Færslur: benedikt bogason

Hæstiréttur sýknaði Jón af kröfu forseta Hæstaréttar
Hæstiréttur sýknaði í dag Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara af kröfu Benedikts Bogasonar forseta Hæstaréttar í meiðyrðamáli. Benedikt krafðist ómerkingar fimm ummæla sem birtust í bók Jón Steinars, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, sem kom út árið 2017 og að honum yrðu greiddar tvær milljónir króna með vöxtum og verðtryggingu, auk dráttarvaxta, í miskabætur vegna þeirra.
Benedikt vill mál gegn Jóni Steinari til Hæstaréttar
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, hafði samband við forseta Landsréttar til að ræða um hæfi dómara í meiðyrðamáli sem höfðað var gegn honum. Lögmaður stefnanda segir augljóst að hann hafi verið að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Jón Steinar segir ekkert við það að athuga þótt slík samtöl fari fram.