Færslur: Berlín

Hundruð ákærð í Íran vegna mótmæla og andófs
Írönsk stjórnvöld hafa ákært yfir þrjú hundruð manns vegna mótmæla í höfuðborginni Teheran undanfarnar vikur. Fjögur gætu átt dauðarefsingu yfir höfði sér.
Samstaða með mótmælendum í Íran víðsvegar um veröld
Þúsundir flykktust út á götur stórborga víða um heim í dag til stuðnings við mótmælendur í Íran. Meðal annars var gengið um götur Oslóar, Berlínar, Genf og Washington.
Fjölmenn mótmæli fyrirhuguð í Berlín gegn Íransstjórn
Um það bil fimmtíu þúsund hafa skráð sig til þátttöku í samstöðumótmælum með írönskum almenningi sem fyrirhuguð eru í Berlín, höfuðborg Þýskalands, á laugardaginn.
20.10.2022 - 05:51
Dóms- og lögreglumál · Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · mótmæli · Íran · Berlín · Þýskaland · lögregla · Kona · líf · Frelsi · Hamed Esmaeilion · andóf · Teheran · Flugvél
Gróðureldar loga skógi í Berlín
Gróðureldar loga á fjórum stöðum í Grunewald-skóginum í vesturhluta Berlínar. Þeir kviknuðu þegar eldur kom upp í skotfærageymslu lögreglunnar í nótt. Slökkviliði hefur tekist að ná tökum á tveimur eldanna. Hinir brenna stjórnlaust.
04.08.2022 - 14:25
Kastljósin slokkna í Berlín
Hætt verður að lýsa upp fjölda minnismerkja og sögufrægra bygginga í Berlín, höfuðborg Þýskalands, á næstu vikum. Með því er ætlunin að spara raforku vegna yfirvofandi skorts á gasi frá Rússlandi. Almenningur og fyrirtæki eru hvött til að fylgja fordæmi borgaryfirvalda.
28.07.2022 - 18:00
Ökumaðurinn fluttur á geðdeild
Maðurinn sem ók á hóp fólks í Berlín í gær verður fluttur á geðdeild. Saksóknaraembætti borgarinnar greindi frá þessu.
09.06.2022 - 13:54
Sex enn í lífshættu og 22 á sjúkrahúsi
Sex eru enn í lífshættu eftir að karlmaður á þrítugsaldri keyrði á hóp fólks í Berlín í gær. Alls slösuðust 29 og ein kona lést.
09.06.2022 - 11:48
Einn látinn og nokkrir í lífshættu
Gríðarlegur viðbúnaður er í vesturhluta Berlínar eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks á horni Rankestrasse og Tauentzienstrasse í borginni. Aðalheiður Hannesdóttir, sem gistir í næstu götu, segir að fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla sé á svæðinu og að þyrlur hafi lent á götunum. Verið sé að huga að aðilum sem urðu vitni að atvikinu.
08.06.2022 - 11:04
Kalush seldi verðlaunagripinn til styrktar landvörnum
Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra hefur selt verðlaunagripinn sem henni áskotnaðist fyrir sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva. Gripurinn var seldur á uppboði og andvirðið rennur til úkraínska hersins.
Gullbjörninn fór til Spánar
Spænska kvikmyndin 'Alcarràs' í leikstjórn Cörlu Simóns vann Gullbjörninn, aðalverðlaun Berlínarhátíðarinnar, sem afhent voru í gær. Myndin fjallar um líf og tilveru katalónskrar fjölskyldu sem býr og starfar á stórum ferskjubúgarði í Alcarràs. Framtíð fjölskyldunnar er svo stefnt í uppnám og óvissu þegar eigandi ferskjubúgarðsins deyr og erfingjarnir ákveða að selja hann.
Tryggja áframhaldandi vopnahlé í austurhluta Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust í dag um að virða vopnahlé Úkraínustjórnar og aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum. Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015.
Strangar sóttvarnareglur í Berlín
Óbólusettu fólki í Berlín, höfuðborg Þýskalands, er frá og með deginum í dag óheimilt að borða á veitingahúsum, fara á bari eða í kvikmyndahús svo nokkuð sé nefnt. Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu.
15.11.2021 - 17:21
Mögulega þarf að kjósa aftur til Berlínarþings
Yfirkjörstjórn í þýsku höfuðborginni og sambandsríkinu Berlín hyggst kæra kosningarnar til ríkisþings Berlínar, sem haldnar voru samhliða þýsku þingkosningunum 26. september síðastliðinn. Ástæðan er sú að margir og alvarlegir misbrestir á framkvæmd kosninganna hafa komið í ljós, sem gætu leitt til þess að kjósa þurfi aftur til Berlínarþings.
