Færslur: Bíóást

Bíóást
Ofbeldisfull bílamynd sem fær próflausa til að bráðna
Það er mikilvægt að hafa rétt stilltar væntingar áður en horft er á kvikmyndina Drive, segir Kamilla Einarsdóttir rithöfundur. Myndin er í Bíóást á RÚV í kvöld.
10.04.2021 - 11:59
„Konurnar sem þeir eru skotnir í eru líka með hrukkur“
Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona sá kvikmyndina The Sting, eða Gildruna, í leikstjórn George Roy Hill fyrir akkúrat 24 árum þegar hún og maðurinn hennar voru nýbyrjuð að rugla saman reytum. „Við vorum auðvitað bara í ástarbrími þarna fyrst,“ rifjar Hallveig upp. Gildran er í Bíóást á RÚV í kvöld.
Bíóást
„Ég grét og grét og mamma og pabbi líka“
Foreldrar Maríu Reyndal leikstjóra skildu fjórum árum eftir að hún horfði á Kramer vs. Kramer með þeim. Myndin fjallar um skilnað og minnist hún þess að það hafi tekið á fyrir alla fjölskylduna að horfa á hana í bíó. Kramer vs. Kramer er í Bíóást í kvöld.
Forsetinn sem skildi eftir opið sár á þjóðarsálinni
„Þetta er ein af þeim myndum sem fjölmiðla- og stjórnmálanördar eins og ég bara bíða eftir,“ segir Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi um kvikmyndina Frost Nixon. Myndin er í Bíóást í kvöld á RÚV.
31.10.2020 - 14:00
„Maður sekkur inn í þennan heim og trúir honum“
Kvikmyndagerðarmaðurinn Þorsteinn Gunnar Bjarnason sá myndina Oh Brother Where Art Thou þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum um síðustu aldamót. George Clooney verður á skjám landsmanna í kvöld þegar myndin, sem byggir lauslega á Ódysseifskviðu Hómers, verður sýnd í Bíóást.
15.02.2020 - 12:23
Bíóást
Margar atrennur frá breyskleika til góðmennsku
„Groundhog Day hafið svipuð áhrif á mig og Simpsons. Það var svo mikið af góðum setningum, sem lifa með manni,“ segir teiknarinn og tónlistarkonan Lóa Hjálmtýsdóttir um kvikmyndina Groundhog Day sem verður sýnd í Bíóást í kvöld.
01.02.2020 - 13:00
Bíóást
Fyrirlitlegur iðnjöfur verður hetja og bjargvættur
„Það var mjög óvenjulegt að fá svart-hvítar myndir frá Hollywood á þessum árum, og hún sækir allan myndstíl sinn til svart-hvítu kvikmyndanna,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson um myndina Schindlers List sem sýnd verður í Bíóást á RÚV í kvöld.
25.01.2020 - 14:46
Bíóást
Nefndi hundinn í höfuðið á teiknimyndapersónu
Það er kannski ekki tilviljun að sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn Baldursson og rannsóknarblaðamaðurinn Tinni eru svipaðir í klæðaburði. Gísli, sem er augljóslega mikill aðdáandi Tinna, varð heldur ekki fyrir vonbrigðum með kvikmyndina um ævintýri hans sem sýnd er í Bíóást á RÚV á laugardagskvöld.
17.01.2020 - 11:22
Bíóást
Hápunktur blómatíma teiknimyndanna
„Maður fattaði strax að þarna var eitthvað mjög sérstakt á ferðinni,“ segir Felix Bergsson um teiknimyndina Konung ljónanna. Myndin verður sýnd í Bíóást á RÚV en Felix talsetti aðalpersónu myndarinnar á sínum tíma.
11.01.2020 - 11:03
Bíóást
Hasarmynd með hjarta og góðum skylmingaatriðum
„Ég gekk út hreinlega í leiðslu, það var eitthvað mjög sérstakt sem átti sér stað,“ segir Þór Breiðfjörð um þegar hann sá fyrst hina ódauðlegu ævintýramynd frá áttunni, Highlander, sem sýnd verður í Bíóást á RÚV á laugardagskvöld.
07.12.2019 - 10:34
Bíóást
„Fólk gerir ekki ráð fyrir að hún sé hættuleg“
„Ég held við þorum ekki öll að vera svona stór karakter eins og hún en það væri skemmtilegt að læra svolítið af henni,“ segir Bára Halldórsdóttir aktívisti um Erin Brockovich. Samnefnd kvikmynd með Juliu Roberts í aðalhlutverki er sýnd á RÚV 20:50 á laugardagskvöld.
