Færslur: Barnaheill

Guðni keypti fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla
Verkefnastjóri hjá Barnaheillum hvetur fólk til að vera duglegra að tilkynna grun um ofbeldi gegn börnum. Landssöfnun samtakanna hófst í morgun þegar forsetinn Guðni Th. Jóhannesson keypti fyrsta „ljósið“, lítið vasaljós sem selt er til styrktar árlegu átaki, sem nú er tileinkað baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því er ætlað að efla vitundarvakningu og fræðslu í forvörnum.
25.04.2022 - 14:02
Áratugi gæti tekið að koma börnum úr búðum í Sýrlandi
Það gæti tekið áratugi að koma þeim erlendu börnum til síns heima sem nú dvelja í búðum í Sýrlandi sem ætlaðar eru ættingjum þeirra sem taldir eru hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
Sjónvarpsfrétt
Eins dags eyðsla til hermála dugir til að útrýma hungri
Um tvö hundruð hjálparsamtök sendu í dag ákall til stjórnvalda heims um aðstoð til þeirra jarðarbúa sem svelta. Þar kemur fram að fjármunir til hernaðarmála á heimsvísu í rúman sólarhring, eða sú upphæð sem við notum til að kaupa tyggjó árlega, dugi til að hjálpa sístækkandi hópi þeirra sem eru að deyja úr hungri.
21.04.2021 - 08:00
Sigur fyrir réttindi barna
Börn mega nú hafa búsetu hjá báðum foreldrum sínum ef þeir búa á sitt hvorum staðnum. Verkefnastjóri hjá Barnaheillum segir sigur hafa verið unninn í dag fyrir réttindi barna þegar frumvarpi til breytinga á barnalögum var samþykkt.
16.04.2021 - 09:34
Kynferðisofbeldi gegn börnum nýtt sem vopn
Sjötta hverju barni á átakasvæðum er hætt við að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, samkvæmt nýrri skýrslu frá Save the children. Þetta eru alls 72 milljónir barna. Einn skýrsluhöfunda segir kynferðisofbeldi í auknum mæli nýtt sem vopn í stríðsátökum.
18.02.2021 - 18:46
Viðtal
Færri börn týnast í faraldrinum en þau týnast oftar
Leitarbeiðnum til lögreglu um týnd börn hefur fjölgað í faraldrinum, en þær ná til færri einstaklinga. Þetta segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um árabil séð um að hafa uppi á týndum börnum.
Myndskeið
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
Ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei meira
Líkurnar á að börn sem búa á átakasvæðum séu drepin, limlest eða kynferðislega misnotuð hafa aldrei verið meiri en þær eru nú. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Barnaheilla - Save the Children, sem gefin var út á dögunum.
13.02.2020 - 00:50
Myndskeið
Hræðilegt að börn taki þátt í stríði
Börn á vegum Barnaheilla afhentu í morgun Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, áskorun um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að stöðva stríð gegn börnum. „Þau eiga ekki að þurfa að ganga í gegnum alla þessa hörmung að sjá skólann sinn vera sprengdan upp,“ segir Anja Sæberg Björnsdóttir, sem tekur þátt í verkefninu.
23.10.2019 - 12:17