Færslur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Kiljan
„Hún hefur haft alla þýðingu fyrir mig"
Guðrún Helgadóttir, ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar og fyrrum þingmaður, lést seint í síðasta mánuði. Um hana var fjallað í síðasta þætti Kiljunnar fyrir páska.
Kastljós
Þvílíkur heiður að fá svona lærimóður
Langelstur að eilífu er glænýr söngleikur með Sigga Sigurjóns í aðalhlutverki. Sýningin byggist á samnefndum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.
Bíóást
Katniss er næsta Ronja ræningjadóttir
Bergrún Íris Sævarsdóttir hafði bitið það sig að vilja alls ekki sjá Hungurleikana eða lesa bækurnar. Einn daginn sat hún föst í flugvél og lét sig hafa það að horfa á fyrstu myndina og mótþróinn gufaði upp. Hungurleikarnir eru í Bíóást á RÚV í kvöld.
Viðtal
Hefur aldrei getað horft á Hringjarann í Notre Dame
„Tilfinningin að sitja í barnaafmæli með fullt af börnum og það er verið að grýta tómötum í fatlaðan mann, maður er bara já. Ég hef aldrei klárað myndina,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir listfræðingur og baráttukona. Hún segir að fötlun í afþreyingarefni fyrir börn einkennist oft af innblástursklámi þar sem fötlunin sé eitthvað sem aðalpersónan þurfi að sigrast á, sem lýsi viðhorfi ófatlaðra handritshöfunda en ekki veruleika fatlaðra.
Stórhættulegu bókstafirnir og táknmálið á skjáinn
Yngsta kynslóð íslenskra lestarhesta þekkir verk Ævars Þórs Benediktssonar sem hefur eignast marga aðdáendur hér á landi. Í dag var tilkynnt um nýja sjónvarpsþætti sem eru í vinnslu og byggjast á bók Ævars og Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Stórhættulega stafrófinu. Þættirnir fjalla um Fjólu sem er að læra að lesa og vin hennar Valgeir Stefán sem er döff og kennir henni og áhorfendum íslenska táknmálið.
Tilnefnd til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins
Bergrún Íris Sævarsdóttir er tilnefnd til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins fyrir bókina Langelstur að eilífu. Þetta var tilkynnt á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins í Færeyjum í dag.
Sölvi Björn, Jón Viðar og Bergrún Íris verðlaunuð
Sölvi Björn Sigurðsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Jón Viðar Jónsson eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem afhent voru í 31. skipti við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld, þriðjudaginn 28. janúar.
Kiljan
Skrifar fyrir börn með virðinguna að leiðarljósi
Bergrún Íris Sævarsdóttir tekst á við dauðann í nýrri barnabók. Hún telur mikilvægt að ræða um viðkvæm mál við börn af heiðarleika og virðingu. „Mér finnst mikilvægt að tala við börn á heiðarlegan hátt, sem jafningja og af virðingu. Þau eru líka einstaklingar, með ólíkar tilfinningar.“