Færslur: Barnaheill

Kynferðisofbeldi gegn börnum nýtt sem vopn
Sjötta hverju barni á átakasvæðum er hætt við að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, samkvæmt nýrri skýrslu frá Save the children. Þetta eru alls 72 milljónir barna. Einn skýrsluhöfunda segir kynferðisofbeldi í auknum mæli nýtt sem vopn í stríðsátökum.
18.02.2021 - 18:46
Viðtal
Færri börn týnast í faraldrinum en þau týnast oftar
Leitarbeiðnum til lögreglu um týnd börn hefur fjölgað í faraldrinum, en þær ná til færri einstaklinga. Þetta segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um árabil séð um að hafa uppi á týndum börnum.
Myndskeið
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei meira
Líkurnar á að börn sem búa á átakasvæðum séu drepin, limlest eða kynferðislega misnotuð hafa aldrei verið meiri en þær eru nú. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Barnaheilla - Save the Children, sem gefin var út á dögunum.
13.02.2020 - 00:50
Myndskeið
Hræðilegt að börn taki þátt í stríði
Börn á vegum Barnaheilla afhentu í morgun Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, áskorun um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að stöðva stríð gegn börnum. „Þau eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum alla þessa hörmung að sjá skólann sinn vera sprengdan upp,“ segir Anja Sæberg Björnsdóttir, sem tekur þátt í verkefninu.
23.10.2019 - 12:17