Færslur: BHM

Undirbúa aðgerðir eftir áramót
Formaður Sameykis segir að ef ekkert gangi í kjaraviðræðum fljótlega eftir áramót munu félagsmenn hefja undirbúning aðgerða í janúar sem gæti endað með verkföllum. Viðræður við opinbera starfsmenn hafa staðið yfir í 9 mánuði og ljóst að þær munu dragast fram á næsta ár.
19.12.2019 - 16:30
 · Innlent · kjarasamningar · BHM · Sameyki
Spegillinn
8 mánuðir, engir samningar
Þó að liðnir séu átta mánuðir frá því að samningar opinberra starfsmanna losnuðu sér ekki fyrir endann á samningaviðræðunum. Ekki er ólíklegt að viðræður standi fram yfir áramót. Samningar sjómanna er lausir og um áramót verða flugvirkjar með lausa samninga.
03.12.2019 - 09:45
 · Innlent · BHM · kjarasamningar
Ýmis réttindamál óskýr í nýjum samningum
Ýmis réttindamál í nýjum samningi starfsfólks stjórnarráðsins voru óskýr að mati Friðriks Jónssonar, formanns hagsmunaráðs utanríkisþjónustunnar. Margir treysti ekki ríkinu til að þau komi til fullra framkvæmda. Stjórnarráðið felldi nýjan kjarasamning gegn ríkinu í gær.
09.11.2019 - 12:21
Innlent · kjaramál · BHM
4 samþykktu 1 felldi
Fjögur af þeim fimm félögum háskólamanna sem höfðu samið við ríkið samþykktu samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins felldi samninginn.
08.11.2019 - 16:36
 · Innlent · BHM · kjarasamningar
Spegillinn
Kjararýrnun eða ekki kjararýrnun?
Formaður Fræðagarðs segir að samningur sem fimm félög innan BHM skrifuðu undir þýði ekki kjararýrnun. Atkvæðagreiðslu um samninginn lýkur á morgun. Meginatriði hans eru launahækkanir, stytting vinnuvikunnar, breytingar á reglum um orlof og tvískipt yfirvinna. Tíu BHM félögum, sem eru í samfloti, hefur verið boðinn sams konar samningur. Þau sætta sig ekki við tilboðið.
07.11.2019 - 18:23
 · Innlent · kjarasamningar · BHM
Spegillinn
Sagður tryggja 500 þúsund króna mánaðarlaun
Fullyrt er að lágmarks mánaðarlaun félagsmanna í 5 BHM félögum sem sömdu í síðustu viku verði 500 þúsund í lok samningstímans. Samningurinn á að tryggja kaupmáttaraukningu. Enn á ríkið eftir að semja við 21 félag innan BHM og félög innan BSRB.
28.10.2019 - 17:00
 · Innlent · kjarasamningar · BHM · BSRB
Enginn samningur eftir hálft ár
Óvíst er hvenær samningar takast á opinbera vinnumarkaðnum. Samningar hafa verið lausir í rúma fimm mánuði og svo virðist sem enn hafi ekki verið samið um veigamikil atriði. Ekki hefur verið samið um launahækkanir né heldur um hvernig staðið verður að styttingu vinnuvikunnar.
19.09.2019 - 17:00
 · Innlent · kjarasamningar · BHM · BSRB
Krefjast þess að viðræður hefjist fyrir alvöru
Aðildarfélög Bandalags háskólamanna krefjast þess að viðsemjendur – íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg – hefji án tafar raunverulegt samtal við félögin um launalið nýrra kjarasamninga.
19.09.2019 - 10:19
Engir kjarasamningar í sjónmáli
Haustið fer í kjaraviðræður hjá fjölmörgum stéttarfélögum og viðsemjendum. Engir kjarasamningar eru í sjónmáli í þeim viðræðum sem nú standa yfir. Bæði BSRB og BHM stefndu að því, samkvæmt viðræðuáætlun í sumar, að ná kjarasamningum fyrir 15. september. Af því verður ekki. 
Krafa um að allir fái 30 daga sumarfrí
Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum er krafa um að allir opinberir launamenn fái sex vikna sumarfrí. Krafan tengist lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði sem tóku gildi um áramótin. Ljóst er að ef þetta gengur eftir hefur það í för með sér talsverðan kostnað bæði fyrir sveitarfélög og ríkið.
23.08.2019 - 16:30
 · Innlent · kjaramál · BSRB · BHM
Laun BHM-félaga hækkuðu um 7% en ekki 25%
Formaður BHM furðar sig á því að laun ríkisforstjóra hafi hækkað um 25% á tveimur árum. Laun félagsmanna aðildarfélaga BHM hafi hækkað um 7% á sama tíma. Launakröfur í yfirstandandi kjaraviðræðum séu nú til endurskoðunar. Tilboð samninganefndar ríkisins í kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM eru mjög langt frá þeim 25 prósentum sem ríkisforstjórar hafa fengið í launahækkun á síðastliðnum tveimur árum.
19.08.2019 - 12:50
Lítill munur milli ráðuneyta og á kynjum
Lítill launamunur er á milli ráðuneyta hjá háskólamenntuðum starfsmönnum þeirra. Þá er launamunur kynjanna tvö til þrjú prósent körlum í vil. Þetta kemur fram í könnun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, FHSS. Í því eru fimm til sexhundruð starfsmenn í ráðuneytum og stofnunum. Flestir þeirra eru sérfræðingar eða stjórnendur.
16.06.2019 - 11:55
Aðsókn í sjúkradagpeninga stóreykst hjá BHM
Sjúkrasjóður Bandalags háskólamanna dregur saman seglin vegna aukinnar aðsóknar í sjóðinn. Útgjöld vegna sjúkradagpeninga hafa nærri því tvöfaldast miðað við árið 2016. Aðsókn hefur aukist hratt undanfarna tvo mánuði og úthlutun sjúkradagpeninga er í hæstu hæðum, segir formaður stjórnar sjóðsins.
17.12.2018 - 22:39
Vonar að ríkisstjórn noti skýrsluna í aðgerðir
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna vonar að ríkisstjórnin grípi til aðgerða á grunni skýrslu Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem stuðli að gangi kjaraviðræðna. Hún segir að í komandi kjaraviðræðum þurfi fyrst og fremst að skoða kaupmátt og hvort verðbólga éti upp kauphækkanir.
26.08.2018 - 18:21
Kjaramál · Innlent · BHM
  •