Færslur: bjarni benediktsson

Yfirgnæfandi stuðningur við Katrínu
Katrín Jakobsdóttir nýtur yfirgnæfandi stuðnings landsmanna til að gegna embætti forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Maskínu.
Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
„Þurfum engar kanínur eða uppblásin kosningaloforð“
„Við erum ekki komin hingað í dag til þess að draga upp einhverjar kanínur úr hatti og segja abrakadabra þetta ætlum við að gera. Við erum þekkt fyrir stefnufestu, einföld mál, trú á einstaklinginn og við berjumst gegn óþarfa ríkisafskiptum, “ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á stefnumótunarfundi flokksráðs og formanna flokksins síðdegis í dag.
Þarf átak til að manna viðkvæmustu deildirnar
Fjármálaráðherra tekur undir að mikið brottfall úr heilbrigðisstéttum megi að hluta rekja til launakjara. Það skýri hins vegar ekki mönnunarskort á gjörgæsludeildum.
Sjá hraðpróf sem lykilinn að opnara samfélagi
Hraðpróf eru lykillinn að opnara samfélagi að mati forsætis- og fjármálaráðherra. Þau geta bæði skapað rými fyrir stærri viðburði og dregið úr íþyngjandi sóttkvíarkröfum þegar smit kemur upp í skólum.
Eigum að geta endurheimt eðlilegt líf
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að staðan hér á landi í baráttunni gegn kórónaveirunni gæfi tilefni til bjartsýni varðandi framhaldið.
Hafa ekki áhyggjur af mótmælum gegn bólusetningu
Mótmæli fyrir utan bólusetningastöðina við Suðurlandsbraut vöktu mikla athygli í síðustu viku. Mótmælin voru fámenn en hávær og fóru fram þegar þungaðar konur á höfuðborgarsvæðinu höfðu verið boðaðar í bólusetningu.
Viðtal
Bólusetning sé „grundvöllur að frelsinu“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það mikla varúðarráðstöfun að grípa til samkomutakmarkana nú þegar svo stór hluti þjóðarinnar er bólusettur. Hann segir ríkisstjórnina hafa hlustað á áhyggjur sóttvarnayfirvalda af fjölgun smita og gripið inn í. 
Netverslun með áfengi „frábær viðbót“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar netverslun með áfengi og segir hana frábæra viðbót. Hann segir gildandi löggjöf um áfengisverslun tímaskekkju sem tímabært sé að endurskoða.
Ísland stóðst COVID-storminn betur en flestar þjóðir
Ísland stóð storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Fjármálaráðherra segir að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur.
Lögreglumenn óska eftir skýringum á úrskurði nefndar
Landssamband lögreglumanna hefur sent erindi til Persónuverndar og Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna úrskurðar nefndarinnar um það sem gerðist í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Erindin eru tvö og snúa annars vegar að því hvort Persónuvernd telji vinnubrögð nefndarinnar samræmast lögum og hins vegar hvers vegna nefndin vann úrskurð sinn eins og raun bar vitni. Lögmaður sambandsins sendi erindin í vikunni og hafa þau verið móttekin.
Spurði lögreglustjóra um afsökunarbeiðni á aðfangadag
Dómsmálaráðherra innti lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir afsökunarbeiðni í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars.
Sjónvarpsfrétt
„Næstum því ritskoðun á hugsunum lögreglumanna”
Formaður Landssambands lögreglumanna segir niðurstöðu eftirlitsnefndar um Ásmundarsalarmálið líkjast ritskoðun á því sem lögreglumenn hugsa. Hann furðar sig á þeirri ítarlegu meðferð sem málið fékk hjá nefndinni, sem telur einkasamtal tveggja lögreglumanna í salnum á þorláksmessu ámælisvert.
Um 24 þúsund hluthafar að loknu hlutafjárútboði
Hluthafar í Íslandsbanka verða um 24 þúsund eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Ekki eru fleiri hluthafar í nokkru skráðu fyrirtæki á Íslandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Segjast ganga óbundin til kosninga með undantekningum
Fulltrúar þeirra flokka sem eiga sæti á þingi veltu upp mögulegu stjórnarmynstri í Silfrinu í morgun. Flest sögðust ganga óbundin til kosninga í haust en þó voru undantekningar á því. 
Viðtal
Afleiðingar faraldurs, atvinna og jöfnuður til umræðu
Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust. Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fulltrúar flokkanna á þingi í Silfrinu
Í Silfrinu mætast formenn eða fulltrúar flokkanna sem eiga sæti á þingi hjá Agli Helgasyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur. Þar verður sleginn upptaktur fyrir komandi kosningar í haust og rætt um áherslur í stjórnmálunum.
Bjarni um Samherjamál: „Menn ganga mjög langt“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki vera ánægður með að stórir öflugir aðilar í fyrirtækjarekstri beiti sér af fullum krafti í fjölmiðlaumfjöllun sem þeir eru ósáttir við.
25.05.2021 - 15:16
Stendur ekki í vegi laga um hálendisþjóðgarð
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir að taka verði tillit til ábendinga sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila þegar kemur að því að ákveða hvort frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður að lögum. Í stjórnarsáttmála gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að slíkur þjóðgarður yrði að veruleika. Bjarni segist ekki ætla að standa í vegi fyrir því að frumvarpið verði að lögum. 
Myndskeið
Auðveldara að rækta sumarblóm en að stjórna covid
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé ekki hægt að stjórna útbreiðslu COVID-19 eins og að rækta sumarblóm. Hann er ánægður með þær ráðstafanir sem er að finna í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra.
Bjarni vill að ríkið fái fullt forræði yfir Auðkenni
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkið öðlist fullt forræði yfir auðkenni, fyirrtækinu sem gefur út rafræn skilríki. Ríkið standi nú í viðræðum um kaup á fyrirtækinu, en heimild er til þess í fjárlögum. 
28.03.2021 - 12:27
Lokaatlagan í glímunni við faraldurinn er framundan
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir baráttuna við heimsfaraldur vera eins og að klífa mjög hátt fjall. Straumhvörf séu um þessar mundir með bólusetningum og leiðarendinn nálgist. Á síðari hluta ársins taki því við allt annar veruleiki. 
Myndskeið
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
Kastljós
Segist hvorki hafa brotið lög né hagað sér gáleysislega
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki geta skrifað upp á það að með því að mæta á sölusýningu á Þorláksmessukvöld hafi hann hegðað sér gáleysislega. Bjarni var samkvæmt dagbók lögreglu gripinn á Þorláksmessukvöld í samkvæmi þar sem sóttvarnalög voru brotin. Gestir voru þar talsvert ölvaðir og föðmuðust og kysstust þegar samkvæmið var leyst upp. Þar voru 40-50 manns. Nú hefur verið kallað eftir afsögn fjármálaráðherra en hann ætlar ekki að segja af sér.
28.12.2020 - 20:56
Ótækt að Alþingi sé ekki opið þegar mikið liggur við
Það er ótækt að Alþingi, umræðuvettvangur þingmanna, standi þeim ekki opið þegar mikið liggur við. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar sem hyggst ítreka beiðni sína um að þing komi saman vegna máls Bjarna Benediktssonar.
28.12.2020 - 14:12