Bíóást
Einstaklega vel leikin mynd um áráttu-þráhyggjuröskun
„Það kom engin önnur mynd til greina,“ segir sálfræðingurinn Kristján Guðmundsson um myndina As Good as it Gets sem hann hefur notað sem kennsluefni í skólatímum sínum um áráttu- og þráhyggjuhegðun. Myndin verður sýnd í Bíóást á RÚV í kvöld.
23.11.2019 - 09:10
Bíóást
Tíminn fer mjúkum höndum um Nútíma Chaplins
„Tíminn hefur verið þessari mynd afskaplega hliðhollur, þegar ég sá hana sem unglingur var ég ekki í nokkrum vafa að þarna væri meistaraverk á ferðinni,“ segir Karl Ágúst Úlfsson í Bíóást kvöldsins um Nútímann eftir Chaplin sem er frá árinu 1936.
Myndskeið
Heltekinn af hrifningu yfir John Travolta
„Það sem er merkilegt við myndina er fyrst og fremst John Travolta. Hann verður stórstjarna í þessari mynd með sinni ótrúlegu fegurð, hæfileikum og persónutöfrum,“ segir Jóhann G. Jóhannsson leikari sem fékk sjálfur að leika Tony nokkrum árum eftir að Travolta gerði hann ódauðlegan.
18.10.2019 - 15:12
Myndskeið
Ánægjulegt að kynhneigð Billy er ekki augljós
„Myndin gaf mér leyfi til að gera annað en aðrir voru að gera,“ segir Bergur Þórisson sem sá Billy Elliott þegar hann var sjálfur jafn gamall Billy í myndinni. Hann segir myndina tímalausa klassík sem á, að hluta til því miður, jafn vel við í dag og þegar hún var gerð.
12.10.2019 - 10:08
Myndskeið
Tárast enn yfir lokaatriðinu
Dansmyndin Flashdance frá árinu 1983 hafði djúp áhrif á Elmu Lísu Gunnarsdóttur leikkonu þegar hún sá hana fyrst tíu ára gömul. Líkt og Alex, aðalpersóna myndarinnar, þráði Elma að verða dansari með legghlífar og dilla sér við synþapopp.
05.10.2019 - 12:27
Myndskeið
Bíóást: Bill Murray stelur senunni
Kvikmyndin Tootsie hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur leikkonu. „Ég held að þetta sé mynd sem allir leikarar geti tengt við. „Eins og þegar Dustin Hoffman er að tala við umboðsmanninn sinn og hann sendir hann í Tomma tómat.“
31.05.2019 - 15:21
Viðtal
Bíóást: Blóð í svarthvítu er súkkulaðisýróp
Þegar Jóhannes Haukur Jóhannesson hóf leiklistarnám í Listaháskóla Íslands áttaði hann sig fljótt á að hann væri ekki viðræðuhæfur fyrr en hann hefði séð helstu stórmyndir kvikmyndasögunnar. Raging Bull í leikstjórn Martins Scorseses stóð upp úr af þeim myndum sem hann horfði á, en hann segir Robert De Niro hafa sýnt ótrúlega fórnfýsi fyrir hlutverkið.
23.05.2019 - 14:15
Viðtal
Konur sem eiga skilið að tekið sé eftir þeim
Kvikmyndin Steel Magnolias hafði mikil áhrif á Maríu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðing og leikkonu en hún lék sjálf í leikritinu sem myndin byggist á í uppsetningu bæjarleikhússins í Mosfellsbæ.
10.05.2019 - 10:43
Viðtal
Bíóást: Vakti strax sterk viðbrögð hjá mér
Leikstjórinn Reynir Lyngdal kolféll fyrir kvikmyndinni The Others. Hann hvetur fólk sem hefur séð myndina áður til að horfa í annað sinn, því vissir þræðir í henni verða ekki ljósir fyrr en við annað áhorf.
03.05.2019 - 13:34
Viðtal
Bíóást: „Takið eftir myndmálinu“
Jane Campion er eini kvenleikstjórinn sem hefur hlotið Gullpálmann á Cannes kvikmyndahátíðinni, en hann fékk hún fyrir kvikmyndina The Piano.
26.04.2019 - 13:38
Viðtal
Bíóást: Feðgarnir báðir í hlutverki Jesú
„Ég lék sjálfur Jesú í uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar árið 1995. Það hlutverk hafði alls engin áhrif á mig,“ grínast Pétur „Jesús“ Örn Guðmundsson tónlistarmaður. Kvikmyndin verður sýnd í Bíóást á föstudaginn langa.
19.04.2019 - 10:00
Bíóást: Hittir mann beint í hjartastað
Kvikmyndin Secrets & Lies er í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. „Ég sá hana veturinn '96-'97 og varð alveg hugfanginn eins og held ég margir sem hafa séð mynd eftir þennan snilldar leikstjóra.“
12.04.2019 - 10:08