Færslur: Bergsveinn Birgisson

Myndskeið
„Kringlótt er fjöreggið, kringlótt er íslensk tunga“
Bergsveinn Birgisson flytur magnað kvæði sem hann orti og flutti þegar lagður var hornsteinn að Húsi íslenskunnar á sjálfan handritadaginn.
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bergsveinn Birgisson og Fríða Ísberg eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október.
Fræðimenn bregðast við gagnrýni Bergsveins
„Það er alveg réttmæt gagnrýni að þetta akademíska kerfi sem við búum við hvetur ekki beinlínis til þess að við séum í þessu mikilvæga samtali við umheiminn sem ég held að öll hugvísindi vilji vera í. Það er hins vegar mín tilfinning að stór hluti kennara við hugvísindasvið Háskóla Íslands séu í miklu samtali við umheiminn og leggi mikið á sig til að standa í þessu samtali, án þess að fá nokkur stig eða sérstaka umbun fyrir - aðra en þá hversu nærandi þessi samræða er,“
Viðtal
Fræðimenn eins og heilar bobblandi í spíritus
„Það er þessi hlutlæga, valdmannslega rödd – ‚svona er þetta bara!‘ – sem minnir mig helst á heila sem að bobblar í spíritus. Hún er algjörlega aftengd hinu mannlega og hinu persónulega,“ segir Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali við Víðsjá um það hvernig akademísk orðræðuhefð hefur þróast í hugvísindum.
27.05.2019 - 10:27
Gagnrýni
Ísmeygileg ádeila á vald og forréttindi
„Lesandi sem fílar alvöru sögulegar skáldsögur fær heldur betur fyrir snúð sinn," segir Steinunn Inga Óttarsdóttir um nýja skáldsögu Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslæk, sem nýlega var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Gagnrýni
Besta bók Bergsveins með magnaðan lokahnykk
Gagnrýnendur Kiljunnar eru mjög hrifnir af nýjustu bók Bergsveins Birgissonar, Lifandi lífslæk. „Ég þarf ekki að lesa neina krimma fyrir þessi jól, ég er búinn að lesa Lifandi lífslæk og það er nóg fyrir mig,“ segir Þorgeir Tryggvason.
Milljörðum varið í þætti eftir bók Bergsveins
Til stendur að gera sjónvarpsþáttaröð byggða á bók Bergsveins Birgissonar um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn. Þættirnir verða framleiddir af Paramount Pictures og leikstýrt af Norðmanninum Morten Tyldum.
Bergsveinn sleginn til riddara í Noregi
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur, hefur verið sleginn til riddara af Haraldi fimmta Noregskonungi fyrir „framúrskarandi störf í þágu Noregs sem og mannkyns.“
03.04.2017 - 16:51