Færslur: Billie Eilish

Hamingjusamari en nokkru sinni fyrr
Platan Happier Than Ever er önnur hljóðversplata bandarísku söngkonunnar Billie Eilish. Platan kom út þann 30. júlí síðastliðinn og var plata dagsins í Popplandi.
23.08.2021 - 16:30
Viðtal
Bjóst alls ekki við því að Eilish myndi sjá myndbandið
Billie Eilish deildi í gærkvöldi á Instagram myndbandi með íslensku tónlistarkonunni Laufeyju Lín að syngja nýjasta lag hennar, My future. Laufey segist alls ekki hafa búist við því þegar hún birti myndbandið að Eilish myndi sjá það. Hún segir að hún sé enn í sjokki.
03.09.2020 - 13:45
Billie Eilish birtir opinberlega stuttmyndina sem lak
Tónlistarkonan Billie Eilish hefur nú opinberlega birt stuttmyndina Not My Responsibility. Myndin var fyrst sýnd í upphafi tónleikaferðalags hennar en lak í kjölfarið á netið, nú hefur Eilish sjálf hins vegar birt myndina á YouTube og á samfélagsmiðlum.
27.05.2020 - 11:16
Pabbi kynnti sum af mínum uppáhaldslögum fyrir mér
Söngkonan Billie Eilish hefur unnið flest öll sín lög með bróður sínum, Finneas O´Connell. Núna er hún byrjuð að vinna með föður sínum líka en þau eru nýbyrjuð með útvarpsþátt sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Apple Music.
12.05.2020 - 14:31
Billie Eilish afklæðist til að mótmæla líkamsskömmun
Poppstjarnan Billie Eilish fór af stað í tónleikaferð í Miami í byrjun vikunnar og beindi þar sjónum að óraunhæfum kröfum sem gerðar eru til tónlistarkvenna og einblíndi hún sérstaklega á líkamsskömmun.
11.03.2020 - 13:06
Sakaði Boris Johnson um rasisma á Brit-hátíðinni
Breski tónlistarmaðurinn Dave vakti mikla athygli fyrir atriði sitt á Brit-verðlaunahátíðinni í London í gær. Þar flutti hann lagið Black og hafði þá bætt við nýju erindi þar sem hann kallaði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, rasista auk þess sem hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir framkomu í garð svartra og innflytjenda.
19.02.2020 - 12:05
Pistill
Grammy-verðlaunin fikra sig í átt að fjölbreytni
Grammy-verðlaun verða veitt í 62. skiptið í Staples-höllinni í Los Angeles í nótt þegar fólk í tónlistarbrananum fer í sitt fínasta púss og verðlaunar hvert annað. Verðlaun verða veitt í 84 flokkum og að þessu sinni er íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir tilnefnd í flokknum besta tónlist fyrir sjónrænan miðil.
26.01.2020 - 17:19
Myndband
Billie Eilish missti sig þegar hún hitti Justin Bieber
Tónlistarkonan Billie Eilish er nýjasti gestur spjallþáttastjórnandans í Carpool Kareoke og kemur meðal annars við á æskuheimili sínu, sem hún býr enn þá á þrátt fyrir gríðarlega velgengni.
27.12.2019 - 09:40
Billie Eilish lagasmiður ársins hjá Apple Music
Streymisveitan Apple Music bætist nú í hóp þeirra sem veita framúrskarandi tónlistarfólki ár hvert verðlaun fyrir framlag sitt. Þegar hefur verið tilkynnt að Billie Eilish beri sigur úr bítum í ýmsum flokkum en hún skaust sannarlega upp á stjörnuhimininn á árinu.
03.12.2019 - 16:19
Vill halda áfram að vera hamingjusöm
Poppstjarnan unga, Billie Eilish, sat fyrir svörum hjá Vanity Fair í viðtali sem hún hefur nú farið í þrisvar sinnum, með árs millibili. Það hefur nefnilega ýmislegt breyst síðan Billie var fimmtán ára árið 2017.
27.11.2019 - 11:49
Billie og Lil Nas berjast um Billboard-listann
Eftir nítján vikur á topp 100 lista Billboard hefur rapparinn Lil Nas X og kántríhipphopp-lag hans, „Old Town Road,“ þurft að lúta í lægra haldi fyrir lagi söngkonunnar Billie Eilish, „Bad Guy.“
20.08.2019 - 13:53
Billie Eilish eftirsótt af stórstjörnum
Síðastliðið ár hefur verið heldur stórt hjá poppstirninu Billie Eilish og er hún hratt og örugglega að verða stærsta poppstjarna heims. Hún gaf út sína fyrstu plötu When We All Fall Asleep Where Do We Go? fyrr í ár og opnaði þá fyrir nýjan heim í poppmúsík, nútímagerði það sem áður var til. Nú er spurning hvort ný plata sé á leiðinni.
25.07.2019 - 13:15
Myndskeið
Sullar alltaf eitthvað í undirmeðvitundinni
„Ef þú ert alæta á tónlist þá er alltaf eitthvað að sulla í undirmeðvitundinni sem kemur svo út þegar þú ert að skapa,“ segir Jónína Björg Magnúsdóttir tónlistarkona og fyrrverandi fiskverkakona um öll þau ólíku áhrif sem bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish sýður saman á plötu sinni When We All Fall Asleep, Where Do We Go?
16.05.2019 - 09:00
Útskriftarsýning LHÍ, Kvika og Billie Eilish
Í Lestarklefa vikunnar var rætt um útskriftarsýningu BA-nema á myndlistar- og hönnunar- og arkitektadeild Listaháskóla Íslands, um skáldsöguna Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur og hljómplötuna When we all fall asleep, where do we go? með Billie Eilish. 
10.05.2019 - 16:45
Gagnrýni
Gotneskar martraðir Billie Eilish
Gotneskt látleysi, lágværar martraðir og dulúð eru á meðal þeirra hugtaka sem komu upp í huga Lovísu Rutar Kristjánsdóttur þegar hún hlustaði á nýja plötu Billie Eilish sem ber titilinn WHEN WE FALL ASLEEP, WHERE DO WE GO?: