Færslur: Bílslys

Óhappatilviljun og slys talin hafa valdið dauða Vilks
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað olli umferðarslysinu sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.
05.10.2021 - 01:20
Ökumaður í banaslysi undir áhrifum fíkniefna og lyfja
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið við rannsókn á banaslysi sem varð á Reykjanesbraut við Dalveg þann 10. mars 2020. Í slysinu lést farþegi fólksbifreiðar eftir að bifreiðin hafnaði á ljósastaur.
20.09.2021 - 19:13
Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Ökumaðurinn reyndist Covid-smitaður
Ökumaður bíls, sem valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar í gærkvöldi, reyndist smitaður af COVID-19 og átti að vera í einangrun. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Myndskeið
Bílvelta við Valsheimilið
Bíl valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar nú fyrir skömmu. Einn var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli hans.
27.07.2021 - 20:35
Harður árekstur norðan Hvalfjarðarganga
Harður árekstur varð á Vesturlandsvegi við Grundartanga, norðan Hvalfjarðarganga, rétt fyrir klukkan fimm í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt skullu saman og höfnuðu báðir utan vegar.
25.07.2021 - 18:10
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22
Hraðakstur talinn ástæða banaslyss á Suðurlandsvegi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa álítur að kenna megi vanbúnaði ökumanns bifhjóls og of miklum hraða um banaslys sem varð á Suðurlandsvegi vestan við Stígá um miðjan ágúst í fyrra.
Átján létust í rútuslysi í Pakistan
Átján hið minnsta létust þegar rúta fór fram af bjargbrún í suðvesturhluta Pakistan í dag.
11.06.2021 - 15:43
Erlent · Asía · Bílslys · Banaslys
Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Bílvelta rétt innan við Ólafsvík
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.
28.02.2021 - 13:44
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Aðgerðum slökkviliðs lokið við Lækjargötu 2a
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var að störfum við Lækjargötu 2a í Reykjavík þar til nú skömmu fyrir fréttir. Mikinn reyk lagði um ganga hússins og út um glugga sem reyndist koma frá þvottavél eða þurrkara í kjallara. Nú er unnið að því að reykræsta húsið. Húsið gereyðilagðist í bruna árið 2007 og var endurbyggt að stærstum hluta.
„Þau grófu upp vini og ættingja og fóru svo heim“
Fjórir létust og nítján hús skemmdust í snjóflóðunum sem féllu á Patreksfirði með skömmu millibili 22. janúar árið 1983. Flestir bæjarbúar voru að hafa sig til fyrir þorrablót sem átti að fara fram um kvöldið þegar skelfingin dundi yfir. Egill Fjelsted man glögglega eftir þeim atburðum enda alinn upp á Patreksfirði. Á meðal þeirra sem létust var systir vinar Egils en sjálfur slapp hann naumlega.
24.11.2020 - 13:51
Myndskeið
Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur í Ártúnsbrekku
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla í Ártúnsbrekku í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni úr öðrum bílnum
17.11.2020 - 16:14
Rannsókn á bílveltu í Öxnadal enn í gangi
Rannsókn á bílslysinu í Öxnadal stendur enn yfir. Lögreglan hefur rannsakað vettvanginn og talað við vitni og bíður þess að ræða við þá sem lentu í slysinu.
11.11.2020 - 14:54
Harður árekstur í Kópavogi
Fjögur ungmenni voru flutt á bráðadeild eftir árekstur í Kópavogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því að bifreið hafi verið ekið gegn rauðu ljósi og inn í hlið bifreiðar unga fólksins.
Ótryggð ökutæki valda tugmilljóna tjóni árlega
Milljónatjón hlýst ár hvert af ótryggðum ökutækjum í umferð. Þau eru nú um 2600 á Íslandi. Herða þarf eftirlit til að fækka þeim og taka upp sektakerfi líkt og gerist erlendis.
25.08.2020 - 04:54
Sækja mann sem velti bíl utan alfaraleiðar
Bíll valt á Svínaskarðsleið í Kjós eftir hádegi í dag. Einn var í bílnum og er hann ekki alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann var á ferð með fleirum sem höfðu farið út úr bílnum og fylgdust með þegar bíllinn valt.
26.10.2019 - 15:12
Innlent · Bílslys · Slys
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34
Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu
Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að bíll fór út af veginum milli Reykholtsdals og Hálsasveitar í Borgarbyggð í kvöld. Bílinn valt fjórar til fimm veltur en fólkið er að sögn yfirmanns sjúkraflutninga á Vesturlandi sennilega ekki mikið slasað.
03.08.2019 - 00:26
Ekki útilokað að vindsveipur hafi velt rútunni
Líklegast þykir að mistök ökumanns hafi valdið því að rúta með 32 farþegum auk bílstjóra valt út af Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí. Þó er ekki hægt að útiloka að veður hafi átt þátt í slysinu því vitað er að sterkir vindsveipir verða á þessum slóðum sem gætu hafa feykt rútunni út af veginum.
18.07.2019 - 13:01
Tveggja bíla árekstur við Laugar
Bílslys varð um hádegisbil á þjóðveginum við Laugar í Þingeyjarsveit. Tveir jeppar skullu saman á 60 km hraða en sjö voru í bílunum. Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri en ekki urðu alvarleg slys á fólki að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu á Akureyri.
01.07.2019 - 13:27
Banaslys í Langadal
Karlmaður lést í umferðarslysi á þjóðvegi eitt um Langadal í gærkvöld. Bíll mannsins lenti utan vegar og fór margar veltur. Þjóðvegur eitt verður lokaður um óákveðinn tíma vegna vettvangsrannsókna á slysstað.
24.04.2019 - 10:13