Færslur: Bjarkarhlíð
Umræðan ýfir upp gömul sár og fleiri leita hjálpar
Aðsókn hefur stóraukist í þjónustu Stígamóta eftir að ný #metoo-bylgja leit dagsins ljós í síðustu viku og það sama má segja um aðsókn í þjónustu Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir ljóst að umræðan hafi mikil áhrif á fjölda fólks og ýfi gjarnan upp gömul sár.
10.05.2021 - 21:25
Binda vonir við nýja löggjöf í baráttunni gegn mansali
Þótt lögregla telji að mansal sé útbreitt hér á landi hefur aðeins eitt slíkt mál endað með sakfellingu. Bundnar eru vonir við að ný löggjöf hjálpi til við rannsókn slíkra mála.
19.04.2021 - 19:15
Erlendur maður var fangi í marga mánuði á veitingastað
Dæmi eru um að fólk hafi reynt að nýta sér fjölskyldusameiningu til að smygla fólki hingað til lands og í fyrra var erlendum karlmanni haldið föngnum í marga mánuði á veitingastað í Reykjavík þangað til samlandar hans komu honum til bjargar. Þrettán mansalsmál hafa komið inn á borð Bjarkarhlíðar síðan í fyrrasumar.
17.04.2021 - 19:09
„Ég sagði engum frá og upplifði mikla skömm“
Í þrettán ár segist Jenný Kristín Valberg hafa upplifað sig sem ófullkomna manneskju því hún hafi ekki áttað sig á því að hún væri í ofbeldissambandi sem hún að lokum flúði. Hún segir algengt að gerandi setji sjálfan sig í fórnarlambshlutverk í sambandinu og sannfæri brotaþola um að ofbeldið sé honum sjálfum að kenna, sem veldur því að það tekur oft tíma að átta sig og leita sér aðstoðar.
31.03.2021 - 12:10
Öll fórnarlömb mansals eiga rétt á aðstoð
Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð fagnar breytingatillögu dómsmálaráðherra varðandi mansalsákvæði almennra hegningarlaga.
27.02.2021 - 12:00
Neyðarsími Bjarkarhlíðar nýttist vel um páskana
Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, opnaði sérstakan neyðarsíma yfir páskana til að bregðast við aukinni hættu á heimilisofbeldi í samkomubanni. Nokkuð var um símtöl, bæði frá þolendum ofbeldis og aðstandendum þeirra.
14.04.2020 - 10:33
„Maður á von á mesta skellinum þegar þessu lýkur“
Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, segir að starfsfólk þar geri ráð fyrir að fá holskeflu mála á sitt borð þegar samkomubanni líkur. Opnaður verður sérstakur neyðarsími fyrir þolendur ofbeldis yfir páskana.
08.04.2020 - 16:05