Færslur: Birna Brjánsdóttir

Vinsælt glæpahlaðvarp fjallar um morðið á Birnu
Í nýjasta þætti Crime Junkie, eins vinsælasta glæpahlaðvarps í heimi, er fjallað um morðið á Birnu Brjánsdóttur. Í á annað hundrað þáttum í hlaðvarpsröðinni hefur verið fjallað um sakamál af ýmsum toga víða um heim.
06.07.2020 - 11:25
Thomas Møller Olsen fluttur úr landi
Thomas Møller Olsen, sem var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, var fluttur til Danmerkur á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að dönsk yfirvöld féllust á að taka við honum. Leyfið frá Danmörku fékkst þriðjudaginn 1.október og flutti stoðdeild ríkislögreglustjóra hann úr landi þremur dögum síðar.
Hæstiréttur hafnar kröfu Thomasar Møller
Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu Thomasar Møller Olsen um að taka mál hans fyrir. Thomas var sakfelldur fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og hlaut 19 ára dóm. Ákvörðun Hæstaréttar þýðir að þar með er málinu er lokið. Ekki liggur fyrir hvort Thomas Møller muni í framhaldinu óska eftir því að fá að afplána dóm sinn á Grænlandi en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúm tvö ár.
Hefðu mátt vanda orðfæri í yfirheyrslum
Lögreglan hefði mátt vanda orðfæri í yfirheyslum yfir Tómasi Möller Olsen, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Landsréttur telur að lögreglumenn hafi verið ágengir við yfirheyrslur.
Vill að dómurinn yfir Thomasi verði ómerktur
Verjandi Thomasar Möller Olsen ætlar að krefjast þess í málskotsbeiðni sinni til Hæstaréttar að dómur Landsréttar yfir honum í dag verði ómerktur. Hann segir að málsmeðferðin hafi verið hroðvirknisleg og brot á réttlátri málsmeðferð.
Dómurinn gagnrýnir yfirheyrslur yfir Thomasi
Landsréttur gagnrýnir lögregluna í dómi sínum fyrir hvernig staðið var að yfirheyrslum yfir Thomasi Möller Olsen eftir fyrstu skýrslutökuna. Landsréttur telur að aðferðir lögreglunnar hafi verið í andstöðu við reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna en þar er brýnt fyrir lögreglumönnum að þeir skuli ávallt sýna sakborningi kurteisi og gæta þess að vera alltaf rólegir og tilitssamir. Landsréttur segir engan raunhæfan möguleika á sakleysi Thomasar þegar öll sönnunargögn málsins séu skoðuð.
Thomas reynir líklega við Hæstarétt
Thomas Möller Olsen mun líklega sækja um leyfi til Hæstaréttar um að dómstóllinn taki mál hans fyrir. Þetta sagði Björgvin Jónsson, verjandi hans, við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem hann hefði ekki enn séð dóm Landsréttar. Jón H.B. Snorrason, sem mætti fyrir hönd ríkissaksóknara, vildi heldur ekki tjá sig fyrr en hann hefði séð dóminn.
Dómur yfir Thomasi staðfestur í Landsrétti
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóm Reykjaness yfir Thomas Möller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Thomas var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Thomas var í héraðsdómi dæmdur í nítján ára fangelsi en það er með þyngstu refsidómum sem hafa verið kveðnir upp hér á landi. Þá voru einkaréttakröfur foreldra Birnu einnig staðfestar.
Krefst sýknu eða dóms fyrir hlutdeild í broti
Réttarhaldi í Landsrétti í máli ríkisins gegn Thomasi Möller Olsen lauk nú skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Réttarhaldið dróst mjög á langinn og stóð í tæpa þrettán tíma. Ákæruvaldið krefst þess að nítján ára dómur úr héraði fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnasmygl verði staðfestur.
Myndskeið
Saksóknari hafnar skýringum Thomasar
Thomas Möller Olsen, sem var dæmdur fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í héraðsdómi, hélt sig í Landsrétti í dag við fyrri framburð um að skipsfélagi hans, Nikolaj Olsen, hefði líklega orðið Birnu að bana.
Rannsóknarlögreglumaður: „Ákærði veit þetta“
Leifur Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði óumdeilt að rauða Kio Rio bílnum, sem Thomas Möller hafði á leigu, hefði verið ekið 319 kílómetra. Lögreglu hefði reynst erfitt að kortleggja ferðir bílsins þar sem Thomas Möller hefði ekki verið samstarfsfús og ekki viljað greina lögreglu frá því hvaða leiðir hann fór.
Thomas Möller hélt sig við sinn fyrri framburð
Thomas Möller Olsen, sem var dæmdur fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hélt sig við sinn fyrri framburð um að skipsfélagi hans, Nikolaj Olsen, hefði líklega orðið Birnu að bana. Nikolaj sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sagði í skýrslutöku fyrir héraðsdómi á sínum tíma að hann myndi lítið eftir atburðum næturinnar vegna ölvunar. Verjandi Thomasar óskaði ekki eftir því að Nikolaj gæfi skýrslu fyrir Landsrétti.
