Færslur: biðlistar

Enginn inniliggjandi með Covid 19
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er enginn sjúklingur með virkt covid-smit. Framkvæmdastjóri lækninga segir að starfsemin sé komin í nokkuð eðlilegt horf. Það sé þó áhyggjuefni að starfsfólk sé í auknum mæli veikt sem rekja megi til álags síðustu tveggja ára. 
29.04.2022 - 11:52
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Biðlistar barna óásættanlegir
Umboðsmaður barna segir stöðu á biðlistum eftir ýmsum greiningum barna vera óásættanlega. Embætti umboðsmanns barna hafi bent á þetta lengi eins og fjölmargir aðrir.
31.03.2022 - 18:25
Sjónvarpsfrétt
Ekkert breyst hjá talmeinafræðingum
 Þrátt fyrir yfirlýsingar heilbrigðisráðherra í desember um að afnema skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga hefur það ekki enn verið gert. Á meðan lengjast biðlistar fyrir börn með alvarleg talfrávik.
18.01.2022 - 08:23
Morgunútvarpið
„Síðan ég man hefur þurft að taka á biðtímum“
Of margir bíða eftir skurðaðgerðum umfram viðmið Embættis Landlæknis um ásættanlegan biðtíma og hlutfall þeirra hefur hækkað undanfarið ár. Þetta kemur fram í samantekt embættisins. Alma D. Möller landlæknir segir að biðtími hafi verið of langur eins lengi og hún muni til.
Sjónvarpsfrétt
Hafa þurft að fresta sömu hjartaaðgerðinni fimm sinnum
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðsviði Landspítala, segir að um helmingi þeirra hjartaaðgerða, sem gera átti á Landspítala undanfarna tvo mánuði, hafi verið frestað vegna plássleysis á gjörgæslu. Dæmi eru um að aðgerð hafi verið frestað fimm sinnum á spítalanum.
27.11.2021 - 19:38
Ætti að stytta bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri hefur fengið 13 milljóna króna fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til að efla tímabundið þjónustuna. Um er að ræða átaksverkefni ráðuneytisins við að stytta bið barna og unglinga eftir greiningu og meðferð.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Eins og bútasaumur og dolla undir leka
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis segir jákvætt að verið sé að leita allra leiða til að stytta biðlista eftir aðgerðum. Samningur Landspítala við Klíníkina sé þó lítið annað en bútasaumur, vandi heilbrigðiskerfisins sé miklu flóknari en svo að leysa megi hann með þessum hætti.
04.09.2021 - 12:45
Sjónvarpsfrétt
Landspítali semur við Klíníkina
Landspítali hefur samið við Klíníkina um aðstöðu til gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður og forstjóri Landspítala segir að frekara samstarf sé til skoðunar. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikilægt skref sem samræmist opinberri heilbrigðisstefnu.
Þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima
Það þarf að stórefla heimaþjónustu fyrir aldraða á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hugarfarsbreyting sé nauðsynleg og það eigi að vera sjálfsagt fyrir eldra fólk að búa sem lengst heima.
Myndskeið
Segja óvissuna það versta við bið eftir hjúkrunarrými
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengdust um 150% á árunum 2011 til 2019. Hjón á Húsavík segja ósanngjarnt að þurfa að bíða eftir því að komast í hjúkrunarrými en óvissan sé það versta við biðina. Dóttir þeirra segir að biðin geti tekið á aðstandendur.
Allir verði að taka höndum saman til að eyða biðlistum
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands segir að ríkið, sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir einkareknar og á vegum hins opinbera verði að taka höndum saman og vinna á biðlistum eftir læknisaðgerðum. Það sé liður í að rétta samfélagið af eftir faraldurinn. Í það þurfi að setja sérstakt fjármagn.
26.06.2020 - 17:00
Ekki fjárheimildir til að semja við Klíníkina
Biðlistar eftir læknisaðgerðum til dæmis liðskiptaaðgerðum hafa lengst meira vegna heimsfaraldursins. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ekki séu fjárheimilidir til að semja við Klíníkina um að gera aðgerðir. Skoðað verði í næsta mánuði hvort aftur verði farið að senda fólk til útlanda í læknisaðgerðir.
25.06.2020 - 17:30