Færslur: biðlistar

Þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima
Það þarf að stórefla heimaþjónustu fyrir aldraða á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hugarfarsbreyting sé nauðsynleg og það eigi að vera sjálfsagt fyrir eldra fólk að búa sem lengst heima.
Myndskeið
Segja óvissuna það versta við bið eftir hjúkrunarrými
Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengdust um 150% á árunum 2011 til 2019. Hjón á Húsavík segja ósanngjarnt að þurfa að bíða eftir því að komast í hjúkrunarrými en óvissan sé það versta við biðina. Dóttir þeirra segir að biðin geti tekið á aðstandendur.
Allir verði að taka höndum saman til að eyða biðlistum
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands segir að ríkið, sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir einkareknar og á vegum hins opinbera verði að taka höndum saman og vinna á biðlistum eftir læknisaðgerðum. Það sé liður í að rétta samfélagið af eftir faraldurinn. Í það þurfi að setja sérstakt fjármagn.
26.06.2020 - 17:00
Ekki fjárheimildir til að semja við Klíníkina
Biðlistar eftir læknisaðgerðum til dæmis liðskiptaaðgerðum hafa lengst meira vegna heimsfaraldursins. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ekki séu fjárheimilidir til að semja við Klíníkina um að gera aðgerðir. Skoðað verði í næsta mánuði hvort aftur verði farið að senda fólk til útlanda í læknisaðgerðir.
25.06.2020 - 17:30