Færslur: Bíó

Bjartsýnn á framtíð bíóferða þrátt fyrir erfiða tíma
Framkvæmdastjóri Samfilm segir kórónuveirufaraldurinn hafa verið mikið högg fyrir bíómarkaðinn hérna heima. Á tímabili þurfti að loka kvikmyndahúsum, fækka gestum og viðhafa ýmsar sóttvarnaráðstafanir. Hann er bjartsýnn á að Íslendingar haldi áfram að flykkjast í bíó.
06.08.2021 - 15:22
53 grunnskólabörn í sóttkví eftir bíóferð
53 börn í þriðja bekk í Breiðagerðisskóla eru í sóttkví eftir bíóferð á sunnudaginn. Bíóferðin var í tilefni af afmæli eins barnsins og daginn eftir greindist eitt barnanna með COVID-19. Skólastjóri Breiðagerðisskóla segir að sem betur fer hafi verið starfsdagur í skólanum í gær, annars hefðu mun fleiri verið útsettir fyrir smiti.
19.01.2021 - 12:57
Seyðfirðingar komast loksins aftur í bíó
Þær Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir rekstrarstjórar Herðubreiðar, menningar-og félagsheimilis Seyðisfjarðar, gerðu sér lítið fyrir og opnuðu kvikmyndahús á Seyðisfirði 26. júlí síðastliðinn eftir langt hlé á bíósýningum í bænum. Þar verða sýndar nýjustu kvikmyndir alla föstudaga og sunnudaga.
27.09.2020 - 14:24
RIFF kemur heim í stofu
RIFF, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst í dag. Vegna kórónuveirufaraldursins er hátíðin með öðru sniði en áður, hún mætir nú heim til áhugasamra, auk þess að fara um landið með bíóbíl. María Ólafsdóttir, kynningarfulltrúi hátíðarinnar segir að þetta fyrirkomulag verði hugsanlega til frambúðar. 
24.09.2020 - 12:34
Myndskeið
Bið eftir bíómyndum vegna kórónuveirufaraldursins
Framboð á kvikmyndum er umtalsvert minna í kvikmyndahúsum nú en á sama tíma í fyrra. Þónokkrar stórmyndir eru tilbúnar til sýninga en bíða frumsýningar í Bandaríkjunum.
15.09.2020 - 19:49
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Hundar skelltu sér í bíó
Smáhundar skelltu sér í bíó með eigendum sínum á sunnudaginn. „Hundarnir voru allir rosalega duglegir og eigendurnir sáttir,“ segir Hörður Fannar Clausen, vaktstjóri Sambíóanna í Kringlunni. Hann segir góða reynslu sunnudagsins gefa möguleika á fleiri sams konar viðburðum.
21.07.2020 - 09:23
Skortur á bíómyndum háir kvikmyndahúsum hér á landi
Háskólabíó hefur verið lokað frá því snemma í COVID-19-faraldrinum. Þorvaldur Hilmar Kolbeins, rekstrarstjóri kvikmyndahússins, vonast til þess að hægt verði að hefja sýningar á ný í haust.
03.07.2020 - 14:37
Morgunútvarpið
Ekki til nýjar myndir fyrir kvikmyndahúsin
Kvikmyndaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný því í dag verða mörg kvikmyndahús opnuð aftur eftir langt hlé. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að kvikmyndahúsin séu í góðri æfingu við að halda uppi fjöldatakmörkunum og vel sé gætt að hreinlæti. Helsta vandamálið sé skortur á nýjum myndum enda hefur framleiðsla flestra stórmynda tafist af völdum COVID-19.
04.05.2020 - 12:29
Hlustaði á listapúkann í hjartanu
Pétur Óskar Sigurðsson hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Grimmd sem frumsýnd var í gær. Hann kom í viðtal í þáttinn Svart og sykurlaust hjá Sóla Hólm og fór yfir þær fórnir sem hann þurfti að færa fyrir hlutverkið en hann meðal annars létti sig um 17 kíló.
22.10.2016 - 15:46