Færslur: Björg Magnúsdóttir

Alla leið
„Þá var mér allri lokið"
„Hún syngur ekki vel, hún grettir sig allt of mikið, hárið var ömurlegt," sagði Helga Möller um framlag einnar farsælustu Eurovision-þjóðar allra tíma í keppninni í ár.
Með Ófærð á heilanum
Balti á það til að henda inn hipp og kúl tónlistarfólki
Í nýjasta þætti Ófærðar má koma auga á alls kyns þjóðþekkta einstaklinga sem að mati Bjargar Magnúsardóttur og Níels Thibaud Girerd er dæmigert fyrir leikstjórann Baltasar Kormák. Vel hafi verið valið í leikarahópinn sem talar til íslenska áhorfendahópsins á meðan náttúrufegurðin grípur erlenda markaðinn.
Þáttaröð um fyrstu fimmtíu ár Vigdísar í smíðum
Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Hann segir í samtali við fréttastofu að honum finnist verulega spennandi að fá þetta tækifæri til að gera fyrstu árunum í lífi Vigdísar skil.
Ný andlit á Söngvakeppninni
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kynnir Söngvakeppnina í ár ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, auk þess sem útvarpskonan Björg Magnúsdóttir hefur yfirumsjón með hinu svokallaða græna herbergi. Söngvakeppnin hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á RÚV.