Færslur: Barnaníð

R. Kelly gæti átt yfir höfði sér áratuga fangelsi
Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly gæti átt yfir höfði sér áratuga fangelsi fyrir að stýra kynferðisglæpahring í áraraðir. Kelly, sem var sakfelldur fyrir níu mánuðum, verður leiddur fyrir dómara í dag. Þá verður loks kveðinn upp dómur en dómsuppkvaðningu hefur verið frestað nokkrum sinnum.
Íslenskur karlmaður dæmdur á Spáni fyrir barnaníð
Héraðsdómstóll í borginni Cartagena á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann, Ómar Traustason, í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega á að minnsta kosti sex börnum.
15.06.2022 - 14:36
Leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga handtekinn
Mexíkóska lögreglan handtók í dag hollenskan ríkisborgara, sem er grunaður um að vera leiðtogi alþjóðlegs hrings barnaníðinga. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir ríkissaksóknara í Mexíkóborg.
07.06.2022 - 04:20
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Ghislaine Maxwell neitað um ný réttarhöld
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi sambýliskonu barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið neitað um ný réttarhöld í New York ríki í Bandaríkjunum. Maxwell var sakfelld í fimm ákæruliðum á síðasta ári, þegar hún var fundin sek um barnamansal og að hafa aðstoðað kærasta sinn við glæpi sína.
Dómari í Texas bannar rannsókn á foreldrum transbarna
Með úrskurði dómara verður tímabundið komið í veg fyrir að yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum megi rannsaka foreldra transbarna og -unglinga í ríkinu. Dómari sagði reglugerð Gregs Abbott ríkisstjóra fara í bága við stjórnarskrá ásamt því að hún ylli transbörnum og foreldrum þeirra óbætanlegum skaða.
Frelsuðu tíu börn úr klóm níðinga
Yfirvöld í Panama greindu frá því í gær að tíu börnum hefði verið bjargað úr klóm barnaníðinga og þrjú fullorðin handtekin í aðgerðum lögreglu í Panama og Kosta Ríka í gær. AFP greinir frá. Lögregluaðgerðirbar voru liður í annarri og stærri aðgerð sem miðar að því að uppræta barnaníðshring sem starfar í löndunum tveimur.og jafnvel víðar.
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
Sjónvarpsfrétt
Brugðust börnum sem send voru á vistheimili á Hjalteyri
Samfélagið brást börnum í viðkvæmri stöðu með því að senda þau á vistheimili á Hjalteyri segir bæjarstjórinn á Akureyri. Fólk sem dvaldi á heimilinu lýsir kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi. Umsjónarmaður sanngirnisbóta kallar eftir opinberri rannsókn á þeirri meðferð sem börn sættu þar. Um áttatíu börn dvöldu á heimilinu.  
Skýrsla afhjúpar þúsundir níðinga innan kirkjunnar
Þúsundir barnaníðinga hafa athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá því um miðja síðustu öld. Rannsóknarskýrsla óháðrar nefndar er væntanleg á þriðjudaginn kemur.
R Kelly sakfelldur af öllum ákærum
Tónlistarmaðurinn R Kelly var í kvöld sakfelldur fyrir að hafa stýrt áratugalöngum kynferðisglæpahring. Kviðdómur í New York taldi söngvarann sekan um allar níu ákærurnar, þar á meðal barnaníð, mannrán og mútur.
27.09.2021 - 19:51
Myndskeið
Sendi 12 ára barni verðskrá fyrir kynferðislegar myndir
Tólf ára barn fékk senda verðskrá frá ókunnugum fullorðnum íslenskum karlmanni sem vildi kaupa af því kynferðislegar myndir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilkynnt um málið. Nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglu þar sem börn á unglingsaldri hafa fengið greiðslu fyrir kynferðislegar myndir.
Skjalataska úr fórum ráðherra fannst hjá barnaníðingi
Skjalataska sem hvarf úr fórum manns úr fylgdarliði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í opinberri heimsókn hennar til Færeyja árið 2019 fannst við húsleit hjá manni sem nú hefur verið dæmdur fyrir barnaníð.
