Færslur: Bikblæðingar

Ekki frekari bikblæðingar
Á föstudaginn varaði Vegagerðin við bikblæðingum á Þverárfjalli. Ástandið hefur lagast en starfsmenn Vegagerðarinnar hafa mikið eftirlit með vegum á þessum árstíma.
21.12.2021 - 16:25
Varað við bikblæðingum á Norðurlandi
Vegagerðin á Norðurlandi varar við malbiksblæðingum á Þverárfjalli og Hámundarstaðahálsi. Eftirlit verður haft með vegaköflunum um helgina og er ökumönnum bent á að nota heldur aðrar leiðir ef hægt er.
17.12.2021 - 16:14
Malbiki blæðir á Borgarfirði eystra
Nokkuð er um bikblæðingar úr malbiki á veginum í gegnum þorpið á Borgarfirði eystra. Slíkt er oft afleiðing mikilla hitasveifla á skömmum tíma en síðustu daga hefur hiti náð allt að 25 stigum á Austurlandi.
30.06.2021 - 14:18
Bikblæðingar í Norðurárdal og Skorradalsvegur lagaður
Vegagerðin varar við því að bikblæðinga hefur orðið vart í Norðurárdal í Borgarfirði. Því eru vegfarendur hvattir til varkárni á þeim slóðum. Í vikunni var Skorradalsvegur lagfærður svo hann gæti betur þjónað sem flóttaleið úr dalnum komi upp alvarlegir gróðureldar.
Dregur úr bikblæðingum á vegum
Vegagerðin telur ekki lengur ástæðu til að letja fólk til ferðalaga vegna bikblæðinga. Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa nú síðdegis lítið orðið varir við blæðingar á Hringveginum milli Borgarness og Akureyrar. Vegfarendur eru eigi að síður beðnir um að hafa varann á sér.
16.12.2020 - 18:32