Færslur: Berklar

Covid-veikindi leggjast þungt á Landspítalann á ný
Búið er að loka fyrir innlagnir á meltingafæradeild Landspítalans vegna fjölda Covid-smita. Smit hafa greinst á sjö deildum spítalans til viðbótar. Smitsjúkdómalæknir segir að vaxandi stríðsátök og fólksflótti kyndi undir smitsjúkdómafaraldra í heiminum. Hann á ekki von á því að apabólan verði til mikilla vandræða á vesturlöndum.
19.06.2022 - 17:43
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Enginn smitast af berklum á Nesvöllum
Neyðarstjórn Hrafnistu, sem rekur hjúkrunarheimilið Nesvelli í Reykjanesbæ tilkynnti í dag að enginn hafi greinst með smitandi berkla í kjölfar þess að starfsmaður greindist með sjúkdóminn í seinustu viku. Íbúar heimilisins verða sendir í berklapróf. Tveir starfsmenn fengu jákvætt svar úr berklaprófi í hefðbundinni heilbrigðisskoðun.
16.03.2021 - 16:37
Berklasmit á Hrafnistu í Reykjanesbæ
Berklar greindust hjá starfsmanni Nesvalla, hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Keflavík í seinustu viku. Starfsfólk var sent í skoðun og voru einhverjir úr þeirra hópi með jákvætt sýni, en ekki liggur fyrir hvort þeir séu með virkt smit.
16.03.2021 - 15:48
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Indverjar hyggjast hefja bólusetningar gegn COVID-19 næstkomandi laugardag. Það er flókið og viðamikið verkefni enda telja Indverjar 1,3 milljarðar talsins, næstfjölmennasta þjóð heims.
11.01.2021 - 06:41
Gleði og sorg í sögum berklasjúklinga
Berklar voru þjóðarmein í upphafi 20. aldar. Árið 1927 var berklahæli reist að Kristnesi í Eyjafirði. Hælið varð örlagavaldur í lífi fólks, griðarstaður og heimili, en einnig afplánun og endastöð. Frásagnir fólksins sem dvaldist þar lifna nú við í útvarpsþætti.
21.05.2020 - 09:43
Berklasjúklingar upplifðu oft höfnun
María Pálsdóttir fékk þá hugmynd fyrir nokkru að breyta gamla berklahælinu að Kristnesi í Eyjafirði í safn um sögu berkla á Íslandi. Safnið á að vera sjónrænt ferðalag um missi og dauða en líka um von og lífsvilja.
18.01.2019 - 14:39
Menningarefni · Kristnes · Berklar · hæli · safn · Víðsjá