Færslur: Barein

Samningar undirritaðir í Washington í dag
Í dag verður undirritaðir samningar um eðlileg samskipti Ísraels við Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein og fer sú undirritun fram í Washington.
Ísrael og Barein taka upp stjórnmálasamband
Stjórnvöld í Ísrael og Barein hafa komist að samkomulagi um að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þessu á Twitter. Þar sagði hann að Barein væri annað Arabaríkið til þess að lýsa yfir friði við Ísrael. Ríkin hafa ekki átt í stríði.
12.09.2020 - 00:24
Tveir menn líflátnir í Barein
Tveir menn voru teknir af lífi í eyríkinu Barein á persaflóa í morgun, báðir ákærðir og dæmdir fyrir hryðjuverk. Mennirnir tveir, Ali al-Arab og Ahmad al-Malali, voru báðir á þrítugsaldri. Alþjóðleg mannréttindasamtök þrýstu mjög á bareinsk stjórnvöld um að láta það ógert að framfylgja dauðadómnum, en það kom fyrir ekki. Yfirsaksóknari landsins tilkynnti aftöku þeirra í morgun og sagði þá hafa verið leidda fyrir aftökusveit og skotna.
27.07.2019 - 06:22
Sádar verða með í Barein
Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að taka þátt í ráðstefnu Bandaríkjamanna um málefni Palestínu í Barein í næsta mánuði. Tilkynnt var um þetta í morgun.
Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir í Barein
Leiðtogi stjórnarandstæðinga úr röðum sjía múslima var dæmdur í lífstíðarfangelsi í áfrýjunardómstól í Barein í dag. Honum er gefið að sök að hafa njósnað fyrir Katar.
04.11.2018 - 14:14
Mótmæla vopnasölu Bandaríkjanna til Barein
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, krefjast þess að Bandaríkin hætti við vopnasölu til Barein að andvirði nærri milljarðs dala. Samtökin segja það mikilvægt vegna ömurlegrar stöðu mannréttinda í ríkinu.
25.05.2018 - 07:01