Færslur: Barnamenningarhátíð í Reykjavík

Glænýtt lag Daða og fjórðubekkinga
Daði Freyr Pétursson, ókrýndur sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2020, hefur samið lag í samstarfi við fjórða bekkjar börn í Reykjavík. Lagið heitir Hvernig væri það? og var samið sérstaklega fyrir Barnamenningarhátíð 2020 en ekkert verður af henni vegna Covid-19 faraldursins.
Sirkus á Barnamenningarhátíð
Á opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar voru mörg skemmtileg atriði og eitt af þeim var sirkussýning.
Dramatískir draumórar
Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýndi verkið Dramatískir draumórar í tónleikasal skólans.
Ronja og Birkir í Breiðholti
Í Breiðholti var sýningin Ronja og Birkir sett upp af nemendum í fjórða bekk. Erna Björg og Hekla fóru fóru og kynntu sér málið.
Saumasmiðja fyrir krakka
Listamaðurinn Loji Höskuldsson hélt vinnusmiðju í Ásmundarsal á Barnamenningarhátíð. Þar bauð hann krökkum að koma og sauma út listaverk.
Á Barnamenningarhátíð í fyrsta sinn
Lagið Draumar geta ræst eftir Jón Jónsson var lag Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur í ár. Jón segir að það hafi fundið smá fiðring áður en hann steig á svið á opnunardeginum en það sé eðlilegt og stuðli að vandvirkni.
Ballett, víkingadans og Pétur Pan
Svið Eldborgarsalsins fylltist af ungum og efnilegum dönsurum á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fram komu dansarar úr fjölmörgum skólum innan FÍLD, Félagi íslenskra listdansara.
List um dýr í útrýmingarhættu
Sýningin Þau vilja lifa! sem nú er til sýnis í Borgarbókasafninu í Spönginni er innblásin af þekktum dýrategundum í útrýmingarhættu víða um heim. Nemendur í Brúarskóla í Reykjavík hafa unnið að verkefninu í allan vetur.
Pollapönk gefur fjórðubekkingum lag
Búist er við að um 40 þúsund manns taki þátt í um 150 viðburðum á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í næstu viku. Einn af hápunktum hátíðarinnar er opnunarviðburðurinn í Hörpu þar sem um 1450 nemendur í fjórða bekk í grunnskólum Reykjavík taka undir með Pollapönki, sem samdi nýtt lag sérstaklega fyrir þetta tilefni.