Færslur: Björgunaraaðgerðir

Leita fólks undir aurskriðum í kapphlaupi við tímann
Björgunarsveitir vinna nú baki brotnu við leit að fólki sem varð undir aurskriðum sem féllu á þorp eftir ofsaveður og úrhelli á Filippseyjum. Talið er að 28 séu látin eftir að hitabeltisstormurinn Megi fór með ógnarkrafti yfir eyjarnar.
Ferðamennirnir á Vatnajökli fundnir og á leið í bæinn
Rétt upp úr klukkan tíu í kvöld fundu björgunarsveitarmenn týndu ferðamennina sem leitað hafði verið að á Vatnajökli frá því að þeir sendu frá sér neyðarkall síðdegis. Þeir voru búnir að grafa sig í fönn til að leita skjóls fyrir veðri í Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli. Mennirnir eru heilir á húfi, en kaldir og hraktir.
Telja sig vita hvar ferðamennirnir á Vatnajökli eru
Björgunarsveitir leita nú tveggja erlendra ferðamanna sem sendu frá sér neyðarkall af Vatnajökli í dag. Aðstæður á vettvangi eru ekki með besta móti, mikið hefur rignt þar undanfarið og því töluverður krapi, snjókoma og lélegt skyggni.
Marokkó
Barn fast í brunni í tvo sólarhringa
Marókkómenn fylgjast grannt með björgun fimm ára gamals drengs sem féll í brunn í borginni Chefchaouen í norðurhluta landsins. Slysið varð þegar drengurinn var við brunninn ásamt pabba sínum á þriðjudag. Pabbi hans var að lagfæra brunninn.
03.02.2022 - 15:14
Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Fimm fórust í stórhríð á fjallinu Elbrus
Fimm fjallgöngumenn létust í stórhríð í gær á fjallinu Elbrus í Rússlandi. Óveðrið skall á þegar um tuttugu manna hópur var á niðurleið, í fimm þúsund metra hæð.
24.09.2021 - 11:55
Slasaður einstaklingur sóttur á Úlfarsfell
Um áttaleytið í kvöld hófust aðgerðir við að ná slasaðri manneskju úr hlíðum Úlfarsfells. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.
01.08.2021 - 21:42
Köttur uppi í tré hélt vöku fyrir nágrönnum
Annasamt var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt en Slökkviliðið sinnti 134 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn, 24 þeirra voru forgangsútköll. Einn köttur hlaut þá aðstoð slökkviliðsmanna við að komast niður úr tré.
22.07.2021 - 13:55
Myndskeið
Hrúti bjargað úr sjálfheldu
Hjálparsveitin Tintron sinnti fremur óhefðbundnu útkalli í gærkvöld en henni barst tilkynning um fjórar kindur á bjargbrún í Tindaskaga neðan Skjaldbreiðar. Talið var að þær hefðu verið þar í um tvær vikur og virtust þær vera í sjálfheldu á brúninni. Þegar menn hjálparsveitarinnar komu á staðinn var þó einungis einn hrútur eftir.
22.07.2021 - 11:32
„Mikilvægt að hafa kveikt á gagnaflutningi í símanum“
Slysavarnafélagið Landsbjörg notar sérstakt vefslóðakerfi til þess að hafa uppi á fólki sem villist af leið. Það var síðast notað í gær þegar konu var bjargað á Móskarðshnjúkum. Kerfið auðveldar og styttir leit björgunarsveitarmanna svo um munar, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg.
18.07.2021 - 19:07
Bera slasaða konu niður Jökultungur
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli auk hálendisvaktar voru kallaðar út um tvöleytið í dag vegna konu sem er talin vera fótbrotin efst í Jökultungum. Þær eru á gönguleið Laugavegar, nánar tiltekið á milli Álftavatns og Hrafntinnuskers.
