Færslur: barneignir

Kínverjar mega nú eignast þrjú börn
Í fyrsta sinn í ríflega fjörtíu ár mega Kínverjar eignast allt að þrjú börn. Lögum um barneignir var breytt þar í landi á föstudag.
22.08.2021 - 12:42
Erlent · Kína · barneignir · Börn
Tengivagninn
Brotnaði saman þegar drengurinn kom í heiminn
„Ég algjörlega missti mig. Ég grenjaði og grenjaði og hló og hló,“ segir Jóhann Kristófer Stefánsson nýbakaður faðir og listamaður um þá stund þegar frumburður hans kom í heiminn eftir langa fæðingu. Hann unir sér vel í nýja hlutverkinu og segist algjörlega ástfanginn af syninum. „Það er fyrst og fremst stórkostlegt að eignast barn,“ segir hann.
22.08.2021 - 09:00
Þjónusta við barneignir grunnatriði en ekki lúxus
„Þjónusta við fjölskyldur á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu hefur ekki verið talin lúxus, heldur grunnheilbrigðisþjónusta,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir fyrir hönd Ljósmæðrafélags Íslands. Þetta eru viðbrögð félagsins við ummælum Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.
Ástarsögur
Sagði engum frá, nema ókunnugri konu í strætó
„Má ég segja þér svolítið? Það er leyndarmál en mig langar bara svo að segja,“ spurði Pétur Hjörvar Þorkelsson konu sem hann hafði aldrei séð fyrr og tilkynnti henni svo að hann væri að verða faðir. Þegar þau hittust aftur nokkrum árum síðar mundu þau bæði eftir því að hafa deilt þessu leyndarmáli í örlagaríkri strætóferð.
18.07.2021 - 09:00
Aukið barnalán áskorun fyrir Landspítalann
Landspítalinn býr sig undir meiriháttar barnabylgju í sumar, útlit er fyrir að hvítvoðungarnir skjótist í heiminn í gríð og erg. Yfirljósmóðir á Landspítalanum skrifar þetta að hluta til á heimsfaraldurinn. Hún vinnur nú að því að tryggja nægan mannskap og húsrúm til að taka á móti börnunum. Starfsfólk hefur verið beðið um að stytta sumarfrí.
Morgunvaktin
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki
Fæðingartíðni virðist hafa lækkað í heiminum eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Hún hefur lækkað stöðugt síðasta áratuginn og er í sögulegu lágmarki hér á landi. Þetta segir Ari Klængur Jónsson, doktor í félagsvísindum og mannfjöldatíðni, í viðtali í Morgunvaktinni á Rás 1.
21.05.2021 - 08:09
Myndskeið
Eignuðust þríbura: „Ég held að þetta sé búið hjá okkur“
Par á þrítugsaldri sem eignaðist þríbura á skírdag hyggur ekki á frekari barneiginir, en fyrir átti parið eitt barn. Þau segja að tilfinningin sé bæði óraunveruleg og „sturluð“, og að þau séu búin að kaupa sér bæði rútu og stærra húsnæði. Börnunum heilsast vel.
06.04.2021 - 19:24
Mikilvægt að börn viti hver systkini þeirra eru
Það er sérstaklega mikilvægt, í jafn litlu samfélagi og Íslandi að börn, sem eru getin með gjafakynfrumum, fái að vita uppruna sinn. Tími er kominn til að breyta lögum í þessa veru. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr fjórum flokkum um rétt barna til að þekkja uppruna sinn.
Myndskeið
Gaf ellefu pörum egg
Kona sem gaf ellefu pörum egg segir gott að hugsa til þess að hún hafi hjálpað þeim að eignast óskabörn. Hún mælir með því að fólk kynni sér hvað felst í að gefa kynfrumur sínar, það eigi ekki að vera neitt feimnismál.
17.03.2021 - 07:34
Myndskeið
Það þarf bæði hugrekki og stórt hjarta
Tugir barnlausra para og einstaklinga bíða eftir því að þiggja bæði egg og sæði hjá læknastofunni Livio sem sérhæfir sig í frjósemismeðferðum. Kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og biðlistar lengdust. Yfirlæknir segir að það þurfi bæði hugrekki og stórt hjarta til að gefa kynfrumur. 
14.03.2021 - 21:14
Myndskeið
„Maður spyr ekkert: Ertu til í að gefa mér egg?“
Kona, sem hefur í mörg ár reynt að eignast barn og fékk nýverið að vita að hún hefði fæðst með of fá egg, sér fram á að þurfa að bíða í að minnsta kosti tvö ár eftir að fá gjafaegg. Hún vill opna umræðu um ófrjósemi og þann möguleika að hjálpa öðrum til að eignast barn.
13.03.2021 - 19:38
Viðtal
„Erum að slást í öll þessi ár og úr varð ótrúleg saga“
Skúli Sigurðsson var á sextánda ári þegar hann greindist með eitilfrumukrabbamein. Það varð ljóst að eftir meðferðina væri óvíst að hann myndi einhvern tíma geta eignast börn. Eftir tíu tæknifrjóvganir og tilraun til ættleiðingar sem ekki varð, eignuðust hann og Erla Reynisdóttir kona hans fjögur börn á aðeins þremur árum. Þau vona að saga þeirra geti verið öðrum hvatning.
21.02.2021 - 10:15
Mannlegi þátturinn
Fannst barneignir álíka freistandi og að kveikja í sér
„Ég þorði ekki að sitja á móti strákum, ég var svo hrædd um að verða ólétt bara við það,“ segir tónlistarkonan Unnur Birna Bassadóttir sem er haldin fæðingarótta eða tókófóbíu, sem er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Hún gengur með sitt fyrsta barn og er þrátt fyrir allt spennt fyrir móðurhlutverkinu.
20.10.2020 - 15:33