Færslur: Barnaverndarmál

Bregðast þurfi við alvarlegri stöðu í barnaverndarmálum
Nauðsynlegt er að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna mikillar fjölgunar tilkynninga til barnaverndar og auknum alvarleika mála.
24.10.2020 - 09:41
Ungur maður viðurkennir brotin á Siglufirði
Unglingur var í gærkvöldi handtekinn á Siglufirði grunaður um fjölda innbrota, þjófnaða og skemmdarverka í bænum undanfarna daga. Hann hefur gengist við brotunum. 
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Ráðherrar trassað í 18 ár að setja reglur um þvinganir
Félagsmálaráðherra og forverar hans hafa árum saman trassað að setja reglur um þvingunarúrræði á Stuðlum, að sögn Umboðsmanns Alþingis, sem gerir margháttaðar athugasemdir og tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu.
18.05.2020 - 21:50
Barn í fangelsi: Sjaldgæft en ekki brot á Barnasáttmála
Sautján ára piltur sem var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífsstunguárásar situr í einangrun í fangelsi, þrátt fyrir að lög segi að börn undir átján ára skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi nema önnur úrræði bjóðist ekki. Fangelsismálastjóri og forstjóri Barnaverndarstofu segja sárasjaldgæft að þetta sé gert.
25.04.2020 - 12:38
Umtalsverð fjölgun tilkynninga til barnaverndar í mars
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjarvíkur fjölgaði umtalsvert í seinni hluta marsmánaðar, eftir fáar tilkynningar framan af mánuði. Tölurnar sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.
Hefur áhyggjur af barnaverndarmálum og boðar aðgerðir
Félagsmálaráherra segist hafa talsvert miklar áhyggjur af því að færri tilkynningar berist barnavernd vegna COVID-ástandsins og boðar aðgerðir til að ná til barna í vanda.
28.03.2020 - 18:27
Færri tilkynningar til barnavernda vegna minni samgangs
Tilkynningum til barnaverndar fækkar í ástandinu sem nú ríkir. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir þetta mikið áhyggjuefni og framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikilvægt að nú séu allir vakandi, því að aðstæður þeirra barna sem veikast standa hafi breyst mest.
28.03.2020 - 12:52
Hæstiréttur snýr við dómi í umdeildu forsjármáli
Hæstiréttur sneri í dag við dómi Landsréttar í umdeildu forsjármáli og svipti foreldra umsjá tveggja barna sinna. Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar áfrýjaði dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Systkinin hafa verið vistuð utan heimilis í rúm þrjú ár. Þau voru tekin af heimilinu þegar faðirinn var grunaður um kynferðisbrot gegn eldra barninu.
Stofnanir ættu sjálfar að tilkynna til barnaverndar
Ráðalausir foreldar hafa fengið ábendingar frá starfsfólki stofnana um að tilkynna sjálfa sig til barnaverndar. Forstöðumaður barnaverndar spyr hvers vegna stofnanir tilkynni málin ekki sjálf. Unnið er að því að gera tilkynningar til barnaverndar á Akureyri rafrænar.
29.11.2019 - 08:42
Löng meðferð valdið kvíða og raskað fjölskyldulífi
Meðferð barnaverndarnefndar í máli ungs drengs hefur haft alvarlegar og varanleg áhrif á fjölskyldu hans. Grunur lék á að þau hefðu hrist son sinn sumarið 2013. Foreldrarnir neita því og segja að heilablæðing sem drengurinn hlaut sé afleiðing þess að hann féll aftur fyrir sig á heimili þeirra. Foreldrarnir hafa flosnað upp úr námi og slitið samvistum og glíma bæði við mikinn kvíða og þunglyndi.
Eiga að koma á aukinni umgengni við foreldra
Landsréttur sneri í dag við dómi héraðsdóms um að svipta foreldra forsjá barna sinna. Dóttir þeirra hafði sagst hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu föður síns. Í kjölfarið var hann ákærður og börnin vistuð utan heimilis. Faðirinn var síðar sýknaður af sakargiftunum. Barnaverndaryfirvöld fóru engu að síður fram á sviptingu forsjár, sem héraðsdómur staðfesti meðal annars með vísan í vilja barnanna og ótta þeirra við föður sinn.
