Færslur: Bílslys

Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Bílvelta rétt innan við Ólafsvík
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.
28.02.2021 - 13:44
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.
„Þau grófu upp vini og ættingja og fóru svo heim“
Fjórir létust og nítján hús skemmdust í snjóflóðunum sem féllu á Patreksfirði með skömmu millibili 22. janúar árið 1983. Flestir bæjarbúar voru að hafa sig til fyrir þorrablót sem átti að fara fram um kvöldið þegar skelfingin dundi yfir. Egill Fjelsted man glögglega eftir þeim atburðum enda alinn upp á Patreksfirði. Á meðal þeirra sem létust var systir vinar Egils en sjálfur slapp hann naumlega.
24.11.2020 - 13:51
Myndskeið
Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur í Ártúnsbrekku
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla í Ártúnsbrekku í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni úr öðrum bílnum
17.11.2020 - 16:14
Rannsókn á bílveltu í Öxnadal enn í gangi
Rannsókn á bílslysinu í Öxnadal stendur enn yfir. Lögreglan hefur rannsakað vettvanginn og talað við vitni og bíður þess að ræða við þá sem lentu í slysinu.
11.11.2020 - 14:54
Harður árekstur í Kópavogi
Fjögur ungmenni voru flutt á bráðadeild eftir árekstur í Kópavogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að bifreið hafi verið ekið gegn rauðu ljósi og inn í hlið bifreiðar unga fólksins.
Ótryggð ökutæki valda tugmilljóna tjóni árlega
Milljónatjón hlýst ár hvert af ótryggðum ökutækjum í umferð. Þau eru nú um 2600 á Íslandi. Herða þarf eftirlit til að fækka þeim og taka upp sektakerfi líkt og gerist erlendis.
25.08.2020 - 04:54
Sækja mann sem velti bíl utan alfaraleiðar
Bíll valt á Svínaskarðsleið í Kjós eftir hádegi í dag. Einn var í bílnum og er hann ekki alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann var á ferð með fleirum sem höfðu farið út úr bílnum og fylgdust með þegar bíllinn valt.
26.10.2019 - 15:12
Innlent · Bílslys · Slys
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34
Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu
Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að bíll fór út af veginum milli Reykholtsdals og Hálsasveitar í Borgarbyggð í kvöld. Bílinn valt fjórar til fimm veltur en fólkið er að sögn yfirmanns sjúkraflutninga á Vesturlandi sennilega ekki mikið slasað.
03.08.2019 - 00:26
Ekki útilokað að vindsveipur hafi velt rútunni
Líklegast þykir að mistök ökumanns hafi valdið því að rúta með 32 farþegum auk bílstjóra valt út af Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí. Þó er ekki hægt að útiloka að veður hafi átt þátt í slysinu því vitað er að sterkir vindsveipir verða á þessum slóðum sem gætu hafa feykt rútunni út af veginum.
18.07.2019 - 13:01
Tveggja bíla árekstur við Laugar
Bílslys varð um hádegisbil á þjóðveginum við Laugar í Þingeyjarsveit. Tveir jeppar skullu saman á 60 km hraða en sjö voru í bílunum. Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri en ekki urðu alvarleg slys á fólki að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri.
01.07.2019 - 13:27
Banaslys í Langadal
Karlmaður lést í umferðarslysi á þjóðvegi eitt um Langadal í gærkvöld. Bíll mannsins lenti utan vegar og fór margar veltur. Þjóðvegur eitt verður lokaður um óákveðinn tíma vegna vettvangsrannsókna á slysstað.
24.04.2019 - 10:13
Fréttaskýring
Kemst hjá því að svara fyrir brotið
Erlendur ferðamaður, sem olli alvarlegu bílslysi fyrir ári, sleppur við refsingu. Landsréttur taldi ekki ástæðu til að setja hann í farbann, svo hann yfirgaf Ísland og hefur engu svarað síðan.
16.04.2019 - 20:15
Suðurlandsvegur opnaður á ný
Suðurlandsvegi hefur verið opnaður aftur. Veginum var lokað miðja vegu milli Sólheimajökulsvegar og Skógafoss vegna bílveltu í morgun. Fjórir voru í bílnum, þrír fullorðnir og eitt barn. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á sjúkrahús.
17.03.2019 - 10:47
Flutti tvo slasaða eftir bílveltu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða eftir bílveltu milli Ólafsvíkur og Rifs í nótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í morgun segir að sjúkrabíll hafi flutt sjúklingana á flugvellinn á Rifi á Snæfellsnesi þar sem TF-LIF lenti um klukkan fjögur í nótt. Mennirnir voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík.
17.03.2019 - 09:39
Missti stjórn á bílnum í hálku
Allir fjórir farþegar bílanna tveggja sem lentu í árekstri á Suðurlandsvegi við Hjörleifshöfða um klukkan sex í kvöld, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Þrír voru fluttir á börum en sá fjórði var minna slasaður.
14.02.2019 - 18:11
Viðtal
Brúin yfir Núpsvötn stenst ekki nútímakröfur
Brúin yfir Núpsvötn á Þjóðvegi 1 stenst ekki nútíma kröfur til öryggis á þjóðvegum. Þetta segir Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur. Hann segir brúna vera ein margra brúa í þjóðvegakerfinu á Íslandi sem eru börn síns tíma.
28.12.2018 - 18:27
Bíllinn fór upp á vegrið brúarinnar
Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð á Þjóðvegi 1 yfir Núpsvötn í gærmorgun hefur leitt í ljós hvernig bifreiðin fór fram af brúnni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að fyrir liggi að bílnum hafi verið ekið fram hjá myndavélum við Hvolsvöll í austurátt eftir Suðurlandsvegi.
28.12.2018 - 11:29
Fimm ættingjar fá flýtiáritun til Íslands
Bróðir mannanna tveggja og fjórir aðrir ættingjar fólksins sem voru í slysinu við Núpsvötn í gær þurfa á skjótri vegabréfsáritun að halda til að komast hingað til lands frá Indlandi. Sendiráð Indlands hefur óskað eftir aðstoð íslenskra stjórnvalda vegna þessa.
28.12.2018 - 11:13
Með mannskæðustu umferðarslysum
Bílslysið sem kostaði þrjú mannslíf á Skeiðarársandi í morgun er með þeim mannskæðustu sem orðið hafa á Íslandi. Þrisvar hafa fleiri farist í umferðarslysum á Íslandi, fjórir í öll skiptin. Umferðarslys þar sem þrír látast hafa nú orðið nítján sinnum.
27.12.2018 - 18:28
„Þetta var náttúrlega hryllileg aðkoma“
„Þetta var náttúrlega bara hryllileg aðkoma,“ segir Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður sem var meðal þeirra fyrstu sem komu að slysstaðnum, þar sem þrír létust. Sjö voru farþegar í jeppabifreið sem steyptist fram af brúnni yfir Núpsvötn í morgun.
27.12.2018 - 12:32
Viðtal
Alvarleg slys þegar ökumenn sofna undir stýri
Bílslys sem verða með þeim hætti að ökumaður sofnar undir stýri er fjóra algengasta orsök banaslysa í umferðinni hér á landi, að sögn Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sérfræðings í forvörnum hjá VÍS. Hún segir að staðan sé sú sama erlendis.
18.09.2018 - 18:49