Færslur: Berlín

Mögulega þarf að kjósa aftur til Berlínarþings
Yfirkjörstjórn í þýsku höfuðborginni og sambandsríkinu Berlín hyggst kæra kosningarnar til ríkisþings Berlínar, sem haldnar voru samhliða þýsku þingkosningunum 26. september síðastliðinn. Ástæðan er sú að margir og alvarlegir misbrestir á framkvæmd kosninganna hafa komið í ljós, sem gætu leitt til þess að kjósa þurfi aftur til Berlínarþings.
15.10.2021 - 03:46
Þúsundir mótmæltu covid-ráðstöfunum á götum Berlínar
Þúsundir tóku í gær þátt í mótmælum víða í Berlín gegn viðbrögðum þýskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum þrátt fyrir að það sé bannað. Enn liggur ekki fyrir hve margir úr röðum mótmælenda og lögreglu særðust. Einn lést.
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45
Þrennt særðist alvarlega í skotárás í Berlín í nótt
Þrennt var flutt á sjúkrahús með alvarleg skotsár efir að skothríð braust út í Kreuzberg-hverfinu í Berlín í nótt og sá fjórði var dreginn upp úr skipaskurði með minniháttar skotsár á fæti. Lögregla upplýsir að sá hafi sjálfur stokkið í skurðinn til að forðast skothríðina. Ekkert hefur verið gefið upp um mögulegar ástæður að baki skotárásinni og margt er enn á huldu um atburðarás næturinnar, segir í frétt Der Spiegel.
26.12.2020 - 07:16
„Erfitt að halda sönsum en maður gerir sitt besta“
Halldór Armand Ásgeirsson segir kynningarstarfið sem fylgir bókaútgáfu kvíðvænlegt og gerólíkt því að sitja einn við skriftir eins og hann er vanur. Hann er búsettur í Berlín en er kominn til Íslands til að fylgja eftir nýrri skáldsögu eins og hægt er í heimsfaraldri.
30.10.2020 - 09:07
Spegillinn
Skemmdarverk á listmunum í Berlín
Skemmdarverk voru unnin á í það minnsta 70 listmunum - forngripum og seinni tíma listaverkum - í nokkrum söfnum á Safnaeyjunni svokölluðu í Berlín í byrjun október. Talið er að þetta sé mesta tjón sem orðið hefur á listaverkum í Þýskalandi frá stríðslokum. 
21.10.2020 - 16:33
Navalny til meðvitundar og heilsast betur
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi. Læknar venja hann nú hægt og rólega af öndunarvél og hann er sagður bregðast við áreiti. AFP fréttastofan greinir frá. Læknar á sjúkrahúsinu hafa sagt að það sé ljóst að Navalny hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
07.09.2020 - 13:54
Mörg þúsund Þjóðverjar mótmæla sóttvarnaraðgerðum
Um 15 þúsund Þjóðverjar flykktust út á götur Berlínar, höfuðborgar Þýskalands, í dag og mótmæltu sóttvarnaraðgerðum yfirvalda þar í landi. Samkvæmt fréttaritara BBC í Berlín voru í hópi mótmælendanna öfga-hægrimenn og fólk sem aðhyllist samsæriskenningar.
01.08.2020 - 17:43
„Klúbbarnir verða að lifa af“
Borgaryfirvöld í Berlín hafa ákveðið að styrkja fjörutíu og sex skemmtistaði og tónleikasali í borginni um 81 þúsund evrur hvern, sem jafngildir 13 milljónum íslenskra króna.
12.07.2020 - 15:47
Íslenskt listafólk færir hafið inn í miðja Berlín
Listaverk eftir á fjórða tug íslenskra listamanna, sem á einn eða annan hátt tengjast hafinu, voru til sýnis í menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín. Á meðan dyrnar að miðstöðinni voru læstar vegna COVID-19-faraldursins stóð fimmtán metra há innsetning Finnboga Péturssonar vaktina fyrir utan.
07.05.2020 - 15:27
100 kílóa sprengja fannst í Berlín
Vegfarandi í nágrenni Alexanderplatz í Berlín í Þýskalandi gekk fram á 100 kílóa ameríska sprengju í dag. Hún er frá síðari heimsstyrjöld en lögregla var kölluð til og afgirti svæðið. Engum varð meint af.
14.06.2019 - 14:25
Pistill
Í skapandi óreiðu Weimar-lýðveldisins
Næstkomandi sunnudag hefst sýning á þýsku þáttaröðinni Babýlon Berlín á RÚV og verður fróðlegt að fylgjast með henni, hún mun vera dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið á öðru máli en ensku og einnig hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorfenda. En það er þó ekki þáttaröðin sjálf sem hér er til umfjöllunar, heldur reyfararnir sem að baki standa, en það er óhætt að telja þá til mestu metsölubóka á þýskum markaði undanfarinn áratug.
01.03.2019 - 13:02
Saga af minnsta leikhúsi Þýskalands
„Hlutverk okkar leikara er að hreyfa við innstu tilfinningum fólks,“ segir stofnandi, eigandi, framkvæmdastjóri, leikmunahönnuður, leikstjóri og leikari minnsta leikhúss Þýskalands. Svala Arnardóttir fjallaði um leikhúsið í pistli frá Berlín í Víðsjá.
11.02.2018 - 10:00
Kínverjar gefa Berlínarbúum pandabirni
Tvær risapöndur lentu heilar á húfi í Berlín í gær, ásamt kínverskum sérfræðingum um pöndur og um það bil tonni af bambus. Borgarstjóri Berlínar, sendiherra Kína í Þýskalandi og fjöldinn allur af fréttafólki beið í eftirvæntingu eftir pöndunum, sem heita Meng Meng og Jiao Qing og eru gjöf frá Kína til Þýskalands. Var ekið með þær rakleiðis frá Schoenefeld-flugvelli til dýragarðsins í Berlín.
25.06.2017 - 03:38
Erlent · Kína · Berlín
Viðtal
„Svo hló RÚV bara þegar ég vildi fá Pál Óskar“
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr vinnur nú að endurhljóðblöndun á lagi keppandans sem bar sigurorð af honum í Söngvakeppninni, „Paper“ með Svölu Björgvinsdóttur.
18.04.2017 - 19:09