Færslur: Berglind Jóna Hlynsdóttir

Tollhúsið talar
Margir muna eftir bílastæðum á þaki Tollhússins við Tryggvagötu og forláta rampi sem lá upp á þakið. Myndlistarkonan Berglind Jóna Hlynsdóttir er hrifin að Tollhúsinu og hún hefur nú komið þar upp sýningu þar sem húsið sjálft tekur til máls. Sýningin er hluti af sýningaröðinni Haustlaukar sem Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir. „Þetta hús er góð áminning um að allar okkar hugmyndir um framtíðina bresta alltaf,“ segir Berglind en viðtal við hana úr Víðsjá á Rás 1 má heyra hér fyrir ofan.