27.04.2021 - 06:32
Myndskeið
Skólaliði grunaður um brot gegn barnungri dóttur sinni
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í þarsíðustu viku, grunaður um að hafa beitt barnunga dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Myndefni sem sýnir barnaníð fannst á heimili hans og er talið að eitthvað af því hafi verið framleitt hér á landi. Maðurinn er starfsmaður í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og hefur unnið náið með börnum. Hann er ekki grunaður um að hafa brotið gegnum börnum í skólanum.
Franskur barnaníðingur dæmdur í 15 ára fangelsi
Sjötugur, franskur skurðlæknir var í gær dæmdur til fimmtán ára fangavistar fyrir nauðgun og misnotkun fjögurra barna.
04.12.2020 - 05:54
Lögregla í Ástralíu leysir upp barnaníðshring
Alríkislögregla í Ástralíu hefur handtekið 44 karlmenn víðsvegar um land grunaða um að framleiða efni sem inniheldur barnaníð eða hafa slíkt efni í fórum sínum.
23.10.2020 - 03:15
Myndskeið
Mikil fjölgun á barnaníðsmálum á Íslandi
Barnaníðsmálum sem koma inn á borð lögreglu hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Tvisvar sinnum fleiri mál komu upp í fyrra en árið á undan. Lögreglan hyggst ráðast í frumkvæðisvinnu í slíkum málum. Ekki er lagaheimild fyrir því að fylgjast með þeim sem gerst hafa sekir um að sækja efni sem sýnir barnaníð.
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, fær ekki að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds þar til dómstólar taka mál hennar til meðferðar.
14.07.2020 - 20:38
Komu upp um umfangsmikið barnaníðsmál í Þýskalandi
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið ellefu einstaklinga vegna gruns um barnaníð. Búið er að bera kennsl á fimm, tíu og tólf ára börn sem talin eru fórnarlömb níðinganna, en þeir eru í sumum tilfellum taldir tengjast börnunum fjölskylduböndum.
06.06.2020 - 15:19
Var Brückner valdur að hvarfi þriggja barna?
Christian Brückner, sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, er nú til rannsóknar í tengslum við hvarf tveggja annarra barna. Fimm ára stúlku í Þýskalandi og sex ára drengs í Portúgal. 
06.06.2020 - 11:24
Hillir undir að 13 ára martröð ljúki
Þrettán ár eru nú liðin frá því að breska stúlkan Madeleine McCann hvarf þegar hún dvaldi á sumarleyfisstað í Portúgal ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún var aðeins þriggja ára og ekkert hefur spurst til hennar síðan.
05.06.2020 - 17:04
Grunaður um að tengjast hvarfi annarrar stúlku
Þýska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt bresku stúlkuna Madeleine McCann í Portúgal árið 2007 hafi átt aðild að hvarfi fimm ára stúlku í Þýskalandi átta árum síðar.  
05.06.2020 - 16:58
Hundruð presta brotið á börnum í Póllandi
Nærri 400 starfsmenn kaþólsku kirkjunnar í Póllandi beittu börn og ungmenni kynferðisofbeldi frá árinu 1990 þar til í fyrra. Þetta kemur fram í innri rannsókn kirkjunnar. Fórnarlömbin voru yfir 600 talsins, þar af nærri 200 yngri en 15 ára gömul.
15.03.2019 - 05:43
Sviptur kjóli og kalli vegna meints barnaníðs
Kardinálinn Theodore McCarrick var í morgun sviptur öllum stjórnarstörfum hjá Vatíkaninu í Róm vegna ásakana um kynferðisbrot gegn börnum. Hann er hæstsetti presturinn sem er sviptur kjóli og kalli innan kaþólsku kirkjunnar í áratugi.
16.02.2019 - 11:12
Fréttaskýring
20 barnaníðingar dæmdir í Bretlandi
Tuttugu karlar hafa verið sakfelldir og dæmdir til samtals 220 ára fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að hafa árum saman níðst á og nauðgað 15 ungum stúlkum. Stúlkurnar áttu allar við erfiðleika að stríða og níðingarnir tældu þær til sín með skipulögðum hætti.