18.07.2021 - 16:42
Lík fimmtu manneskjunnar fundið í jarðfallinu
Björgunarfólk fann lík fimmtu manneskjunnar sem leitað hefur verið í jarðfallinu undir bænum Ask í Noregi, klukkan hálfátta í morgun að staðartíma. Enn er fimm saknað og fimm látin.
03.01.2021 - 06:48
„Þetta var kapphlaup við tímann“
Göngumaður sem leitað var í Móskarðshnjúkum síðdegis í dag fannst heill á húfi um klukkan hálf sjö ásamt hundi sínum sem var með í för. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar um fimmleytið, en þá óskaði maðurinn eftir hjálp þar sem hann hafði villst af leið og átti í erfiðleikum með að staðsetja sig vegna myrkurs.
28.11.2020 - 19:12
Reynt hvað hægt er að bjarga grindhvölum við Tasmaníu
Allt að níutíu grindhvalir hafa drepist og hundrað og áttatíu eru fastir við í afskekktum flóa á eynni Tasmaníu við Ástralíu.
22.09.2020 - 03:44
Trump vill að Repúblikanar styðji björgunarpakka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Repúblikana til styðja við nýjan björgunarpakka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það kallar á verulega aukin fjárframlög úr ríkissjóði.
Manni bjargað úr sjónum við Hörpu
Manni var bjargað úr sjónum við Hörpu á ellefta tímanum í kvöld. Tilkynning um atvikið barst rétt fyrir tíu.
Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút
Ekki heyrist lengur lífsmark undir rústum byggingar í Beirút sem hrundi í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn. Sérstakur nemi leitarmanna nam hjartslátt fyrir nokkrum dögum, en hann greinist ekki lengur.
Skipverja af týndu skipi bjargað á Austur-Kínahafi
Japanska strandgæslan bjargaði einum skipverja af flutningaskipinu Gulf Livestock 1 sem saknað er á Suður-Kínahafi. Manninum var bjargað úr úfnu hafinu meðan á leit að skipinu stóð.
03.09.2020 - 03:03
Útkall vegna vélarvana báts á Skjálfanda
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði var kallað út rétt eftir hádegi vegna báts sem er vélarvana vestur af Flatey á Skjálfanda. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu er einn maður um borð í bátnum.
03.08.2020 - 13:56
Bjargað úr sjálfheldu í Hvítá
Síðdegis í dag voru straumvatnsbjörgunarhópar boðaðir út vegna manns sem var í sjálfheldu í Hvítá rétt neðan við Brúarhlöð.
25.07.2020 - 21:34
Sóttu slasaða göngukonu í Reykjadal
Björgunarsveitum í Árnessýslu barst tilkynning frá slasaðri göngukonu í Reykjadal á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og hlúðu að konunni.
05.07.2020 - 16:35
Flóttafólk við Sikiley flutt í annað skip
Ítölsk stjórnvöld hafa veitt 180 flóttamönnum sem bjargað var á Miðjarðarhafi síðustu vikuna í júní heimild til að yfirgefa skipið Ocean Viking. Það flyst um borð í sóttkvíarskip við Sikiley.
Sóttu slasaða göngukonu í Traðarvík
Björgunarsveitir voru kallaðar út klukkan tvö vegna göngukonu sem slasaðist á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í utanverðum Tálknafirði.
03.07.2020 - 15:49
Annasamasti mánuður í manna minnum
Að minnsta kosti sjötíu manns tóku þátt í björgunaraðgerðum og aðhlynningu eftir að rúta með læknanemum valt skammt frá Blönduósi í gær. Þetta segir félagi í björgunarsveitinni Blöndu. Undanfarinn mánuður hafi verið sá annasamasti í manna minnum á þessum slóðum.
11.01.2020 - 16:05
Mörg verkefni hjá björgunarsveitinni á Dalvík
Enn er rafmagnslaust á Dalvík og nágrenni og mörg hús án hita. Björgunarsveitamaður á Dalvík segir verkefni dagsins hafa verið mjög mörg og ólík.