Færslur: Bill Clinton

Eitt vitna segir Epstein hafa kynnt hana fyrir Trump
Ein þeirra fjögurra kvenna sem bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Ghislaine Maxwell í New York segir Jeffrey Epstein hafa flutt hana á fund Donalds Trump þegar hún var fjórtán ára að aldri. Ekkert bendir til þess að Trump hafi brotið gegn stúlkunni.
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
Allir fyrrverandi forsetar fordæma árásina á þinghúsið
„Atburðir dagsins eru skammarlegir, þeir eru hneisa sem skráð verður í sögubækur,“ segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í kvöld. Allir fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem enn lifa hafa tjáð sig um atburðarás kvöldsins.Þrír þeirra eru Demókratar og einn Repúblikani.
Trump kveðst enn sannfærður um sigur
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur uppteknum hætti við fullyrðingar um að hann hafi verið rændur sigrinum í forsetakosningunum 3. nóvember.
Joe Biden ætlar að láta bólusetja sig opinberlega
Joe Biden, tilvonandi Bandaríkjaforseti, hefur farið þess á leit við Anthony Fauci forstjóra ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna að halda stöðu sinni.
Linda Tripp látin
Linda Tripp, sem tók upp samtal sitt við Monicu Lewinsky sem var notað í málsókn gegn Bill Clinton, lést í gær, sjötíu ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Tripp var almannatengill í varnarmálaráðuneytinu þegar Lewinsky sagði henni frá leynilegu sambandi sínu við Clinton á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu.
09.04.2020 - 02:14
Framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir bók Clintons
Kapalsjónvarpsstöðin Showtime hefur nú tryggt sér réttinn á enn óútkominni spennusögu, Forsetinn er horfinn (The President is Missing), sem Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur skrifað í samstarfi við metsöluhöfundinn Bill Patterson.