Færslur: Bensínstöðvar

Búið að semja við olíufélögin um að loka í íbúabyggð
Reykjavíkurborg hefur náð samningum við öll olíufélög með starfsemi í borginni um fækkun bensínstöðva í íbúahverfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni en fækkunin er í samræmi við stefnu borgarinnar í loftslags- og lýðheilsumálum.
11.02.2022 - 15:05
Lítraverð á bensíni hækkað um 40 krónur á árinu
Bensínverð á Íslandi er í hæstu hæðum. Algengt útsöluverð hefur hækkað um 40 krónur frá áramótum og lítraverð á höfuðborgarsvæðinu slagar nú víða upp í 270 krónur, þótt það sé lægra á stöku stað í borginni.
13.10.2021 - 13:16
Fækkun stöðva ætti að þýða lægra eldsneytisverð
Félag Íslenskra bifreiðaeigenda fagnar fyrirhugaðri fækkun bensínstöðva í Reykjavík. Með því eigi neytendur frekar heimtingu á lægra eldsneytisverði en talið er að önnur þjónusta stöðvanna færist annað.
Myndskeið
Nærri 50 króna munur á bensínlítranum
Nærri 50 króna verðmunur er á ódýrasta bensínlítranum og þeim dýrasta. Þannig er 64.000 krónum dýrara á ári að kaupa bensín á fjölskyldubílinn ef alltaf er keypt þar sem dýrast er en ef dælt er þar sem verðið er lægst. Hægt er að spara sér töluverðar fjárhæðir með að aka nokkra kílómetra milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu.
28.06.2021 - 22:45
Skeljungur skoðar sölu á fasteignum
Stjórn Skeljungs hefur ákveðið að ráðast í mat á kostum fyrirtækisins á eignarhaldi á fasteignum. Í því felst að skoða möguleikann á að selja bensínstöðvar félagsins.
23.06.2021 - 16:17
Lestin
Nýtt líf í vel hönnuðum bensínstöðvum
Samgöngur eru að taka stakkaskiptum um þessar mundir, í Reykjavík og í borgum um allan heim.
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.