01.11.2019 - 17:39
Gott mál ef fólk leitar til barnaverndarnefnda
Hundruð fjölskyldna eru í vanda vegna úrræðaleysis í aðstæðum vegna barna með ADHD-greiningu, segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Samtals eru um þúsund á biðlista eftir greiningu hjá Landspítala og þroska- og hegðunarstöðinni.
Fagnar boðuðum aðgerðum ráðherra í þágu barna
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fagnar boðuðum aðgerðum félags- og barnamálaráðherra vegna þeirrar tölfræði sem UNICEF birti í síðustu viku. Þar kom fram að um 13 þúsund barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn, eða um 16,4 prósent.
29.05.2019 - 11:40
Heiða Björg skipuð forstjóri Barnaverndarstofu
Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst.
02.04.2019 - 14:01
Barnavernd verður efld fyrir 90 milljónir
Stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur verður fjölgað um fjögur og tvær fagskrifstofur verða settar á laggirnar. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu velferðaráðs og barnaverndarnefndar um að styrkja starfsemi Barnaverndar. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar verður aukið um leið.
15.11.2018 - 18:39
Lögregla skoðar enn mál Barnaverndarstofu
Lögregla hefur enn til skoðunar hvort starfsmenn Barnaverndarstofu kunni að hafa unnið sér til refsingar með því að afhenda fréttastofu RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum í vor. Málið er komið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um framhaldið. Persónuvernd komst að því í gær að afhendingin hefði ekki samræmst persónuverndarlögum.
Fimm ára fangelsi fyrir að flýja með syni sína
Dómstóll í Granada á Spáni hefur dæmt tveggja barna móður í 5 ára fangelsi fyrir að fara í felur með syni sína og neita að afhenda þá föður þeirra. Hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að beita konu sína ofbeldi.
28.07.2018 - 12:40
Dæmi um að þrettán ára noti vímuefni í æð
Unglingar sem nota vímuefni í æð veigra sér við að sækja sér hreinar sprautur og aðhlynningu vegna þess að þeir óttast tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks. Þetta segir verkefnastýra skaðaminnkunar verkefnis Rauða krossins, Frúar Ragnheiðar.
Neysluvandi foreldra þyngri og víðtækari
Nærri tvöfalt fleiri tilkynningar hafa borist barnaverndarnefnd á Akureyri vegna áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Fíknivandi er að verða þyngri og víðtækari segir forstöðumaður barnaverndarnefndar Eyjafjarðar.
10.07.2018 - 16:12
Barnaverndarmál þyngjast og þeim fjölgar
Barnarverndamálum í Kópavogi fjölgaði milli ára og er það mat starfsmanna barnaverndar að málin séu orðin alvarlegri og þyngri í meðförum en áður. Tilfellum þar sem vímuefnaneysla kemur við sögu, bæði hvað varðar foreldra og börn, fækkar en neyslan virðist vera orðin harðari. Þetta kemur fram í ársskýrslu Velferðarsviðs Kópavogs.
09.07.2018 - 14:43
Togstreita í málefnum barna
Félagslega kerfið, sem að snýr að börnum, verður endurskoðað til að tryggja betra samstarf milli heimilis, skóla og kerfisins. Umboðsmaður barna segir nokkra togstreitu í málefnum barna en fagnar breytingum.
08.05.2018 - 14:36
Viðtal
„Aldrei verið kvartað yfir framkomu minni“
Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, telur að umræðan um samskipti hans við barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafi ekki skaðað framboð hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann segir framboðið snúast um hæfni sína og getu til starfa á alþjóðlegum vettvangi. „Ég á mjög langan og farsælan starfsferil erlendis,“ sagði Bragi í Kastljósi í kvöld. „Þar nýt ég mjög mikils trausts og álits.“ Aldrei hafi verið kvartað yfir framkomu hans.
02.05.2018 - 20:15
Viðtal
Fólk horfi á ferilinn ekki „moldviðrið“
Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, gagnrýnir þá meðferð sem mál hans fékk hjá velferðarráðuneytinu, hún sé ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Hann telur sig eiga erindi í framboð til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. „Mér finnst mikilvægt, þegar menn fjalla um þetta mál og þessi mál öll, mig og framboðið, að menn þekki minn bakgrunn og fyrir hvað ég stend en einblíni ekki á eitthvert moldviðri sem hefur verið varpað upp í tengslum við einstakt mál“
02.05.2018 - 18:31