Færslur: Benjamin Netanyahu

Ný ríkisstjórn Ísraels staðfest á þingi
Staðfest verður formlega á ísraelska þinginu í dag að Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hafi myndað nýja ríkisstjórn. Hún sver embættiseið í síðasta lagi eftir viku. Benjamín Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra, segir að kosningasvikum hafi verið beitt til að koma honum frá völdum.
07.06.2021 - 12:56
Ný ríkisstjórn mynduð í Ísrael
Stjórnarmyndunarviðræður í Ísrael tókust á síðustu stundu fyrr í kvöld. Yair Lapid, formaður miðjuflokksins Yesh Atid, sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum mínútum áður en stjórnarmyndunarumboð hans rann út.
02.06.2021 - 20:56
Reyna stjórnarmyndun í kappi við tímann
Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, segir að enn séu mörg ágreiningsmál óleyst áður en hægt verður að tilkynna um myndun samsteypustjórnar sem bindur enda á stjórnartíð Benjamíns Netanyahús síðastliðin tólf ár.
31.05.2021 - 16:39
Meta hvort hætta skuli loftárásum á Gaza
Ísraelsmenn eru sagðir vera að meta hvort nú sé rétti tíminn til að hætta loftárásum á Gaza-svæðið. Þeir séu þó reiðubúnir að halda þeim áfram enn um sinn. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld alls staðar að um að semja um vopnahlé, þar á meðal frá Bandaríkjunum.
Netanyahu mættur í dómssal
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels til tólf ára, mætti í dómsal héraðsdóms Jerúsalemborgar í morgun, þar sem málflutningur í kærumáli gegn honum er að hefjast.
05.04.2021 - 07:24
Útgönguspár boða ekki lausn á stjórnarkreppu í Ísrael
Útgönguspár í Ísrael benda ekki til að lausn á stjórnarkreppu þar í landi sé í augsýn. Útgönguspárnar voru birtar klukkan átta í kvöld þegar kjörstöðum var lokað.
23.03.2021 - 20:48