Færslur: Bíó

Myndskeið
Bið eftir bíómyndum vegna kórónuveirufaraldursins
Framboð á kvikmyndum er umtalsvert minna í kvikmyndahúsum nú en á sama tíma í fyrra. Þónokkrar stórmyndir eru tilbúnar til sýninga en bíða frumsýningar í Bandaríkjunum.
15.09.2020 - 19:49
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Hundar skelltu sér í bíó
Smáhundar skelltu sér í bíó með eigendum sínum á sunnudaginn. „Hundarnir voru allir rosalega duglegir og eigendurnir sáttir,“ segir Hörður Fannar Clausen, vaktstjóri Sambíóanna í Kringlunni. Hann segir góða reynslu sunnudagsins gefa möguleika á fleiri sams konar viðburðum.
21.07.2020 - 09:23
Skortur á bíómyndum háir kvikmyndahúsum hér á landi
Háskólabíó hefur verið lokað frá því snemma í COVID-19-faraldrinum. Þorvaldur Hilmar Kolbeins, rekstrarstjóri kvikmyndahússins, vonast til þess að hægt verði að hefja sýningar á ný í haust.
03.07.2020 - 14:37
Morgunútvarpið
Ekki til nýjar myndir fyrir kvikmyndahúsin
Kvikmyndaáhugafólk getur tekið gleði sína á ný því í dag verða mörg kvikmyndahús opnuð aftur eftir langt hlé. Þorvaldur Árnason, framkvæmdarstjóri Samfilm, segir að kvikmyndahúsin séu í góðri æfingu við að halda uppi fjöldatakmörkunum og vel sé gætt að hreinlæti. Helsta vandamálið sé skortur á nýjum myndum enda hefur framleiðsla flestra stórmynda tafist af völdum COVID-19.
04.05.2020 - 12:29
Hlustaði á listapúkann í hjartanu
Pétur Óskar Sigurðsson hefur vakið athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Grimmd sem frumsýnd var í gær. Hann kom í viðtal í þáttinn Svart og sykurlaust hjá Sóla Hólm og fór yfir þær fórnir sem hann þurfti að færa fyrir hlutverkið en hann meðal annars létti sig um 17 kíló.
22.10.2016 - 15:46