Færslur: Beirút
Stærsta sprenging aldarinnar
Í ágúst í fyrra varð mesta sprenging aldarinnar þegar 500 tonn af ammóníum-nítrati sprakk í loft upp við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanon. Rykið eftir sprenginguna var ekki fyrr sest yfir borgina en kastljósi alþjóðlegra fjölmiðla var beint eitthvert annað. Yasmina Hilal segir Þórði Inga Jónssyni sögu sína af sprengingunni í Beirút.
21.02.2021 - 14:43
Ráðherrar sakaðir um vanrækslu vegna sprengingarinnar
Sitjandi forsætisráðherra og þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Líbanons hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu vegna mikillar sprengingar sem varð á hafnarsvæði höfuðborgarinnar Beirút í ágúst.
11.12.2020 - 19:23
Ekkert lífsmark lengur undir rústum í Beirút
Ekki heyrist lengur lífsmark undir rústum byggingar í Beirút sem hrundi í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn. Sérstakur nemi leitarmanna nam hjartslátt fyrir nokkrum dögum, en hann greinist ekki lengur.
05.09.2020 - 23:30
Þrír sýknaðir, einn sakfelldur í Hariri-máli
Dómur var kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Þrír þeirra voru sýknaðir af öllum ákæruliðum.
18.08.2020 - 14:33
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Hann var ráðinn af dögum í Beirút árið 2005. Bílsprengja varð honum og 21 öðrum að bana, 226 slösuðust.
18.08.2020 - 11:15
Tollstjóri Líbanon handtekinn
Tollstjóri Líbanon, Badri Daher, hefur verið handtekinn. Fadi Sawan dómari, sem rannsakar sprenginguna miklu í Beirút, fyrirskipaði handtökuna í dag.
17.08.2020 - 17:55
Heilbrigðisráðherra Líbanons krefst útgöngubanns
Sjúkrahús í Beirút eiga sífellt erfiðara með að taka á móti sjúklingum með Covid-19. Þetta kom fram í máli Hamads Hassan heilbrigðisráðherra Líbanons á blaðamannafundi. Tilfellum hefur fjölgað mjög að undanförnu, svo að í óefni stefnir.
17.08.2020 - 13:20
Rannsaka mengun af sprengingunni í Beirút
Rannsókn stendur yfir á hvaða mengandi efni dreifðust yfir Beirút og Miðjarðarhafið í sprengingunni miklu 4. ágúst síðastliðinn.
14.08.2020 - 18:40
Aðrar hafnir í Líbanon taka við hlutverki Beirút
Hafnarborginni Trípóli norður af Beirút er ætlað að taka tímabundið við hlutverki höfuðborgarinnar sem aðalhöfn Líbanons.
13.08.2020 - 13:30
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.
12.08.2020 - 17:53
Kallað eftir djúpstæðum umbótum í Líbanon
Rauði krossinn í Líbanon fær eina milljón evra frá þýskum stjórnvöldum. Það jafngildir ríflega 160 milljónum íslenskra króna. Þessu hét Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands í heimsókn sinni til Beirút í dag.
12.08.2020 - 15:19
Mínútuþögn í Beirút til að minnast fórnarlamba
Þögn sló á Beirút kl. 15:09 í dag að íslenskum tíma, til að minnast þeirra tæplega tvö hundruð sem talið er að hafi látist í sprengingunni miklu í síðustu viku.
11.08.2020 - 17:10
Íslendingar senda 20 milljónir til matvælaaðstoðar
Íslensk stjórnvöld ætla að verja tuttugu milljónum króna til matvælaaðstoðar í Líbanon vegna hamfarasprenginga í höfuðborgarinni Beirút í siðustu viku. Framlagið er til viðbótar því sem íslensk stjórnvöld verja þegar til mannúðaraðstoðar í landinu og fer til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.
11.08.2020 - 15:31
Ríkisstjórn Líbanons fer frá völdum
Forsætisráðherra Líbanons, Hassan Diab, tilkynnti afsögn sina og ríkisstjórnar sinnar í dag í kjölfar mikilla mótmæla í landinu eftir sprenginguna miklu í Beirút 4. ágúst. Kallað hefur verið eftir róttækum breytingum á stjórnkerfi landsins sem hefur glímt við efnahagsvanda og spillingu um árabil.
