Færslur: Birgir Þórarinsson

Miðflokkskona á þing fyrir Sjálfstæðismann
Tveir varaþingmenn taka sæti á Alþingi í dag. Annar þeirra er Erna Bjarnadóttir úr Miðflokki sem tekur sæti Birgis Þórarinssonar úr Sjálfstæðisflokki. Birgir var kosinn á þing fyrir Miðflokkinn í kosningum síðasta haust en sagði fljótlega skilið við flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þar með fækkaði þingmönnum Miðflokksins úr þremur í tvö en nú verða þeir þrír um skeið.
Sjónvarpsfrétt
Átakanlegt að sjá munaðarlaus börn og örkumla menn
Flugbann yfir Úkraínu er nauðsyn að dómi Birgis Þórarinssonar þingmanns sem verið hefur í Lviv í Úkraínu síðustu daga. Átakanlegt er að sjá munaðarlaus börn og unga menn sem orðnir eru örkumla eftir innrás herja Putins að hans sögn.
Fimm ættliðir prýða altaristöfluna í kirkju Birgis
„Þetta er kirkjusöguleg hefð á Íslandi, fram undir miðja 18. öld, að mála heimilisfólkið á altaristöflur,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um altaristöfluna í kirkjunni sem hann lét byggja á Vatnsleysuströnd.
12.10.2021 - 21:51
Myndskeið
Talaði sem minnst um kosningaloforð Miðflokksins
Birgir Þórarinsson sat sinn fyrsta þingflokksfund sem verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann var ánægður með vistaskiptin enda sagðist hann hafa átt erfitt uppdráttar innan Miðflokksins.
Gunnar Bragi birtir tövupóstinn sem Birgi sárnaði
Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, sendi þann tölvupóst sem Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, segir að hafi gert útslagið og orðið til þess að hann ákvað að skipta yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi greindi frá þessu í lokuðum Facebook-hópi Miðflokksmanna.
Segir efni tölvupósts ekki hafa beinst gegn Birgi
Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa orðið vör við að unnið hafi verið gegn Birgi Þórarinssyni. Birgir sjálfur segir að unnið hafi verið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar. 
Viðtal
Segir Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun
Birgir Þórarinsson, sem fór úr Miðflokknum og gekk í raðir Sjálfstæðismanna á dögunum, segir fjölmiðla hafa gengið langt í gagnrýni sinni um vistaskiptin. Birgir segir varaþingmanninn Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar.
Flokkaskipti Birgis fordæmalaus
Birgir Þórarinsson er fyrsti þingmaðurinn í sögu lýðveldisins til að skipta um þingflokk áður en þing kemur saman eftir kosingar. Enn er óvíst hvort Erna Bjarnadóttir fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
11.10.2021 - 22:27
Segja vistaskipti Birgis óvenjuleg og orka tvímælis
Vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins í Sjálfstæðisflokkinn eru óvenjuleg og orka tvímælis að mati formanna Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það hafa komið sér á óvart þegar Birgir bauð þingflokknum krafta sína en segir ólíklegt að þessi viðbót í þingflokkinn hafi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður flokkanna.
Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta eru svik við flokkinn og ég er flokksmaður“
Þingmann Miðflokksins grunar að Birgir Þórarinsson hafi ígrundað flokkaskipti fyrir alþingiskosningarnar. Formaður flokksins kveðst ekki hafa náð sambandi við varaþingmanninn í Suðurkjördæmi. Það sé þó brýnt. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð flokksins.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Harma stöðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Miðflokksfélag Suðurkjördæmis harmar þá stöðu sem flokkurinn er kominn í í kjördæminu eftir að Birgir Þórarinsson sagði sig úr flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnin er þó einhuga um að horfa til framtíðar í stað þess að dvelja við það sem liðið er. Þetta kemur fram í ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.
Klaustursmálið ýtti Birgi úr Miðflokknum
Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum þingkosningum, hefur sagt skilið við flokkinn og er genginn til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Birgir staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, sem og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá 17 þingmenn, en þingflokkur Miðflokksins telur nú aðeins tvo. 
Vill að Ísland viðurkenni sjálfstæði Nagorno Karabakh
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að Ísland viðurkenni sjálfstæði héraðsins Nagorno Karabakh. Önnur ríki myndi þá fylgja í kjölfarið, alþjóðasamfélagið vakna til lífsins og þannig komið í veg fyrir þjóðarmorð í héraðinu.