Færslur: Bjór

Brugga bjór til að fagna NATO-umsókninni
Finnska brugghúsið Olaf Brewing í bænum Savonlinna hefur sett á markað bjórinn OTAN til að fagna umsókn landsins um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Heiti bjórsins er vísun í franska skammstöfun á nafni bandalagsins.
17.05.2022 - 13:54
Verðhækkana að vænta hjá drykkjarfangaframleiðanda
Danski ölframleiðandinn Carlsberg varar viðskiptavini sína við að verðhækkana sé að vænta á árinu. Með því er brugðist við mikilli hækkun nauðsynlegra hráefna við framleiðsluna.
Landinn
Jólabjór úr rauðkáli og grænum baunum
„Þetta er eitthvað sem er ómissandi á jólunum hjá mér og svo ótal mörgum öðrum þannig að það lá beint við að setja rauðkálið og grænu baunirnar út í bjórinn," segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá RVK bruggfélagi en einn af jólabjórunum þar í ár er svokallaður ORA bjór.
26.10.2021 - 13:18
Maðurinn hefur gætt sér á gráðosti og bjór í 2.700 ár
Osta- og bjórgerð er samofin evrópskri menningu langt aftur í aldir. En nú hafa vísindamenn leitt í ljós að hún nái lengra aftur en talið hefur verið. Menn hafi þegar verið farnir að beita gerjun til að framleiða gráðost og bjór fyrir 2.700 árum.
13.10.2021 - 18:31
Bólusettir fá betra verð á barnum
Bjórkráin Session Craft Bar, sem leggur áherslu á handverksbjóra margs konar, hefur tekið upp á því að bjóða þeim „happy hour“-verð sem sýnt geta fram á bólusetningu gegn COVID-19.
Steðji skorar á Alþingi að hysja upp um sig
Brugghúsi Steðja hefur enn ekki borist stefna vegna vefverslunar sinnar með bjór sem þar er bruggaður, þó svo ÁTVR hafi tilkynnt sýslumanninum á Vesturlandi um meint lögbrot Brugghúss Steðja ehf. með smásölu áfengis í vefverslunum.
19.07.2021 - 11:16
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
ÁTVR innkallar bjór vegna sprengihættu
ÁTVR hefur innkallað bjórinn Siglu Humlafley Session IPA frá brugghúsinu Brothers Brewery. Þetta er gert vegna hættu á að áldósirnar geti bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.
04.06.2021 - 13:52
Telja rekstrargrundvöll ÁTVR að líkindum bresta
Forsvarsmenn ÁTVR telja forsendur fyrir rekstrinum að öllum líkindum bresta, nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga sem gerir brugghúsum kleift að selja áfengt öl í smásölu beint á framleiðslustað. Tilgangur frumvarpsins er til að styðja við starfsemi minni áfengisframleiðenda, sérstaklega á landsbyggðinni.
18.03.2021 - 13:33
Baráttan um bjórinn
Frumvarp dómsmálaráðherra um að lítil handsverksbrugghús fái að selja bjór út úr húsi á framleiðslustað er ýmis sagt vega að áfengisvörnum, styrkja atvinnustarfsemi í brothættum byggðum eða ekki ganga nógu langt til að koma að gagni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í 39 umsögnum sem skilað hefur verið inn um frumvarpið. Það gengur út á að smærri brugghús fái undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi, og megi selja bjór í smásölu á framleiðslustað.
07.03.2021 - 11:59
Keyptu 64 þúsund lítra af jólabjór
Um 64 þúsund lítrar af jólabjór seldust í Vínbúðum ÁTVR þegar sala hófst í gær. Þetta er rúm tvöföldun milli ára. Alls eru 60 íslenskar tegundir af jólabjór á boðstólum í ár og hafa aldrei verið fleiri.
06.11.2020 - 14:55
Innlent · Bjór · Áfengi · ÁTVR · Covid 19 · Sóttvarnir
Áfengir ógeðsdrykkir sýndir á Safni viðbjóðslegs matar
Saurvín og sporðdrekavodka er á meðal sýningargripa á nýrri sýningu á miður geðslegum áfengum drykkjum á Safni viðbjóðslegs matar í Malmö í Svíþjóð.
12.09.2020 - 12:46
Októ­ber­fest SHÍ frestað um óákveðinn tíma
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara átti fram í september hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.
04.08.2020 - 15:42
Fækkun ferðamanna dregur úr bjórsölu
Samdráttur er í sölu bjórs vegna fækkunar ferðamanna. Stærri ferðamannastaðir eru augljóslega að kaupa minna, segir Gunnar B. Sigurgeirsson aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar.
14.06.2019 - 11:41
Viðtal
„Þetta var bara viðbjóðslega vont“
Í dag eru 30 ár liðin frá því bjór var leyfður aftur á Íslandi og af því tilefni hefur pönksveitin Fræbbblarnir bruggað sinn eigin bjór í samstarfi við Borg, en hann nefnist einfaldlega Bjór! eftir samnefndu lagi Fræbbblanna frá 1981.
01.03.2019 - 17:45
Kastljós
„Það myndaðist ákveðin múgæsing“
Þrjátíu ár eru á morgun liðin frá því að bjórbanni var aflétt á Íslandi. Á meðal sumir hlökkuðu til kviðu aðrir því að aflétting bjórbanns myndi stuðla að aukinni drykkju Íslendinga. Fjallað var um málið í Kastljósi kvöldsins.
28.02.2019 - 20:30
 · Kastljós · Bjór
Brugga bjór úr gömlu brauði
Velska brugghúsið Tiny Rebel Brewery hóf fyrir stuttu framleiðslu á fremur óvenjulegum bjór. Í stað þess að nota hefðbundið malt er ölið bruggað úr gömlu, óseldu brauði úr versluninni Iceland. Með þessu vilja ölgerðarmennirnir vekja athygli á matarsóun og fá fólk til þess að prófa sig áfram með frumlegar lausnir í þeim efnum.
24.07.2018 - 11:57
CO2 skortur - Framleiðsla á bjór dregst saman
Framleiðendur bjórs og óáfengra gosdrykkja horfa fram á skort á fljótandi koltvísýringi á næstunni með þeim afleiðingum að framleiðslan kann að stöðvast. Fyrirtækið Ei Group í Bretlandi, sem á og rekur 4.500 bjórkrár ætlar að draga úr framboði á bjórtegundum þar sem nokkrar tegundir eru að ganga til þurrðar.
27.06.2018 - 14:31
Brugga bjór með kókosbollum
24.05.2018 - 09:00
 · RÚV núll · rúv núll efni · Bjór · Brugg