10.08.2020 - 17:26
Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér í Líbanon
Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Libanons hafa sagt af sér á undanförnum dögum.
Ghazi Wazni, fjármálaráðherra og Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra, tilkynntu afsögn í morgun. Nú er vitað að meir en 200 fórust í sprenginunum í höfuðborg landsins, Beirút, á þriðjudag í síðustu viku. Mikil reiði ríkir í Líbanon og enn var krafist gagngerra breytinga á stjórnarfari í mótmælum í gær.
10.08.2020 - 13:06
Þriðji ráðherrann hættur eftir sprenginguna í Beirút
Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra Líbanons, sagði af sér í morgun. Hún er þriðji ráðherrann sem segir af sér frá því á laugardag. Hún hafði áður lagt til að öll ríkisstjórnin færi frá.
10.08.2020 - 11:13
Táragasi beitt á mótmælendur - skothvellir hafa heyrst
Lögreglan í Beirút beitti í dag táragasi á mótmælendur sem krefjast aðgerða í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í borginni á þriðjudag. Samkvæmt fréttastofu Reuters hafa skothvellir heyrst. Sprengingin varð í vöruskemmu á hafnarsvæði Beirút en talið er að þúsundir tonna ammóníumnítrats hafi verið í skemmunni. Þá hefur fyrrverandi hafnarstarfsmaður greint frá því að þar hafi einnig verið geymt mikið magn flugelda.
08.08.2020 - 17:06
Flugeldar geymdir í sömu skemmu og sprengiefnið
Flugeldar voru geymdir í sömu vöruskemmu og ammóníum-nítrat sprengiefnið, sem kostaði á annað hundrað manns lífið síðast liðinn þriðjudag og olli því um 300.000 íbúa Beirút eru nú heimilislausar.
07.08.2020 - 20:35
Reiði og vonleysi í Beirút
Nú er vitað um 154 sem létust í sprengingunni miklu í Beirút á þriðjudaginn. Auk heimamanna leita franskar og rússneskar björgunarsveitir áfram í rústum mannvirkja í borginni. Michel Aoun, forseti Líbanons útilokar ekki að flugskeyti eða sprengja hafi valdið valdið hörmungunum.
07.08.2020 - 13:37
Hörmungarnar í Beirút:„Öllum er sama um okkur“
Reiðir og örvæntingarfullir Beirútbúar hópuðust að forseta Frakklands sem kom til Líbanon í morgun og grátbáðu um aðstoð. Krafa um óháða rannsókn á hörmungunum í Beirút verður sífellt háværari.
06.08.2020 - 21:00
„Maður finnur að þetta fær virkilega á fólk“
Þörfin fyrir aðstoð í Beirút, höfuðborg Líbanon, er gríðarleg eftir að miklar sprengingar urðu þar í gær með þeim afleiðingum að yfir eitt hundrað eru látin og yfir 4.000 særð. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, en Rauði krossinn á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna sprenginganna.
05.08.2020 - 17:07
Sprengiefnið endaði í Beirút eftir gjaldþrot
135 hafa fundist látin eftir sprengingar í Beirút, höfuðborg Líbanons í gær. Sprengiefnið, ammóníum nítrat, hafði verið í vöruskemmu við höfnina síðan árið 2013, eftir að eigandi skips varð gjaldþrota. Tuga er enn saknað og því liggur mikið á að finna fólk sem fyrst og hafa erlend ríki sent rústabjörgunarfólk á vettvang.
05.08.2020 - 15:58
Yfir 100 manns saknað eftir sprengingarnar í Beirút
Yfir hundrað manns er saknað eftir sprengingarnar við höfnina í Beirút í Líbanon í gær. Þegar hefur verið staðfest að yfir eitt hundrað hafi látist og að á fimmta þúsund hafi slasast.
05.08.2020 - 13:34
Mikið manntjón í Beirút
Vitað er að meira en 100 létu lífið í tveimur miklum sprengingum við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Líklega hafa mun fleiri látist. Yfir fjögur þúsund særðust í sprengingunni. Margir eru alvarlega sárir.
05.08.2020 - 12:45
Óttast að mannfall í Beirút sé mun meira
Staðfest hefur verið að minnst eitt hundrað séu látin eftir sprenginguna við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af því að manntjónið sé mun meira því fjölmargra sé saknað.
05.08.2020 - 12:22