Færslur: Berufjörður
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
28.02.2021 - 20:10
Viðbúnaður vegna vélarvana skips en allt fór vel
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna 160 tonna fiskiskips sem varð vélarvana skammt suðaustur af Berufirði. Þrír voru um borð og vörpuðu þeir akkeri þar sem álandsvindur var á svæðinu og aðeins sjö mílur í land.
30.09.2020 - 06:16
Góss í Havarí í Konsert
Við ætlum að bjóða upp á afskaplega skemmtilegan konsert í kvöld.
02.08.2018 - 12:57
Loka þjóðveginum um Berufjörð í mótmælaskyni
Íbúar í Berufirði eru mjög óhressir með ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að fresta því að malbika nokkurra kílómetra kafla á þjóðvegi 1 um botn Berufjarðar. Þeir hafa boðað til mótmæla og segjast ætla að loka veginum þar til stjórnvöld skipti um skoðun.
03.03.2017 - 16:26