Færslur: Bill Clinton
Eitt vitna segir Epstein hafa kynnt hana fyrir Trump
Ein þeirra fjögurra kvenna sem bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Ghislaine Maxwell í New York segir Jeffrey Epstein hafa flutt hana á fund Donalds Trump þegar hún var fjórtán ára að aldri. Ekkert bendir til þess að Trump hafi brotið gegn stúlkunni.
02.12.2021 - 02:12
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
01.12.2021 - 00:17
Allir fyrrverandi forsetar fordæma árásina á þinghúsið
„Atburðir dagsins eru skammarlegir, þeir eru hneisa sem skráð verður í sögubækur,“ segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í kvöld. Allir fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem enn lifa hafa tjáð sig um atburðarás kvöldsins.Þrír þeirra eru Demókratar og einn Repúblikani.
07.01.2021 - 03:22
Trump kveðst enn sannfærður um sigur
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur uppteknum hætti við fullyrðingar um að hann hafi verið rændur sigrinum í forsetakosningunum 3. nóvember.
06.12.2020 - 01:25
Joe Biden ætlar að láta bólusetja sig opinberlega
Joe Biden, tilvonandi Bandaríkjaforseti, hefur farið þess á leit við Anthony Fauci forstjóra ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna að halda stöðu sinni.
04.12.2020 - 00:14
Linda Tripp látin
Linda Tripp, sem tók upp samtal sitt við Monicu Lewinsky sem var notað í málsókn gegn Bill Clinton, lést í gær, sjötíu ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Tripp var almannatengill í varnarmálaráðuneytinu þegar Lewinsky sagði henni frá leynilegu sambandi sínu við Clinton á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu.
09.04.2020 - 02:14
Framleiða sjónvarpsþáttaröð eftir bók Clintons
Kapalsjónvarpsstöðin Showtime hefur nú tryggt sér réttinn á enn óútkominni spennusögu, Forsetinn er horfinn (The President is Missing), sem Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur skrifað í samstarfi við metsöluhöfundinn Bill Patterson.
23.09.2017 - 14:12