Færslur: Bíó Paradís

Kvikmyndir
„Mér datt ekki í hug að þau myndu samþykkja þetta bull“
Ekki kemur til greina að gera framhald af kvikmyndinni Sódóma Reykjavík. Þetta segir Óskar Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, en um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan hún var frumsýnd. Óskar segist hafa orðið mjög hissa þegar myndin fékk framleiðslustyrk á sínum tíma, enda hafi hann sett „hvaða bull sem er“ í handritið. Tveir af aðalleikurunum í myndinni segjast hins vegar hafa fundið fyrir því á tökustað, að þau væru að skapa eitthvað einstakt og merkilegt.
Víðsjá
Gullmolar fá framhaldslíf í kvikmyndasal
Bíótek er nýtt verkefni á vegum Bíó Paradísar og Kvikmyndasafns Íslands þar sem sýndar verða sérvaldar íslenskar og norrænar kvikmyndir.
19.02.2022 - 14:31
Viðtal
Popp, kók og franskar bíómyndir í Bíó Paradís
Anna Margrét Björnsson upplýsingafulltrúi franska sendiráðsins segir einstakt fagnaðarefni að hægt sé að bjóða fólki að horfa á franskar kvikmyndir og fá sér popp og kók að gömlum sið í Bíó Paradís þessa dagana. Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir til 14. febrúar.
Bíó paradís vinnur að því að stofna eigin streymisveitu
Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.
Áskorun að halda RIFF í núverandi árferði
Það eru ýmsar hindranir í vegi fyrir því að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð eins og RIFF í miðjum heimsfaraldri, að sögn Maríu Ólafsdóttur fjölmiðlafulltrúa. Aðstandendur þurftu meðal annars að sleppa öllum hátíðlegum athöfnum, selja færri sæti í salina og flytja hluta hátíðarinnar yfir á internetið.
24.09.2020 - 12:54
RIFF kemur heim í stofu
RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins er hátíðin með öðru sniði en áður, hún mætir nú heim til áhugasamra, auk þess að fara um landið með bíóbíl. María Ólafsdóttir, kynningarfulltrúi hátíðarinnar segir að þetta fyrirkomulag verði hugsanlega til frambúðar. 
24.09.2020 - 12:34
Gagnrýni
Máttur söngsins, ósýnilegar hetjur og lifandi póstkort
Kvikmyndarýnir Lestarinnar skellti sér á kvikmyndahátíðina Skjaldborg í enduropnuðu Bíó Paradís síðustu helgi og segir okkur frá heimildarmyndunum Aftur heim?, Góða hirðinum og Hálfum álfi sem vann dómnefndarverðlaun hátíðarinnar.
Hálfur álfur og Er ást verðlaunaðar á Skjaldborg
Hálfur Álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaun og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur hlaut áhorfendaverðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem haldin var í Bíó Paradís um helgina.
21.09.2020 - 15:22
Menningin
Bíó Paradís opnar og Skjaldborg fer suður
Bíó Paradís lýkur upp dyrum sínum á nýjan leik eftir 5 mánaða lokun. Setning heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar markar nýtt starfsár hjá kvikmyndahúsinu, en hún fer vanalega fram á Patreksfirði. 
18.09.2020 - 10:34
Í skýjunum með handlagna velunnara Bíó Paradísar
Fjöldi sjálfboðaliða hefur um helgina mundað skiptilyklana í Bíó Paradís í Reykjavík. Bíóinu var lokað í vor þegar fyrirséð var að það réði ekki við hækkun á leiguverði. Nú hefur reksturinn verið tryggður og komið að því að takast á við uppsafnaðan viðhaldsvanda.
19.07.2020 - 12:17
Tók aldrei COVID-tímabilið í náttfötunum með Netflix
„Við kunnum okkur ekki læti,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar. Í gær var tilkynnt að kvikmyndahúsið yrði opnað aftur í september. Því var lokað fyrir nokkru vegna óvissu um leigu á húsnæði. Nýtt samkomulag við ríki og borg gerir kvikmyndahúsinu kleift að opna dyr sínar á ný.
03.07.2020 - 12:31
Bíó Paradís opnar aftur í haust
Bíó Paradís við Hverfisgötu hefur starfsemi að nýju í haust en því var lokað fyrir nokkru vegna óvissu um leigu á húsnæði. Nýtt samkomulag við ríki og borg gerir kvikmyndahúsinu kleift að opna dyr sínar á ný.
02.07.2020 - 12:48
Frumsýnir Húsmæðraskólann í Toronto
Stefanía Thors hafði ákveðnar hugmyndir um Húsmæðraskólann þegar hún ákvað að gera þar heimildamynd. Hugmyndirnar breyttust um leið og hún steig inn í skólann og á Covid-tímum dreymir hana um að kunna að gera sviðasultu og verða húsmóðir.
