Færslur: Barnaníð

Sviptur kjóli og kalli vegna meints barnaníðs
Kardinálinn Theodore McCarrick var í morgun sviptur öllum stjórnarstörfum hjá Vatíkaninu í Róm vegna ásakana um kynferðisbrot gegn börnum. Hann er hæstsetti presturinn sem er sviptur kjóli og kalli innan kaþólsku kirkjunnar í áratugi.
16.02.2019 - 11:12
Fréttaskýring
20 barnaníðingar dæmdir í Bretlandi
Tuttugu karlar hafa verið sakfelldir og dæmdir til samtals 220 ára fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að hafa árum saman níðst á og nauðgað 15 ungum stúlkum. Stúlkurnar áttu allar við erfiðleika að stríða og níðingarnir tældu þær til sín með skipulögðum hætti.
Erkibiskup dæmdur í 12 mánaða stofufangelsi
Philip Wilson, erkibiskup Adelaide-borgar í Ástralíu, var í dag dæmdur í tólf mánaða stofufangelsi fyrir að halda hlífiskyldi yfir barnaníðingi innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Wilson er hæst setti klerkur kaþólsku kirkjunnar sem hlotið hefur dóm í tengslum við barnaníð eða yfirhylmingu þess.
03.07.2018 - 14:14
Bretland: Barnaníðingur í ævilangt fangelsi
Dómstóll í Lundúnum dæmdi í dag breska barnaníðinginn Richard Huckle í 22 lífstíðardóma fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot gegn um 200 börnum í Malasíu. Huckle þarf að afpána að minnsta kosti 25 ár í fangelsi. Hann var dæmdur fyrir 71 brot gegn börnum á aldrinum sex mánaða til tólf ára.
06.06.2016 - 11:12
  •