Færslur: Bjarki Þór Jónsson

Sýndarveruleiki og framtíð tölvuleikja
Bjarki Þór Jónsson rýnir í framtíð tölvuleikja. „Með sýndarveruleikabúnaði getur spilarinn á einu augnabliki yfirgefið raunheima og birst í stafrænum leikjaheimi. Hann er innan leikjaheimsins, hvert sem litið er, og ef leikurinn og sýndaveruleikabúnaðurinn er vandaður er auðvelt að gleyma stað og stund.“
Ókeypis tölvuleikur sem malar gull
Fortnite: Battle Royale hefur á undanförnum mánuðum orðið einn allra vinsælasti tölvuleikur heims. Leikurinn kom út í lok síðasta árs og er nú með meira en 45 milljón spilara víðsvegar um hnöttinn. Þrátt fyrir að vera bannaður innan 12 ára hefur Fortnite umfram allt slegið í gegn hjá börnum og ungmennum, og ólíkt því sem oft er staðreyndin með tölvuleiki, ekki síður hjá stelpum en strákum.