Færslur: Birgir Dýrfjörð

Hættur í Samfylkingarnefnd vegna ósættis um alkahólisma
Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í tilkynningu segir hann ástæðuna vera „ódæðisverk gegn óvirkum alkahólistum” og vísar þar til ósættis sem hefur blossað upp vegna umræðna um Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins. Uppstillingarnefndin setur saman framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Birgir er sömuleiðis í flokksstjórn Samfylkingarinnar.