Færslur: Bein leið

Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ
Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í kvöld.
Valgerður Björk leiðir lista Beinnar leiðar
Valgerður Björk Pálsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, er nýr oddviti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Hún skipar efsta sæti á lista framboðsins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem samþykktur var á dögunum. Helga María Finnbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Isavia, er í öðru sæti Birgir Már Helgason, málari og atvinnurekandi, skipar þriðja sætið. Guðbrandur Einarsson, núverandi bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, var kosinn á þing síðastliðið haust og skipar heiuðrsætið.
Sveitarstjórnarkosningar
Framboðsfundur í Reykjanesbæ
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá Fjölskyldusetrinu í bænum í kvöld, 11. maí.

Mest lesið