Morgunútvarpið
Grátlegt að geta ekki haldið áfram með Bíó Paradís
Rekstur Bíó Paradísar hefur verið í umræðunni síðustu misseri. Kvikmyndahúsinu var lokað þegar að samkomubann tók gildi og tvísýnt er um að það verði opnað á ný. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri, segist vera hissa á því að starfseminni hafi ekki verið bjargað.
06.05.2020 - 14:37
Lestin
Pólverjar áhyggjufullir um örlög Bíó Paradísar
Frá því að Bíó Paradís hóf reglulegar sýningar á nýjum pólskum kvikmyndum hefur bíóið orðið að samkomustað og hálfgerðri menningarmiðstöð Pólverja á höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Lestin
„Auðvitað langar okkur ekki til að hætta að vera til“
„Ég vonaði alltaf að þessi dagur myndi ekki renna upp,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar. Eins og greint hefur verið frá hefur öllu starfsfólki kvikmyndahússins verið sagt upp og það lokar að óbreyttu 1. maí.
30.01.2020 - 17:09
Gagnrýni
Útlagarómantík í íslenskri eiturlyfjasenu
Kvikmyndin Eden sækir stíft í útlagamyndir eins og True Romance, Trainspotting og Bonnie & Clyde. Hún heldur góðum dampi með hressilegri kvikmyndatöku og klippingu sem heldur áhorfendum við efnið þó að saga og persónusköpun risti ekki sérlega djúpt.
07.06.2019 - 13:56
Tónlist Sigur Rósar ómar undir kirkjubrennum
Kvikmyndin Lords of Chaos er byggð á ótrúlegri sögu norsku hljómsveitarinnar Mayhem sem endaði með kirkjubrennum og dauðsfalli á öndverðum 10. áratugnum. Tónlistin í myndinni er eftir Sigur Rós.
16.05.2019 - 14:50
Pistill
Túskildingsóperan og Brecht
1928, fyrir heimskreppuna miklu, setti Bertolt Brecht á svið leikritið Túskildingsóperuna eins og það heitir á íslensku, Dreigroschenoper á þýsku, en það var þýðing og aðlögun Brechts og félaga á ballöðuóperunni The Beggar‘s Opera eftir breska leikskáldið John Gay, sem rituð var nákvæmlega tvö hundruð árum áður og sló í gegn og þykir merkileg enn í dag.
Fer á vit upprunans
Söngur Kanemu nefnist heimildarmynd sem frumsýnd verður í Bíó Paradís í kvöld.
05.09.2018 - 12:07
Snerist frá básúnu að tónlist fyrir bíómyndir
Haraldur Þrastarson er kvikmyndatónskáld sem starfar í Berlín. Hans nýjasta verkefni er tónlist við kvikmyndina Adam sem er lokamynd barnakvikmyndahátíðar sem haldin verður í Bíó Paradís 5. -15. apríl. Haraldur er lærður básúnuleikari en söðlaði um eftir útskrift og sinnir nú tónlistargyðjunni í gegnum popp- og kvikmyndatónlist.
„Hann var sannfærandi og hlýlegur“
„Listin og lífið eru eitt,“ sagði þýski myndlistarmaðurinn Joseph Beuys en um þessar mundir er hægt að sjá heimildamyndina Beuys í Bíó Paradís. Víðsjá heimsótti Gunnar Kristjánsson, doktor í bókmenntafræði og fyrrverandi sóknarprest, og myndlistakonuna Rúrí, til að kynnast manninum betur.
09.02.2018 - 10:39
Komið nóg af sögum af dauðum mönnum
Heimildarmyndin La Chana fjallar um flamenco-stjörnu sem neitar að gefast upp þrátt fyrir að hafa verið beitt ofbeldi sem hrakti hana frá sviðinu í mörg ár. „Okkur finnst mikilvægt að sögur kvenna komist að borðinu, það er endalaust búið að segja sögur af dauðum mönnum,“ segir Gréta Ólafsdóttir, meðframleiðandi myndarinnar.
22.11.2017 - 15:42
„Margbrotinn listamaður með stórt hjarta“
„Ég hef oft sagt til gamans að skemmtilegasta verkið á vinnustofu Bigga hafi verið hann sjálfur,“ segir Kristján Loðmfjörð, leikstjóri Blindrahunds, nýrrar heimildamyndar sem fjallar um ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andrésssonar.
Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís
Í gær, 14. september, hófust Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís, en er þetta fimmta árið í röð sem viðburðurinn er haldinn.