Færslur: Bjarg íbúðarfélag

Næsta skref í íbúðauppbyggingu
„Það var í raun og veru verið að taka næsta skref núna í íbúðauppbyggingu þar sem VR ríður á vaðið að byggja húsnæði sem er fyrir hinn almenna félaga, leiguhúsnæði, óháð tekjumörkum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um rammasamning sem hún, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag.
23.05.2022 - 18:27
Hafa þurft að skila stofnframlögum vegna lóðaskorts
Bjarg íbúðafélag hefur þurft að skila inn stofnframlögum vegna þess að lóðir þar sem byggja átti eru ekki tilbúnar. Formaður VR segir lóðaskort standa í vegi fyrir uppbyggingu nýrra íbúða og kallar eftir aðgerðum í húsnæðismálum.
1400 á biðlista hjá Bjargi eftir hagkvæmri leigu
Rúmlega 1400 eru á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi íbúðafélagi. Þrátt fyrir hraða uppbyggingu síðustu ár lengist listinn þar sem þörfin fyrir hagstætt húsnæði var og er mikil. Framkvæmdastjóri Bjargs segir sífellt fleiri sveitarfélög sækjast eftir samstarfi.
07.01.2022 - 16:03
Bjarg lækkar leigu um allt að 35 þúsund
Íbúðafélagið Bjarg ætlar lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá og með 1. september næstkomandi og nemur lækkunin allt að 35.000 kr. á mánuði. Íbúðafélagið er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.