Færslur: Barnaverndarmál

Telja átta ára þýskri stúlku haldið heima nær alla ævi
Talið er að þýskri stúlku á níunda ári hafi nánast aldrei alla ævina verið hleypt út af heimili sínu í sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál stúlkunnar en nánasta fjölskylda hennar er grunuð um frelsissviptingu.
Sjónvarpsfrétt
Lögð í hatrammt einelti af jafnöldrum sínum
Tólf ára stúlka sem reyndi að svipta sig lífi eftir einelti fær skilaboð frá gerendum þar sem hún er hvött til að reyna aftur. Hún þorir ekki að mæta í skólann vegna eineltisins.
19.10.2022 - 20:14
Ákærður fyrir að hóta lífláti með lyfjum
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Vestfjörðum fyrir áralangt ofbeldi hans gegn eiginkonu hans og þremur börnum. Maðurinn er læknismenntaður og í ákærunni segir að hann hafi hótað konunni að binda enda á líf hennar með lyfjagjöf og skoða sjúkraskrár hennar. Aðalmeðferð málsins verður við héraðsdóm Vestfjarða síðar í þessum mánuði.
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Sjónvarpsfrétt
Segir öryggi barna og starfsfólks oft stefnt í hættu
Öryggi barna og starfsfólks er oft stefnt í hættu vegna úrræðaleysis í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Fyrrverandi forstöðumaður hjá barnavernd Reykjavíkurborgar segir að tryggja verði börnum í erfiðri stöðu örugga og viðeigandi þjónustu. Lengi hafi verið kallað eftir breytingum en án árangurs.
01.04.2022 - 18:55
Mikilvægt að það sé aldrei bara einn starfsmaður á vakt
Það ætti aldrei að vera aðeins einn starfsmaður á vakt á stofnunum fyrir börn. Þetta segir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs hjá Barna- og fjölskyldustofu. Hann vill sjá öll úrræði fyrir börn undir sama hatti.
31.03.2022 - 23:30
Sænskur liðsmaður ISIS missir forræði yfir börnum sínum
Sænsk kona á fertugsaldri sem var liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki hefur misst forræði yfir börnum sínum. Konan sætir ákæru fyrir aðild sína að stríðsglæpum.
06.12.2021 - 00:22
Allt að fjögur mál á mánuði sem tengjast skólum
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að þegar tilkynningar berist um kynferðisofbeldi starfsmanns leikskóla gagnvart barni sé það í höndum vinnuveitanda að ákveða hvort viðkomandi starfi þar áfram. Í ár hafa á þriðja tug mála komið inn á borð barnaverndarinnar sem tengjast meintu ofbeldi eða áreitni starfsfólks skóla eða leikskóla í garð barna.
Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Myndskeið
COVID-áhrifin verða langtímaverkefni barnaverndar
Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 20% síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að það sé langtímaverkefni fyrir barnaverndarkerfið að vinda ofan af þeim áhrifum sem faraldurinn hefur haft á börn. 
26.04.2021 - 19:40
Lögregla rannsakar ofbeldi gegn barni á leikskóla
Starfsmaður í leikskólanum Sólborg í Sandgerði hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Málið var kært til lögreglu og er rannsókn þess langt komin.
26.04.2021 - 13:51
Hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda
Ingvar Páll Ingason, faðir drengs í Fossvogsskóla, hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það sem hann nefnir ofbeldi Reykjavíkurborgar gagnvart barninu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Ingvars.
Ráðherra lætur skoða starfsemi Laugalands
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar kanni hvort og þá í hvaða mæli börn sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi sem rekið var af Barnaverndarstofu á árunum 1997 til 2007 hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan þau dvöldu þar.
19.02.2021 - 22:41
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Mikill fjöldi tilkynninga til barnavernda í ár
Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
Metfjöldi viðtala í Barnahúsi vegna ofbeldis
Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu segir fyllstu ástæðu til að hafa áhyggjur af mikilli fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Hún segir að kórónuveirufaraldurinn spili þar stórt hlutverk og að bætt hafi verið við starfsfóki barnaverndanefnda undanfarna mánuði og starfsemi þeirra styrkt.
07.11.2020 - 13:51
12% fleiri börn tilkynnt til barnaverndarnefnda
Barnaverndarnefndum bárust 9.570 tilkynningar vegna 7.552 barna fyrstu níu mánuði ársins. Það er 14,3% meira en á sama tímabili árið á undan og aukning um 27,5% ef miðað er við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Í fyrra bárust tilkynningar vegna 6.675 barna á sama tímabili og því  hefur verið tilkynnt um 12% fleiri börn það sem af er þessu ári.
07.11.2020 - 09:18
Bregðast þurfi við alvarlegri stöðu í barnaverndarmálum
Nauðsynlegt er að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna mikillar fjölgunar tilkynninga til barnaverndar og auknum alvarleika mála.
24.10.2020 - 09:41
Ungur maður viðurkennir brotin á Siglufirði
Unglingur var í gærkvöldi handtekinn á Siglufirði grunaður um fjölda innbrota, þjófnaða og skemmdarverka í bænum undanfarna daga. Hann hefur gengist við brotunum. 
11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur
Fyrstu átta mánuði þessa árs fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 11% og áætlað er að kostnaður borgarinnar við málaflokkinn aukist um 14% á næsta ári. Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að hlutfall tilkynninga vegna erlendra barna sé talsvert hærra en fjöldi þeirra gefur til kynna.
Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar í sögulegu hámarki
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur barst metfjöldi tilkynninga í maí síðastliðnum. Nefndinni hefur aldrei borist jafnmargar tilkynningar í einum mánuði. Þetta segir Hákon Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. 
Ráðherrar trassað í 18 ár að setja reglur um þvinganir
Félagsmálaráðherra og forverar hans hafa árum saman trassað að setja reglur um þvingunarúrræði á Stuðlum, að sögn Umboðsmanns Alþingis, sem gerir margháttaðar athugasemdir og tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu.
18.05.2020 - 21:50
Barn í fangelsi: Sjaldgæft en ekki brot á Barnasáttmála
Sautján ára piltur sem var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna hnífsstunguárásar situr í einangrun í fangelsi, þrátt fyrir að lög segi að börn undir átján ára skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi nema önnur úrræði bjóðist ekki. Fangelsismálastjóri og forstjóri Barnaverndarstofu segja sárasjaldgæft að þetta sé gert.
25.04.2020 - 12:38
Umtalsverð fjölgun tilkynninga til barnaverndar í mars
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjarvíkur fjölgaði umtalsvert í seinni hluta marsmánaðar, eftir fáar tilkynningar framan af mánuði. Tölurnar sýna marktæka aukningu í tilkynningum frá almenningi.

Mest lesið