Færslur: Benedikt Erlingsson

Gagnrýni
Hvað myndum við gera ef nashyrningar gerðu innrás?
Er leiksýningin Nashyrningarnir enn ein uppfærslan sem mætir of seint í partýið, spyr Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „til að velta vöngum yfir popúlisma í pólitík nútímans, vaxandi rasisma og jafnvel Donald Trump?“
Viðtal
„Dönum finnst Íslendingar ekkert töff“
„Það er svo gaman við Dani að þeim finnst við ekkert exótísk og finnst Íslendingar ekkert töff. Þeir vita varla af því að þeir hafi átt þetta. Það er svo skemmtilegt og hollt fyrir okkur stundum,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri sem vinnur að sjónvarpsþáttum um danska konu sem flytur til Íslands og er staðráðin í að ala Íslendinga upp að dönskum sið.
„Fólk var líka svo þakklátt að sjá Ingvar“
Upptaka frá geysivinsælli sýningu á Íslandsklukkunni verður á dagskrá RÚV 2 í kvöld. Benedikt Erlingsson var fyrir tíu árum fenginn til að leikstýra og vinna nýja leikgerð eftir bók Halldórs Laxness sem sett var upp í tilfefni af 60 ára afmæli Þjóðleikhússins.
Kona fer í stríð ein af bestu myndum ársins
Kvikmyndin Kona fer í stríð er í sjöunda til tíunda sæti yfir bestu myndir ársins hingað til samkvæmt vefnum Rotten Tomatoes, en 97% af þeim 102 dómum sem síðan hefur safnað um myndina eru jákvæðir.
Gagnrýni
Hugmyndafræðileg gúrkutíð Jóns Gnarr
„Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson [hefðu] svo sannarlega ekki þurft að setja upp tveggja tíma langt leikrit til að koma þessum skilaboðum áleiðis,“ segir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason gagnrýnandi um leikritið Súper í Þjóðleikhúsinu. Verkið sé hálfbökuð ádeila sem hefði gengið betur upp í hnitmiðuðum tveggja mínútna skets.
Kona fer í stríð heltist úr Óskarslestinni
Tilkynnt hefur verið um hvaða myndir hafa komist á stuttlista Óskarsverðlaunanna í flokki kvikmynda á erlendum málum. Kona fer í stríð, sem var framlag Íslands til verðlaunanna, nær ekki inn á listann.
Íslendingar með tvenn verðlaun Norðurlandaráðs
Afhending verðlauna Norðurlandaráðs fór fram í kvöld. Þar hlutu Íslendingar verðlaun í tveimur flokkum, fyrir bestu bók og bestu kvikmynd. Einnig voru veitt verðlaun í flokki barna- og unglingabókmennta og tónlistar, auk umhverfisverðlauna.
Kona fer í stríð tilnefnd til verðlauna
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta var tilkynnt á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugasundi rétt í þessu. Þá er Vetrarbræður, mynd Hlyns Pálmasonar tilnefnd sem framlag Danmerkur.
Næsta mynd verður útópía
„Ég lék mér að því að ég bjarga heiminum með þessari mynd,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri í samtali um nýjasta verk sitt, Kona fer í stríð, sem hefur hlotið tilnefningar og mikið lof á kvikmyndahátíðum víða um heim. Benedikt hefur nú hafist handa við rannsóknarvinnu fyrir næstu mynd.
Gagnrýni
Kórstjóri umbreytist í ofurhetju öræfanna
Kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnuleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.
Viðtal
Skemmtileg áminning um yfirvofandi heimsendi
„Ég vildi gera mynd sem væri aðgengileg og myndi höfða til breiðs hóps um alvarlegt og aðkallandi málefni,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri um kvikmyndina Kona fer í stríð, sem var frumsýnd í vikunni.
Mynd Benedikts sögð ein sú besta á Cannes
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er ein af 20 bestu kvikmyndunum á Cannes að mati gagnrýnenda The Hollywood Reporter. Meðal annarra mynda sem komust á blað eru nýjasta afurð Spike Lee, kvikmynd eftir bók Haruki Murakami og heimildarmynd um bandarísku söngkonuna Whitney Houston.
Viðtal
Eins manns her á móti auðvaldinu
Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í síðustu viku. Gagnrýnendur erlendra fjölmiðla hafa tekið henni vel og hefur hún þegar hlotið tvenn verðlaun. Myndin fjallar um hugsjónamanneskju sem hefur farið yfir ákveðna línu í sinni baráttu.
Kona fer í stríð hlýtur Gyllta lestarteininn
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð hlaut í gærkvöldi Gyllta lestarteininn eða Grand Rail d‘Or en verðlaunin eru veitt af kvikmyndaunnendum úr hópi lestarstarfsmanna sem sækja Critics Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Benedikt og Ólafur fá verðlaun á Critic's Week
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð unnu til SACD verðlaunanna sem samtök handritshöfunda og tónskálda veita á Critic's Week, sem er hliðardagskrá á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Greint er frá þessu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Myndskeið
Daginn eftir frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Benedikt og félagar héldu dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
15.05.2018 - 10:05
Talið niður í frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Benedikt og félagar héldu dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
13.05.2018 - 16:15
Kona fer í stríð fær lofsamlega dóma í Cannes
Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á föstudag hefur fengið frábæra dóma hjá erlendum miðlum um helgina.
Myndskeið
Einn dagur í frumsýningu í Cannes
Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, verður heimsfrumsýnd á á kvikmyndahátíðinni í Cannes og keppir til verðlauna. Benedikt og félagar halda dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.
Myndskeið
„Glettin, hlý og frumleg“
Stikla nýjustu kvikmyndar Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð var frumsýnd á dögunum en vefsíða Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í einn sólarhring. Myndin hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna en hún hefur verið valin til þáttöku á Critics‘ Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Kona fer í stríð til Cannes
Kona fer í stríð, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin til þátttöku á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem sem hún verður heimsfrumsýnd.
Guðmundi Steinssyni aldrei gerð betri skil
„Í engri sýningu hef ég áður séð leikskáldinu Guðmundi Steinssyni gerð betri og fjölþættari skil,“ segir María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um leikverkið Húsið sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Þarna er hann ákafi predikarinn, dansandi á mörkum hvunndags og fantasíu þegar hann nánast barnslega írónískur afhjúpar hræsnisfullt firrt samfélag okkar.“
Hús tíðarandans
Leikritið Húsið eftir Guðmund Steinsson vekur heimspekilegar spurningar, framúrskarandi leikmynd og búningar standa fyrir sínu en predikunartónninn í verkinu eldist illa, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.
Er hægt að vera húseigandi og góð manneskja?
Húsið, áður ósýnt verk eftir Guðmund Steinsson, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Það tók verkið næstum því hálfa öld að rata á svið en efniviður þess hefur ef til vill aldrei átt jafn vel við og nú á tímum háspennu á fasteignamarkaði. Kristbjörg Kjeld, ekkja Guðmundar, fer með eitt aðalhlutverkanna.