Færslur: Betri samgöngur

Spegillinn
Veggjöld á höfuðborgarsvæðinu handan við hornið
Innheimta veggjalda gæti hafist á höfuðborgarsvæðinu innan tveggja ára. Gjaldtakan á að skila um fimm til sex milljörðum á ári en féð nýtist í þær samgönguframkvæmdir sem eru fyrirhugaðar á svæðinu, svo sem borgarlínu, Fossvogsbrú og umferðarstokka.
Fimm jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu í pípunum
Vegagerðin hefur til skoðunar fimm jarðgangakosti eða stokkalausnir á fjölförnum umferðaræðum og stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er umtalsverð uppbygging á samgönguinnviðum í borginni og nágrannasveitarfélögunum í samræmi við samgöngusáttmálann og áætlun Reykjavíkur um vistvænar, fjölbreyttar og grænar samgöngur.
Fyrstu lotu Borgarlínunnar frestað um ár
Framkvæmdum fyrstu lotu Borgarlínunnar hefur verið seinkað um eitt ár. Samkvæmt nýjum áætlunum verður fyrsti hluti Borgarlínunnar nú tekinn í notkun árið 2026 en áður var reiknað með að hann yrði tilbúinn 2025. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir að margt valdi seinkun á framkvæmdum. Áætlunin sem nú hafi verið gefin út sé raunhæfari en sú fyrri. Hann vonar að ekki verði frekari tafir á framkvæmdinni.
Framtíð Keldna í óvissu
Framtíð rannsóknarstofunnar á Keldum er í óvissu vegna samninga ríkis og borgar um uppbyggingu í Keldnalandi.