Færslur: Berlinale

Fjölbreytni í fyrirrúmi á Berlinale
„Nú er múrinn fallinn en heimurinn heldur áfram að velkjast og breytast og undirliggjandi ólga kalda stríðsins umbreytist í nýjar ógnir og nýjar áskoranir. Heimurinn er á hverfandi hveli. En það er einmitt það sem Dieter Kosslick stjórnandi hátíðarinnar síðustu sextán árin vill að hún endurspegli.“ Svala Arnardóttir, pistlahöfundur Víðsjár, sá nokkrar myndir á nýafstaðinni Berlinale-kvikmyndahátíð.
01.03.2018 - 17:29
Þættir um kvótakerfið verðlaunaðir á Berlinale
Handrit af þáttaröð Vesturports, Verbúð eða Black Port, sem fjallar um afleiðingar kvótakerfisins fyrir lítið þorp á Íslandi, var í gær valið það áhugaverðasta á CoPro Series samframleiðslumarkaðnum á Berlínale kvikmyndahátíðinni í Þýskalandi. RÚV er meðframleiðandi Verbúðar og hefur tekið þátt í að þróa og fjármagna verkefnið með Vesturporti.
22.02.2018 - 14:26