Færslur: Bessastaðir

Fjórtán sæmdir fálkaorðunni
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur og Már Kristjánsson, yfirlæknir sjúkdómadeildar Landspítala, eru á meðal þeirra sem voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í dag.
17.06.2022 - 16:09
Sjónvarpsfrétt
Mikil uppbygging í grennd við Bessastaði
Um fimm hundruð íbúðir bætast við á Álftanesi næstu ár. Uppbyggingin verður sú umfangsmesta frá því Garðabær og Álftanes sameinuðust í eitt sveitarfélag fyrir tæpum áratug.
Draugaskipið viljandi leyst frá bryggju
Gamalt og hrörlegt víkingaskip sem strandað er við Eskines við Gálgahraun, skammt frá Bessastöðum, var leyst viljandi frá bryggju. Hafnarvörður Kópavogs segir útilokað að skipið hefði losnað öðru vísi.
29.10.2021 - 12:34
Myndskeið
Dularfullt og yfirgefið víkingaskip við Bessastaði
Gamalt og hrörlegt víkingaskip er strandað við Eskines við Gálgahraun, skammt frá Bessastöðum. Fréttastofa RÚV fór á stúfana og kannaði hvaða skip þetta væri. Þetta reyndist vera víkingaskip sem var smíðað í Brasilíu og hafði verið siglt til Íslands frá Trínidad og Tóbagó fyrir sex árum. Til stóð að nota það til að sigla með ferðamenn en ekkert varð úr þeim áformum.
29.10.2021 - 11:01
Myndskeið
„Stórkostlegt að geta ferðast aftur“
Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti meðal annars Hellisheiðarvirkjun og danskt varðskip á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar hingað til lands. Krónprinsinn segir Íslendinga og Dani geta lært mikið hvorir af öðrum þegar vistvænar orkulausnir eru annars vegar, þrátt fyrir að löndin státi af ólíkum náttúruauðlindum.
13.10.2021 - 20:03
Myndskeið
Krónprinsinn kominn á Bessastaði
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.
Ráðsmaðurinn kallaður heim í vínbirgðakönnun
Ráðsmaðurinn á Bessastöðum verður kallaður úr fríi í skyndi til að gera könnun á birgðastöðunni í vínkjallaranum á staðnum. Hæstaréttarlögmaður fullyrti fyrr í vikunni að mikið magn víns hefði verið tekið úr kjallaranum til einkabrúks.
Myndskeið
Kemur til greina að herða reglur á landamærum
Ríkisráðsfundur hófst klukkan ellefu á Bessastöðum í dag. Í ráðinu sitja ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forseti Íslands og tilgangur fundarins í dag var að staðfesta með formlegum hætti lög og ákvarðanir sem Alþingi samþykkti á síðasta þingi.
05.08.2021 - 12:04
Myndskeið
Bessastaðir í 80 ár - samofnir sögu þjóðar
Tímamót voru í sögu Bessastaða í dag, en 80 ár eru frá því að ríkinu bauðst húsið að gjöf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að ekki hafi öllum litist vel á að það yrði embættisbústaður forseta. Nú sé öldin önnur og líklega þyki flestum Íslendingum húsakosturinn vel við hæfi. Guðni segir að saga Bessastaða sé samofin sögu forsetaembættisins og ekki síst íslensku þjóðarinnar.