15.10.2021 - 03:46
Þúsundir mótmæltu covid-ráðstöfunum á götum Berlínar
Þúsundir tóku í gær þátt í mótmælum víða í Berlín gegn viðbrögðum þýskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum þrátt fyrir að það sé bannað. Enn liggur ekki fyrir hve margir úr röðum mótmælenda og lögreglu særðust. Einn lést.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Þrennt særðist alvarlega í skotárás í Berlín í nótt
Þrennt var flutt á sjúkrahús með alvarleg skotsár efir að skothríð braust út í Kreuzberg-hverfinu í Berlín í nótt og sá fjórði var dreginn upp úr skipaskurði með minniháttar skotsár á fæti. Lögregla upplýsir að sá hafi sjálfur stokkið í skurðinn til að forðast skothríðina. Ekkert hefur verið gefið upp um mögulegar ástæður að baki skotárásinni og margt er enn á huldu um atburðarás næturinnar, segir í frétt Der Spiegel.
26.12.2020 - 07:16
„Erfitt að halda sönsum en maður gerir sitt besta“
Halldór Armand Ásgeirsson segir kynningarstarfið sem fylgir bókaútgáfu kvíðvænlegt og gerólíkt því að sitja einn við skriftir eins og hann er vanur. Hann er búsettur í Berlín en er kominn til Íslands til að fylgja eftir nýrri skáldsögu eins og hægt er í heimsfaraldri.
30.10.2020 - 09:07
Spegillinn
Skemmdarverk á listmunum í Berlín
Skemmdarverk voru unnin á í það minnsta 70 listmunum - forngripum og seinni tíma listaverkum - í nokkrum söfnum á Safnaeyjunni svokölluðu í Berlín í byrjun október. Talið er að þetta sé mesta tjón sem orðið hefur á listaverkum í Þýskalandi frá stríðslokum. 
21.10.2020 - 16:33
Navalny til meðvitundar og heilsast betur
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi. Læknar venja hann nú hægt og rólega af öndunarvél og hann er sagður bregðast við áreiti. AFP fréttastofan greinir frá. Læknar á sjúkrahúsinu hafa sagt að það sé ljóst að Navalny hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
07.09.2020 - 13:54
Mörg þúsund Þjóðverjar mótmæla sóttvarnaraðgerðum
Um 15 þúsund Þjóðverjar flykktust út á götur Berlínar, höfuðborgar Þýskalands, í dag og mótmæltu sóttvarnaraðgerðum yfirvalda þar í landi. Samkvæmt fréttaritara BBC í Berlín voru í hópi mótmælendanna öfga-hægrimenn og fólk sem aðhyllist samsæriskenningar.
01.08.2020 - 17:43
„Klúbbarnir verða að lifa af“
Borgaryfirvöld í Berlín hafa ákveðið að styrkja fjörutíu og sex skemmtistaði og tónleikasali í borginni um 81 þúsund evrur hvern, sem jafngildir 13 milljónum íslenskra króna.
12.07.2020 - 15:47
Íslenskt listafólk færir hafið inn í miðja Berlín
Listaverk eftir á fjórða tug íslenskra listamanna, sem á einn eða annan hátt tengjast hafinu, voru til sýnis í menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín. Á meðan dyrnar að miðstöðinni voru læstar vegna COVID-19-faraldursins stóð fimmtán metra há innsetning Finnboga Péturssonar vaktina fyrir utan.
07.05.2020 - 15:27
100 kílóa sprengja fannst í Berlín
Vegfarandi í nágrenni Alexanderplatz í Berlín í Þýskalandi gekk fram á 100 kílóa ameríska sprengju í dag. Hún er frá síðari heimsstyrjöld en lögregla var kölluð til og afgirti svæðið. Engum varð meint af.
14.06.2019 - 14:25
Pistill
Í skapandi óreiðu Weimar-lýðveldisins
Næstkomandi sunnudag hefst sýning á þýsku þáttaröðinni Babýlon Berlín á RÚV og verður fróðlegt að fylgjast með henni, hún mun vera dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið á öðru máli en ensku og einnig hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. En það er þó ekki þáttaröðin sjálf sem hér er til umfjöllunar, heldur reyfararnir sem að baki standa, en það er óhætt að telja þá til mestu metsölubóka á þýskum markaði undanfarinn áratug.
01.03.2019 - 13:02
Saga af minnsta leikhúsi Þýskalands
„Hlutverk okkar leikara er að hreyfa við innstu tilfinningum fólks,“ segir stofnandi, eigandi, framkvæmdastjóri, leikmunahönnuður, leikstjóri og leikari minnsta leikhúss Þýskalands. Svala Arnardóttir fjallaði um leikhúsið í pistli frá Berlín í Víðsjá.
11.02.2018 - 10:00

Mest lesið