Færslur: Birgitta Haukdal

Nýtt jólalag með Birgittu Haukdal og Þórólfi Guðnasyni
Þórólfi Guðnasyni er augljóslega margt til lista lagt. Auk þess að gegna starfi sóttvarnalæknis er Þórólfur öflugur söngvari. Í þetta sinn syngur hann dúett ásamt stórstjörnunni Birgittu Haukdal.
25.12.2020 - 11:21
Stór stund þegar Birgitta dressaði alla í loðlegghlífar
„Þetta var ekki útpælt, guð minn góður. Ég veit ekki hvar sá stílisti væri í dag,“ segir Birgitta Haukdal um klæðaburð og útlit hennar og annarra hljómsveitarmeðlima Írafárs, sem var ein vinsælasta hljómsveit landsins á gullaldarárum sveitaballabandanna.
30.05.2020 - 14:54
Poppkorn
„Þið skuldið þessum leikurum 5.000 krónur á haus“
Myndbandið við lagið Lífið með hljómsveitinni Írafár er viðfangsefni þáttarins Poppkorn í kvöld. Birgitta Haukdal segir frá tilurð myndbandsins og tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson, sem lék aðalhlutverkið, ljóstrar því upp í léttum dúr að aukaleikarar í myndbandinu hafi aldrei fengið greitt fyrir vinnu sína, þrátt fyrir fögur fyrirheit.
27.03.2020 - 17:30
Viðtal
Birgitta Haukdal snýr aftur
Birgitta Haukdal hefur gefið út nýtt lag í samstarfi við upptökustjórateymið September sem er skipað þeim Eyþóri Úlfari Þórissyni og Andra Þór Jónssyni. Þetta er hennar fyrsta lag frá árinu 2011.
30.08.2019 - 11:54
Lifði á kornflexi og frosnum frönskum
Birgittu Haukdal ætti hvert mannsbarn í landinu líklega að kannast við. Hún var mánudagsgestur í Núllinu og fór yfir ferilinn, allt frá upphafinu í ABBA-sýningu á Broadway til endurkomu aldarinnar á Þjóðhátíð í fyrra og risatónleikanna í Hörpu fyrir tveimur vikum síðan.
12.06.2018 - 08:55
Birgitta - Purple og Oasis
Birgitta Haukdal er gestur þáttarins að þessu sinni. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína um kl. 21 og spilar af henni tvö lög.
18.05.2018 - 17:34