Aðalmeðferð í máli Thomasar Möller hefst í dag
Aðalmeðferð í máli Thomasar Möller Olsen hefst í Landsrétti í dag en hann var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnasmygl. Thomas Möller mun gefa skýrslu fyrir dómi og þá verða símaskýrslur teknar af tveimur vitnum. Fjölmiðlum er bannað að segja frá skýrslutökunum fyrr en þeim er öllum lokið.
Aðalmeðferð í máli Thomasar Möller 29. október
Aðalmeðferð Landsréttar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen verður mánudaginn 29. október, réttum þrettán mánuðum eftir að hann var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnasmygl. Olsen áfrýjaði dómnum og fór undirbúningsþingald fram í Landsrétti hinn 20. september síðastliðinn.
Telur Birnu hafa verið komið fyrir í Ölfusá
Líkama Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í Ölfusá við Óseyrarbrú og rak þaðan á einni viku í vesturátt upp í fjöru skammt vestan við Selvogsvita, þar sem hann fannst 20. janúar í fyrra. Þetta er niðurstaða haffræðings sem var kvaddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að meta hvar líklegast væri að Birnu hefði verið komið fyrir að teknu tilliti til hafstrauma, veðurfars, landslags og fleira.
„Morðið sem skók Ísland“
Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur, segist í samtali við breska dagblaðið The Guardian, margsinnis hafa velt því fyrir sér hvort rétt sé að bíða í 24 tíma með að leita að týndu fólki. Haft er eftir honum að hann sé stoltur af rannsóknarvinnu lögreglu en að hann vildi óska að lögreglan hefði brugðist fyrr við beiðni móður Birnu um að leit skyldi hafin að henni.
12.04.2018 - 08:56
Skipverjar létu leggja blómsveig á leiði Birnu
Skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq létu fyrr í þessum mánuði leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur. Kransinn var fluttur hingað til lands í febrúar í tengslum við áhafnaskipti á togaranum og í byrjun mars var hann svo lagður á leiði Birnu í nafni skipverjanna.
20.03.2018 - 13:46
Fær ekki gögn úr máli Thomasar Møllers
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kröfu manns sem vildi fá aðgang að tilteknum gögnum og upplýsingum varðandi rannsókn sakamál gegn Thomasi Møller Olsen hjá embætti héraðssaksóknara. Nefndin segir í úrskurði sínum að upplýsingalög gildi ekki um rannsókn sakamála né saksókn.
Thomas fyrir Landsrétt vegna kröfu um matsmann
Allar líkur eru á því að áfrýjun Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fari fyrir Landsrétt en ekki Hæstarétt. Áfrýjunin hefði að öllum líkindum fengið flýtimeðferð fyrir Hæstarétti ef ekki hefði komið fram beiðni frá verjanda Thomasar um dómkvaðningu matsmanns.
Viðtal
Óvarfærin umfjöllun var aðstandendum erfið
Sigurlaug Hreinsdóttir, eða Silla, móðir Birnu Brjánsdóttur, segist hafa upplifað endurtekið áfall vegna óvarfærinnar fjölmiðlaumfjöllunar við aðalmeðferð í dómsmálinu yfir Thomasi Möller Olsen. Hún segir að umfjöllun um málið sé nauðsynleg, en það skipti miklu fyrir aðstandendur hvernig sú umfjöllun er sett fram.
11.10.2017 - 18:59
Thomas áfrýjar dómnum til Hæstaréttar
Thomas Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot, hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að ef ekki verður búið að dæma í málinu í Hæstarétti fyrir áramótin fari það fyrir Landsrétt.
Telur vafa leika á lögmæti handtöku Olsen
Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild HR, telur vafa leika á lögmæti handtöku Thomasar Möllers Olsens, morðingja Birnu Brjánsdóttur, um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Héraðsdómur hefði átt að taka afstöðu til þess þáttar, en hafi ekki gert.
Móðir Birnu: Minningin gefur mér tilgang
Birna Brjánsdóttir trúði ávallt á það góða í fólki. Hún var einlæg og hispurslaus og fólki leið vel í návist hennar. Móðir Birnu segir mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um Birnu af virðingu og kenni dómsmálið yfir Thomasi Möller Olsen ekki við Birnu.
30.09.2017 - 16:33
Líklega 17 ár fyrir morð og 2 ár fyrir smygl
Varahéraðssaksóknari telur að Thomas Möller Olsen, banamaður Birnu Brjánsdóttur, hafi fengið þyngri dóm fyrir manndráp en fordæmi hafi verið fyrir síðustu ár. Lítil áhersla er lögð á smyglið í dómi Héraðsdóms yfir Thomasi.
Thomas hafði losnað úr fangelsi mánuði áður
Thomas Møller Olsen, sem var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, losnaði úr fangelsi tæpum mánuði áður en hann kom til Íslands með grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar. Thomas var dæmdur í árs fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot í Landsrétti Grænlands í september árið 2015 og var látinn laus 12. desember 2016.