Færslur: Birgir Ármannsson

Búast við skýrslunni um mánaðamótin
Búist er við að Ríkisendurskoðandi skili skýrslu, um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka, til Alþingis um mánaðamótin. Þetta segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, við fréttastofu.
Reyna að fækka þingmálum eins og kostur er
Minnisblað sóttvarnalæknis er væntanlegt til heilbrigðisráðherra fyrir hádegi. Núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ellefu smit hafa greinst á Alþingi, hjá þingmönnum, varaþingmanni og starfsmönnum. Því verður aðeins stuttur þingfundur í dag sem hefst klukkan níu, með eitt mál á dagskrá, varaþingmenn að sverja drengskaparheit. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að þingmálum verði fækkað eins og unnt er í ljósi ástandsins. Vegna fjölda smita verða nefndarfundir rafrænir.
20.12.2021 - 08:18
Sjónvarpsfrétt
Ekki hefðbundinn þingfundur á morgun vegna hópsmits
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greindi frá því í viðtali við fréttastofu í kvöld að ekki yrði hægt að halda hefðbundinn þingfund á morgun vegna hópsmits kórónuveirunnar. Hann segir standa til að funda á þriðjudag og þau reyni að haga skipulagi sínu svo þingstörfin raskist sem minnst vegna smitanna.
19.12.2021 - 19:53
Má ætla að annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu?
Fundur stendur nú á þingi, þar sem til stendur að afgreiða útgáfu kjörbréfa og um leið leiða til lykta talningarmál í Norðvesturkjördæmi.
Undirbúningsnefnd á minnst viku eftir
Gert er ráð fyrir að undirbúningskjörbréfanefnd muni starfa út næstu viku hið minnsta. Þetta segir Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar. Nefndin er langt á veg komin með gagnaöflun, sem snýst að mestu um að varpa ljósi á talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Vonast til að lögreglugögn varpi ljósi á talningarmálið
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fengið gögn frá lögreglunni á Vesturlandi sem varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar vonast til að gögnin varpi ljósi á atburðarásina. 
Fjórir af fimm sem duttu út hafa kært niðurstöðu
Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í nýliðnum alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Vopnaburður og valdheimildir lögreglu rædd í þinginu
Þingmenn ræddu rannsóknar- og valdheimildir auk vopnaburðar lögreglu í umræðum um störf þingsins í dag. Kveikja umræðnanna var skotárás sem leiddi til bana manns á laugardagskvöldið.
Mesti samdráttur frá 1920, sagði Birgir
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks vakti athygli á hagspá ASÍ í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun.