Færslur: Berlínarmúrinn

„Þetta er hreint og beint skemmdarverk“ 
Listaverk eftir Jakob Wagner sem er unnið á hluta úr fallna Berlínarmúrnum var skemmt um helgina. Andlit á verkinu hefur verið afmáð, líklega með steinkasti.
06.07.2020 - 13:50
Myndskeið
Steinmeier talaði óbeint til Donalds Trump
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, talaði óbeint til Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ræðu sinni í Berlín í dag. Leiðtogar Þýskalands, Tékkands, Póllands, Ungverjalands og Slóvakíu komu og minntust falls Berlínarmúrsins.
09.11.2019 - 21:00
Viðtöl
Samviskusemin varð til að Guðni missti af falli múrsins
Hvort á maður að skrifa ritgerð eða fara til Berlínar þar sem hugsanlega er eitthvað sögulegt að fara að gerast? Og hversu öruggur getur maður verið um skilning sinn þegar manni heyrist fulltrúi austurþýskra stjórnvalda segja að allar landamærastöðvar verði opnaðar en fær enga staðfestingu á því? Þetta er meðal þess sem Guðni Th. Jóhannesson og Árni Snævarr þurftu að spyrja sig fyrir 30 árum, þegar Berlínarmúrinn féll.
09.11.2019 - 19:00
Myndskeið
Heimssögulegur atburður en ekki fyrsta frétt
Fall Berlínarmúrsins er með sögulegri viðburðum síðustu áratuga 20. aldarinnar, táknmynd um fall Sovétríkjanna og kommúnískra stjórnvalda í Austur-Evrópu þótt svo það hafi gerst á lengra tímabili. Austur-Þjóðverjar höfðu um nokkurt skeið nýtt sér opnun landamæra Ungverjalands og Tékkóslóvakíu til að komast til vesturs. Þegar austurþýsk stjórnvöld tilkynntu að landamærin yrðu opnuð streymdu landsmenn í gegnum landamærastöðvar. Það var þó ekki nema önnur frétt í kvöldfréttum sjónvarps þann dag.
09.11.2019 - 13:45
Spegillinn
Gleymi þessum degi aldrei
Íslendingar sem bjuggu í Vestur Berlín veturinn 1989 til 1990 urðu vitni að heimssögulegum atburði þegar Berlínarmúrinn féll 9. nóvember 1989. Hjónin Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Helgi Hilmarsson bjuggu í Vestur-Berlín 1989.
09.11.2019 - 10:57
Pompeo fór hörðum orðum um Kína og Rússland
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór ófögrum orðum um Kína og Rússland í Berlín í dag. Mike Pompeo er þangað kominn til þess að minnast þess að á morgun verða 30 ár liðin frá því að Berlínarmúrinn var felldur. 
09.11.2019 - 00:34