Færslur: Bílslys

Sjúkraþyrla ekki orðin að veruleika eftir tvö ár
Tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins um rekstur sjúkraþyrlu hefur ekki verið fjármagnað, rúmum tveimur árum eftir að það var samþykkt af ríkisstjórninni. Þyrlan átti að styrkja viðbragð vegna slysa á suðurhluta landsins. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir verkefnið brýnt. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu.
11.05.2022 - 17:21
Maðurinn sem þyrla gat ekki sótt enn á sjúkrahúsi
Maðurinn sem slasaðist er bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum í gær er enn á sjúkrahúsi. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, að maðurinn hafi þó reynst minna slasaður en litið hafi út í upphafi.
Slasaður fluttur landleiðina því engin þyrla var tiltæk
Bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum skömmu eftir klukkan ellefu í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að einn farþegi hafi verið um borð í bílnum og er hann alvarlega slasaður.
10.05.2022 - 12:34
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Banaslys austan við Kirkjubæjarklaustur
Banaslys varð í nótt þegar flutningabíll valt út af Suðurlandsvegi austan við Kirkjubæjarklaustur í ofsaveðri. Þetta tilkynnti lögreglan á Suðurlandi í morgun.
04.02.2022 - 10:43
Landsbjörg bjargar verðmætum
Flokkur fólks frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu er önnum kafinn við björgun verðmæta úr flutningabíl sem valt á hliðina á Vesturlandsvegi skammt norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ fyrr í kvöld.
08.01.2022 - 02:48
Fangavist stytt úr 110 árum í tíu
Fangavist flutningabílstjóra sem sakfelldur var fyrir að hafa valdið banaslysi í Colorado í Bandaríkjunum árið 2019 var stytt í gær úr 110 árum í tíu. Ríkisstjóri Colorado tók þá ákvörðun að eigin sögn til að efla trú á réttarkerfið í ríkinu.
Þriggja bíla árekstur á Snæfellsnesvegi
Þriggja bíla árekstur varð á Snæfellsnesvegi austan við Vegamót rétt eftir hádegi í dag og þurfti að loka veginum drjúga stund. Tólf manns voru í bílunum, börn og fullorðnir, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.
22.12.2021 - 15:51
Suðurlandsvegi lokað vegna slyss - Varað við hálku
Suðurlandsvegi vestan við Selfoss hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en útkallið svo afturkallað. Ökumönnum er bent um hjáleið um Urriðafossveg/Villingaholtsveg.
Alvarlega slasaður eftir bílslys undir Hafnarfjalli
Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys sem varð undir Hafnarfjalli síðdegis í gær. Í slysinu skullu saman tveir bílar og var einn farþegi í hvorum bíl. Annar ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítala, en hinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi með minniháttar meiðsl.
Minnst 60 látnir eftir sprengingu í olíuflutningabíl
Yfir sextíu manns eru taldir af eftir að olíuflutningbíll sprakk á norður Haítí, í borginni Cap-Haïtien í dag. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu.
14.12.2021 - 23:36
Erlent · Erlent · Haítí · Sprenging · Slys · Bílslys · Bílbruni · sjúkrahús · Þjóðarsorg
Banaslys er gangandi vegfarandi varð fyrir strætisvagni
Kona sem lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætó. Hún var gangandi. Rauði krossinn veitti farþegum og bílstjóra áfallahjálp. 
25.11.2021 - 22:04
Ekið á gangandi vegfaranda við Gnoðarvog
Ekið var á gangandi vegfaranda við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Viðkomandi var fluttur á slysadeild.
25.11.2021 - 09:14
Óhappatilviljun og slys talin hafa valdið dauða Vilks
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað olli umferðarslysinu sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.
05.10.2021 - 01:20
Ökumaður í banaslysi undir áhrifum fíkniefna og lyfja
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við rannsókn á banaslysi sem varð á Reykjanesbraut við Dalveg þann 10. mars 2020. Í slysinu lést farþegi fólksbifreiðar eftir að bifreiðin hafnaði á ljósastaur.
20.09.2021 - 19:13
Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Ökumaðurinn reyndist Covid-smitaður
Ökumaður bíls, sem valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar í gærkvöldi, reyndist smitaður af COVID-19 og átti að vera í einangrun. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Myndskeið
Bílvelta við Valsheimilið
Bíl valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar nú fyrir skömmu. Einn var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli hans.
27.07.2021 - 20:35
Harður árekstur norðan Hvalfjarðarganga
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Grundartanga, norðan Hvalfjarðarganga, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman og höfnuðu báðir utan vegar.
25.07.2021 - 18:10
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22
Hraðakstur talinn ástæða banaslyss á Suðurlandsvegi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa álítur að kenna megi vanbúnaði ökumanns bifhjóls og of miklum hraða um banaslys sem varð á Suðurlandsvegi vestan við Stígá um miðjan ágúst í fyrra.
Átján létust í rútuslysi í Pakistan
Átján hið minnsta létust þegar rúta fór fram af bjargbrún í suðvesturhluta Pakistan í dag.
11.06.2021 - 15:43
Erlent · Asía · Bílslys · Banaslys
Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Bílvelta rétt innan við Ólafsvík
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.
28.02.2021 - 13:44