn björgunarsveitanna, segir fjölskyldan hafi hætt sér of hátt.
Sóttu slasaða konu á Fimmvörðuháls
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag til að sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls. Hún er slösuð á fæti og var ofarlega á hálsinum, milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er hún nú komin í björgunarsveitarbíl og á leið niður hálsinn.
18.07.2019 - 16:06
Björgunarskip kölluð út vegna leka í bát
Björgunarskip voru kölluð út vegna strandveiðibáts í vanda á áttunda tímanum í morgun. Báturinn var um þrjár sjómílur norður af Kögri á Hornströndum þegar leki kom að honum. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að einn hafi verið um borð í bátnum. Björgunarskipið Kobbi Láka úr Bolungarvík kom að bátnum um fjörutíu mínútum eftir að útkallið barst.
16.07.2019 - 11:09
Togið gengur hægt og veðrið er að versna
Það sækist hægt að draga rækjutogarann Sóleyju Sigurjóns í land vegna þess að veiðarfæri skipsins hanga enn utanborðs og veður er að versna. Skipstjóri togarans Múlabergs, sem kom fyrstur að skipinu í nótt eftir að neyðarkall barst, segir björgunaraðgerðirnar hafa gengið vel.
18.05.2019 - 18:04
Eldurinn kviknaði líklega út frá rafmagni
Eldurinn í vélarúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns kviknaði að öllum líkindum út frá rafmagnstöflu, en rannsókn á eldsupptökum í skipinu hefur ekki farið fram. Skipverjum tókst að slökkva eldinn um borð áður en nærliggjandi skip og þyrla Landhelgisgæslunnar komu að í gærkvöldi. Viðbrögð skipverja voru til fyrirmyndar, segir aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar.
18.05.2019 - 12:21
Þyrftum annan Þór til að bjarga Viking Sky
Annað varðskip álíka öflugt og varðskipið Þór þyrfti að koma til sögunnar svo Íslendingar væru undir annað eins búnir og þær björgunaraðgerðir sem ráðast þurfti í undan ströndum Noregs. Landhelgisgæslan mun fara yfir sínar áætlanir í kjölfar atviksins, segir verkefnastjóri hjá gæslunni. Viking Sky sé áminning um mikilvægi þess að eiga góðan skipaflota.
24.03.2019 - 19:00
Óttuðust um kafara sem ekki skilaði sér
Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um kafara á Þingvöllum sem hafði ekki skilað sér klukkan rúmlega þrjú í dag. Viðbragðsbíll á Þingvöllum var fyrstur á vettvang en þegar hann bar að garði var maðurinn kominn upp úr vatninu. Hann var með meðvitund og í góðu lagi, segir lögregla, en þegar týndi kafarinn skilaði sér var aðstoð björgunarsveita afþökkuð. Þá voru meðal annarra viðbragðsaðila fleiri en tuttugu björgunarsveitarmenn á leiðinni á staðinn.
Læra að kafa til að komast heilir úr hellunum
Taílensku drengirnir og fótboltaþjálfari þeirra, sem voru týndir í helli dögum saman, þurfa að læra að kafa til að komast út heilir á húfi. Þetta er haft eftir taílenskum hernaðaryfirvöldum. Drengirnir fundust í gær eftir umfangsmikla leit en þeir höfðu setið fastir í gríðarstóru hellakerfi í norðurhluta landsins síðan 23. júní síðastliðinn. Flóknar björgunaraðgerðir eru framundan en fjögurra mánaða vistir verða sendar til drengjanna og þjálfarans, segir í frétt AFP.
03.07.2018 - 01:48
Taíland: Leit stendur enn að horfnum unglingum
Tólf unglingar og fótboltaþjálfari þeirra eru enn fastir einhvers staðar í viðamiklum hellum í Chiang Rai-héraði í norðurhluta Taílands. Málið hefur skekið taílensku þjóðina og leitin að unglingunum orðið æ örvæntingarfyllri síðan þeir hurfu á laugardaginn í síðustu viku. Úrhellisrigning hefur gert björgunarfólki erfitt fyrir en kafarar, lögreglumenn, sérsveitarmenn og og leitarhundar eru meðal þeirra sem hafa lagst á árar.
30.06.2018 - 02:46
Þyrla gat ekki sótt veikan skipverja
Beiðni barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um tíuleytið í gærkvöldi frá kanadískri skútu sem stödd var 155 sjómílur suðaustur af Höfn í Hornafirði vegna skipverja sem þurfti að komast í læknishendur.
29.06.2018 - 14:37
Tólf unglingar fastir í helli í Taílandi
Úrhellisrigning í Taílandi torveldar björgunaraðgerðir þar sem tólf unglingar og fótboltaþjálfari þeirra sitja fastir í helli í norðurhluta landsins. Unglingarnir hafa verið fastir í hellinum í fjóra daga. Ekki er hægt að komast inn um helsta munna hellisins vegna flóðs þar sem vatnsyfirborðið hækkar hraðar en hægt er að dæla vatninu burt. Ekki hefur náðst samband við fólkið síðan á laugardag.
28.06.2018 - 02:56