Færslur: Bergur Ebbi Benediktsson
Tímarnir okkar: Húkkuðum far með góðærislestinni
„Þetta er í rauninni endirinn á hefðbundinni plötuútgáfu, hún er í andarslitrunum þarna út af tækniframförum og breyttum viðskiptaháttum,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson um tímann þegar hljómsveit hans Sprengjuhöllin gaf út plötu sem hét einmitt Tímarnir okkar árið 2007.
13.08.2020 - 09:26
Uppbyggingar og ánægjustundir í Borgarleikhúsi
María Kristjánsdóttir fjallar um bækur á sviði, sýningarnar Um tímann og vatnið og Skjáskot í Borgarleikhúsinu sem byggjast á bókum eftir Andra Snæ Magnason og Berg Ebba Benediktsson. „Þetta eru ólíkir menn þó báðir séu ættaðir úr Norður Þingeyjarsýslu, liggi mikið á hjarta og báðir gefi út bækur á þessu ári. Og ólíkt er hvernig þeir takast á við viðfangsefnið,“ segir María.
28.11.2019 - 14:41
Ekki alveg heimsósómamegin við línuna
„Heimsósómabækur tilheyra öllum tímum. Það þarf alltaf einhver að grafast fyrir um hvers vegna við mannkynið erum lent í slíkum ógöngum sem við lendum í reglulega vegna okkar eigin óskynsömu hegðunar, sem við eigum eiginlega til ein allra dýra, og það þrátt fyrir að við köllum okkur hinn viti borna mann,“ segir Gauti Kristmannsson í pistli sínum um Skjáskot Bergs Ebba Benediktssonar.
05.10.2019 - 15:10
Úr rúllustiganum í fjórðu iðnbyltinguna
Í bókinni Skjáskot gerir Bergur Ebbi Benediktsson tilraun til að greina samtímann, og bera kennsl á hvernig sífellt hraðari tækniþróun fjórðu iðnbyltingarinnar er að hafa áhrif á hug og hjarta mannskepnunnar. En Bergur telur að tæknin muni ekki endilega þróast á þann hátt sem margir spá fyrir um þessar mundir.
23.09.2019 - 17:03
Lögfræðingur, uppistandari eða rithöfundur?
Bergur Ebbi ætti að vera flestum kunnugur, hvort sem það er sem tónlistarmaður, uppistandari eða rithöfundur. Hann var mánudagsgestur í Núllinu, ræddi fortíðina, nútíðina og ekki síst framtíðina.
25.06.2018 - 17:21