Færslur: Barnaverndarmál

Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Myndskeið
COVID-áhrifin verða langtímaverkefni barnaverndar
Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 20% síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að það sé langtímaverkefni fyrir barnaverndarkerfið að vinda ofan af þeim áhrifum sem faraldurinn hefur haft á börn. 
26.04.2021 - 19:40
Lögregla rannsakar ofbeldi gegn barni á leikskóla
Starfsmaður í leikskólanum Sólborg í Sandgerði hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Málið var kært til lögreglu og er rannsókn þess langt komin.
26.04.2021 - 13:51
Hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda
Ingvar Páll Ingason, faðir drengs í Fossvogsskóla, hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það sem hann nefnir ofbeldi Reykjavíkurborgar gagnvart barninu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ingvars.
Ráðherra lætur skoða starfsemi Laugalands
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar kanni hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi sem rekið var af Barnaverndarstofu á árunum 1997 til 2007 hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan þau dvöldu þar.
19.02.2021 - 22:41
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Mikill fjöldi tilkynninga til barnavernda í ár
Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
Metfjöldi viðtala í Barnahúsi vegna ofbeldis
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Hún segir að kórónuveirufaraldurinn spili þar stórt hlutverk og að bætt hafi verið við starfsfóki barnaverndanefnda undanfarna mánuði og starfsemi þeirra styrkt.
07.11.2020 - 13:51
12% fleiri börn tilkynnt til barnaverndarnefnda
Barnaverndarnefndum bárust 9.570 tilkynningar vegna 7.552 barna fyrstu níu mánuði ársins. Það er 14,3% meira en á sama tímabili árið á undan og aukning um 27,5% ef miðað er við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Í fyrra bárust tilkynningar vegna 6.675 barna á sama tímabili og því  hefur verið tilkynnt um 12% fleiri börn það sem af er þessu ári.
07.11.2020 - 09:18
Bregðast þurfi við alvarlegri stöðu í barnaverndarmálum
Nauðsynlegt er að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna mikillar fjölgunar tilkynninga til barnaverndar og auknum alvarleika mála.
24.10.2020 - 09:41
Ungur maður viðurkennir brotin á Siglufirði
Unglingur var í gærkvöldi handtekinn á Siglufirði grunaður um fjölda innbrota, þjófnaða og skemmdarverka í bænum undanfarna daga. Hann hefur gengist við brotunum. 
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Ráðherrar trassað í 18 ár að setja reglur um þvinganir
Félagsmálaráðherra og forverar hans hafa árum saman trassað að setja reglur um þvingunarúrræði á Stuðlum, að sögn Umboðsmanns Alþingis, sem gerir margháttaðar athugasemdir og tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu.
18.05.2020 - 21:50
Barn í fangelsi: Sjaldgæft en ekki brot á Barnasáttmála
Sautján ára piltur sem var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífsstunguárásar situr í einangrun í fangelsi, þrátt fyrir að lög segi að börn undir átján ára skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi nema önnur úrræði bjóðist ekki. Fangelsismálastjóri og forstjóri Barnaverndarstofu segja sárasjaldgæft að þetta sé gert.
25.04.2020 - 12:38
Umtalsverð fjölgun tilkynninga til barnaverndar í mars
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjarvíkur fjölgaði umtalsvert í seinni hluta marsmánaðar, eftir fáar tilkynningar framan af mánuði. Tölurnar sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.
Hefur áhyggjur af barnaverndarmálum og boðar aðgerðir
Félagsmálaráherra segist hafa talsvert miklar áhyggjur af því að færri tilkynningar berist barnavernd vegna COVID-ástandsins og boðar aðgerðir til að ná til barna í vanda.
28.03.2020 - 18:27
Færri tilkynningar til barnavernda vegna minni samgangs
Tilkynningum til barnaverndar fækkar í ástandinu sem nú ríkir. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir þetta mikið áhyggjuefni og framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikilvægt að nú séu allir vakandi, því að aðstæður þeirra barna sem veikast standa hafi breyst mest.
28.03.2020 - 12:52
Hæstiréttur snýr við dómi í umdeildu forsjármáli
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Landsréttar í umdeildu forsjármáli og svipti foreldra umsjá tveggja barna sinna. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar áfrýjaði dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Systkinin hafa verið vistuð utan heimilis í rúm þrjú ár. Þau voru tekin af heimilinu þegar faðirinn var grunaður um kynferðisbrot gegn eldra barninu.
Stofnanir ættu sjálfar að tilkynna til barnaverndar
Ráðalausir foreldar hafa fengið ábendingar frá starfsfólki stofnana um að tilkynna sjálfa sig til barnaverndar. Forstöðumaður barnaverndar spyr hvers vegna stofnanir tilkynni málin ekki sjálf. Unnið er að því að gera tilkynningar til barnaverndar á Akureyri rafrænar.
29.11.2019 - 08:42
Löng meðferð valdið kvíða og raskað fjölskyldulífi
Meðferð barnaverndarnefndar í máli ungs drengs hefur haft alvarlegar og varanleg áhrif á fjölskyldu hans. Grunur lék á að þau hefðu hrist son sinn sumarið 2013. Foreldrarnir neita því og segja að heilablæðing sem drengurinn hlaut sé afleiðing þess að hann féll aftur fyrir sig á heimili þeirra. Foreldrarnir hafa flosnað upp úr námi og slitið samvistum og glíma bæði við mikinn kvíða og þunglyndi.
Eiga að koma á aukinni umgengni við foreldra
Landsréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms um að svipta foreldra forsjá barna sinna. Dóttir þeirra hafði sagst hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Í kjölfarið var hann ákærður og börnin vistuð utan heimilis. Faðirinn var síðar sýknaður af sakargiftunum. Barnaverndaryfirvöld fóru engu að síður fram á sviptingu forsjár, sem héraðsdómur staðfesti meðal annars með vísan í vilja barnanna og ótta þeirra við föður sinn.
01.11.2019 - 17:39
Gott mál ef fólk leitar til barnaverndarnefnda
Hundruð fjölskyldna eru í vanda vegna úrræðaleysis í aðstæðum vegna barna með ADHD-greiningu, segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Samtals eru um þúsund á biðlista eftir greiningu hjá Landspítala og þroska- og hegðunarstöðinni.
Fagnar boðuðum aðgerðum ráðherra í þágu barna
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fagnar boðuðum aðgerðum félags- og barnamálaráðherra vegna þeirrar tölfræði sem UNICEF birti í síðustu viku. Þar kom fram að um 13 þúsund barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, eða um 16,4 prósent.
29.05.2019 - 11:40